Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Liverpool – Everton 4-0 - Everton.is

Liverpool – Everton 4-0

Mynd: Everton FC

Uppstillingin í leiknum: Howard, Baines, Alcaraz, Jagielka, Stones, Barry, McCarthy, Pienaar, Mirallas, Barkley, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Hibbert, McGeady, Naismith, Gueye, Osman, Garbutt.

Frábært að fá Jagielka, Alcaraz, Barkley og Pienaar aftur úr meiðslum og vonandi ekki langt í Distin og Coleman sem við söknuðum mikið í vörninni í kvöld. Ég veit annars ekki hvaða lið mætti til leiks því frammistaðan í leiknum var í einu orði skelfileg og nákvæmlega ekkert sem gekk upp. Og Lukaku meiddur að auki sem var akkúrat það sem við þurftum. Þetta var ekki Everton liðið sem yfirspilaði Arsenal eða vann United á útivelli og alls ekki liðið sem við höfum átt að venjast í vetur.

Ég ætla að láta vera að fjölyrða um þennan leik; tímabilið er 38 deildarleikir (og þó nokkrir bikarleikir) og margt sem getur enn gerst. Ég krefst þess að leikmenn taki sig saman í andlitinu og svari með almennilegri spilamennsku í næstu leikjum.

Óska Liverpool mönnum til hamingju með verðskuldaðan sigur.

Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Baines 6, Jagielka 6, Alcaraz 5, Stones 6, Barry 5, McCarthy 5, Pienaar 5, Mirallas 8, Barkley 6, Lukaku 6. Varamenn: McGeady 6, Naismith 5, Osman 6. Nokkuð sammála þessum einkunnum, nema hvað ég skil ekki af hverju Stones fær 6. Hann átti 5 skilið. Efnilegur varnarmaður en alls ekki tilbúinn í þennan leik.

Aston Villa heima næst.

39 Athugasemdir

  1. Hallur skrifar:

    Barkley með varð örlítið meira bjartsýnn

  2. Gunnþór skrifar:

    hver verður hægri bak.

  3. Finnur skrifar:

    Stones er hægri bakvörður.

  4. poolari skrifar:

    Vá hvað þetta er auðvelt

  5. Ari S skrifar:

    Úff. 3-0 fyrir Liverpool og mér sýnist að Stones hafi átt þátt í öllum mörkunum hningað til. Hræðilegt.

  6. Gestur skrifar:

    hvaða drullubolta er verið að bjóða uppá!

  7. GunniD skrifar:

    Þetta er bara kjánalegt!

  8. Gestur skrifar:

    Gott að þessi leikur er búinn, Liverpoll skoraði bara að vild. Ennþá dalar spilamennska Everton og ég veit ekki hvað er til ráða en að ætlast til að Stone skili sama hlutverki og Coleman er alveg fáranlegt og ég held að Naismith hafi sýnt að hann er ekki tilbúinn til að spila frammi. En gott að lélegum leik Everton manna er búin og Liverpool skoraði ekki síðustu 40 mín. Everton er ekki tilbúið ennþá í meistaradeildina.

  9. Gunnþór skrifar:

    Þetta er búið að fara hratt niður á við spilamenska liðsins,byrjaði að dala í desember.Rogers vann taktískan sigur í dag gegn slöku Everton liði,leifðu Everton að vera með boltan svo er bara dúndrað fram svipað og Stoke gerir, en þetta dugði til sigurs. Sorglegast við þetta allt saman að Liverpool liðið er með eina slökustu varnamenn í ensku deildinni en þeir litu ljómandi vel út í kvöld sem segir meira um andstæðinginn en þá.

  10. Orri skrifar:

    Þetta var bara leikur sem við eigu að reyna gleyma sem allra fyrst.

  11. Holmar skrifar:

    Stones var greinilega ekki tilbúinn í þennan leik. Honum er þó nokkur vorkun að vera hent svona í djúpu laugina. Fyrir leik reiknaði ég frekar með Hibbert í hægri bak. Hann þekkir þessa derby leiki og hefur örlítið meiri reynslu en Stones.
    Naismith hefur sýnt það í síðustu tveimur leikjum að hann er hreinlega ekki leikmaður í úrvalsdeildar gæðaflokki. Fínn á móti liðum eins og Stevenage en sást ekki í dag.
    Saknaði Jelavic sárlega. Ákaflega slæmt að vera bara tvo framherja, báða á láni og annar þeirra meiddur. Vonandi að meiðsli Lukaku séu smávægileg.

  12. Ari S skrifar:

    Gestur ég er nokkuð viss um að ENGINN hafi ætlast til þess af Stones að hann skilaði sama hlutverki og Coleman. Stones var hræðilegur í kvöld og það á ekkert skylt við Coleman og hans getu. En auðvitað var það ekki Stones að kenna að allt liðið var lamað nema Mirallas sem virkaði hress og var ágætur í leiknum.

    Það versta við þennann leik … það var Barry sem að tæklaði Lukaku, gjörsamlega hræðilegt.

    • Gestur skrifar:

      þeir leituðu mikið út á hægri kantinn á Stones og ráku hann framar á völlinn í stað þess að vera meira á vinstri.
      Og ég held að Stones hafi ekki þann hraða til að vera að ferðast svona langt framm á völl og vera ekki tilbúinn að verjast þegar það þarf

      Já það var alger óheppni að meiða Lukalu.

      Ég er sammála Holmari að það er ekki gott að vera með tvo framherja og báða á láni. Everton þarft að kaupa alvöruframherja.

      • Ari S skrifar:

        Er að Stones hefur fengið þá fyrirskipun að gera sömu hlutina og Coleman þá er nú eitthvað mikið að í kollinum á Martinez. Ég segi þetta vegna þess að ég hef enga trú á að það sé raunin. Stones er alger framtíðarleikmaður, verður fyrirliði hjá Everton og Englandi í framtíðinni en hann verður aldrei neinn Coleman.

  13. Halli skrifar:

    Jæja gott fólk viljum við rífa niður allt það sem liðið hefur gert gott í vetur með einhverjum neihvæðnum hugsunum eftir að að hafa tapað 1 fótboltaleik eða ætlum við að byggja á þeim árangri sem liðið hefur náð hingað til og vonandi héðan í frá. Ég viðurkenni að leikur kvöldsins var SKITA eini leikmaðurinn sem reyndi að spila fótbolta var Mirallas með sáralítilli hjálp frá Howard aðrir mættu ekki á heimavöll litla bróðurs til standa undir merkjum The Royal Bleu. Mætum jákvæðir í næsta leik liðið okkar er gott. C.O.Y.B.

    Áfram Báir

  14. Gunnþór skrifar:

    Það er enginn að rifa niður. Menn eru bara að tala um liðið eins og það er þetta er ekki eini leikurinn í vetur sem spilamennskan er búin að vera slök. Frábær byrjun í haust svo hefur þetta dalað all verulega það er bara þannig sama hvernig við reynum að berja hausnum í steininn um eitthvað annað.verðum bara að sætta okkur við hlutinna eins og þeir eru. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins vantar stöðugleika til að ná árangri.

  15. Elvar Örn skrifar:

    Mirallas með stórleik en ekki margir aðrir sem mættu til leiks. Ótrúlega kæruleysisleg varnavinna hvað eftir annað í fyrri hálfleik, mjög óvanalegt af Everton. Allt of margir Everton menn frá vegna meiðsla og nokkrir að taka þátt sem varla voru tilbúnir.
    Naismith var hræðilegur og ég vildi reyndar sjá Mirallas frekar fara á toppinn þegar Lukaku meiddist og fá McGeady á kantinn.
    Alveg sammála með Hibbert commentin en spurning hvort hann sé ekki agalega ryðgaður kallinn og vart meira tilbúinn heldur en Stones.
    Fannst reyndar Osman koma með mikla yfirvegun í leikinn sem mér fannst koma vel út.
    Virtist erfitt fyrir Jagielka að hafa tvo ókunnuga menn á sitthvorri hliðinni, vantaði alveg haug uppá samvinnuna þar.
    Everton með 18 skot og Liverpool með 20 og Everton mun meira með boltann (man ekki prósenturnar þó).
    Bekkurinn mjög veikur enda of mikið um meiðsli hjá okkur og ég tel að Everton verði að fjárfesta í sóknarmanni þar sem ekki sé nóg að hafa 2 lánsmenn sem einu framherjana.
    Verð að segja að ég var mjög svartsýnn fyrir þennan leik vegna uppstillingar en þó ekki að búast við svona stóru tapi.
    En kannski er þetta eitthvað sem rífur liðið í gang, það hefur nú áður gerst eftir tapleik gegn Liverpool.
    Ég trúi því að það hafi ekki verið mikil spenna yfir mönnum á Ölveri, hmmm.

  16. Elvar Örn skrifar:

    Ekkert væl hér en hvernig í andsk….. komust Liverpool menn hjá því að fá eitt einasta gult spjald í þessum leik en Everton að ég held þrjú? Er þetta bara í mér?

  17. Jón G skrifar:

    ég vil nú bara fá að vita hvernig Mirallas fékk ekki gult spjald fyrir hörmulega dýfu á 30 mínútu?

  18. Gunnþór skrifar:

    Nei Elvar dómarinn átti arfa slakan dag.

  19. Ari S skrifar:

    Gerrard átti að fá gult. Suarez hefði mátt fá gult eða í það minnsta tiltal fyrir að traðka á ökklanum á vini mínum Stones (liggjandi) Og af hverju slapp Howard við spjald? Eitt sinn var Sturridge minnir mig dæmdur ranglega rangstæður fyrir opnu marki. Twatkinson var dómarinn kallaður á einni Everton síðunni. Já dómarinn átti slakan leik en ekkert markanna var honum að kenna. Liverpool hefðu getað unnið 6-0.

  20. Halli skrifar:

    Þeir seigja á BBC að Lukaku verði jafnvel frá restina af tímabilinu. Það eru ekki góðar fréttir

  21. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var alveg hræðilegt.
    Enn einu sinni á þessu tímabili eru okkar menn ekki tilbúnir í leikinn.
    Eini mennirnir sem geta borið höfuðið hátt eftir þennann leik eru Mirallas og Barry, aðrir voru bara ekki með.
    Söknuðum Coleman alveg svakalega í þessum leik, hann hefði pakkað þessum Cissokho saman.
    Verð að viðurkenna að ég tók ekki eftir Lukaku fyrr en hann meiddist. Mér finnst það segja svolítið mikið um hvernig hann var að spila og er búinn að vera að spila í síðustu leikjum. Það er eins og hann sé bara búinn á því.
    Svo skil ég ekkert í því hvers vegna Hibbert var ekki í byrjunarliðinu, er nokkuð viss um að þeir hefðu ekki labbað svona framhjá honum.
    Fyrir leikinn gegn WBA um daginn höfðum við séns á að komast upp fyrir Liverpoo og Tottenham, því klúðruðu okkar menn. Í gær var aftur tækifæri til þess, og aftur klúðruðu þeir því. Svona var það líka í fyrra þegar við vorum að berjast við Tottenham um Evrópusætið. Það virðist bara vera þannig að þegar eitthvað er í húfi, þá klúðrast allt sem klúðrast getur.

    Sjö ára dóttir mín spurði mig í gær, pabbi af hverju heldur þú með Everton? Ég svaraði því þannig að ég hefði bara fæðst til þess, það er mín blessun og mitt böl og mun aldrei breytast.
    COYB

    • Gunnþór skrifar:

      Já það er vont að missa ca 1 mann í leik í meiðsli. Verð að viðurkenna að þetta er pínu þreitandi þessi svokallaði herslumunur að ná einhverju sæti sem skiptir Máli. En er ekki talað um að maður styrkist við hverja raun þannig að maður ætti að vera orðinn helvíti sterkur svona í gegnum árin.en þetta er maraþon og 4sætið verður okkar. mér fannst við vanmeta red shit í gær .

  22. Gestur skrifar:

    Eftir að vera búinn að sofa á þessu tapi, lagast það ekki neitt. Everton var arfaslagt varnarlega, að vita af þessum fljótu framherjum og spila með vörnina svona framalega er skrítið. Dómarinn var ekki að leyfa Everton mikið en leyfði Liverpool að spila full fast. Í öðru markinu fannst mér vera rangstaða en það var ekki endursýnt. Nú á Jelavic eftir að vera saknað, það voru mistök að selja hann.
    Ég er sammála Ingvari um að þegar reynir á liðið að þá fer það á taugum og ekkert gengur.

  23. Finnur skrifar:

    Tek undir með Ingvari. Við mættum lélegasta Liverpool liði í manna minnum í FA bikarnum 2012 og hreinlega gáfum þeim leikinn á silfurfati. Nú mættum við þynnsta Liverpool-hópnum í langan tíma (þeir voru með 15 heila menn á æfingu fyrir leikinn for crying out loud) og sýndum algjöran skort á áhuga og baráttuvilja. Sannast hér enn einu sinni að Everton er alltof aumingjagott lið.

    Stones átti arfaslakan leik en maður spyr sig hvort hann hafi verið beðinn um að leysa hlutverk Coleman af bæði í vörn og sókn. Ég er alls ekki viss um að Hibbert hefði átt betri dag ef hann hefði verið beðinn um að vera jafn framliggjandi og Stones var.

    Ég er alls ekki sammála Gesti (og Halla eftir leik) um að Jelavic hefði breytt einhverju. Minni á að hann skoraði ekki eitt *einasta* deildarmark á öllu tímabilinu fyrir okkur og hefur enn ekki sett hann í netið fyrir Hull. Stærsta vandamálið í leiknum var miðjan því framherjarnir fengu nákvæmlega *enga* þjónustu í leiknum. Við hefðum þess vegna getað skipt Van Persie inn á og það hefði ekki breytt neinu.

    Dómaratríóið var arfaslakt í leiknum, létu blekkjast af dýfum (Sterling tvisvar, til dæmis gula spjaldið á Barry fyrir enga snertingu), gættu ekki samræmis og feiluðu í rangstöðum. En þeir gerðu þó feila báðum megin — sá t.d. ekki betur en Sturridge fengi á sig rangstöðu, sem var rangur dómur, þegar hann var kominn einn inn fyrir. Það er ekki hægt að kenna dómaranum um þetta tap.

  24. Steingrímur skrifar:

    Aumingjagott lið? Er ekki allt í lagi Finnur?
    Lið sem að er í 4 sæti eftir 23 umferðir er svo sannarlega ekki hægt að kalla aumingja! Þrátt fyrir að hópurinn sé þunnur þá er hann engu að síður sterkari en hjá Everton.
    EIns og hefur sýnt sig so far í deild og sást greinilega í gærkvöldi. Þvílík niðurlæging sem að þessi leikur var. 6 stiga leikur með meiru og þeir komu svona stemdir til leiks? Þvílíkt grín
    Everton er búið að kveðja baráttuna um Cl sæti eftir meiðslin hjá Lukaku, ömurlegt fyrir ykkur en það er bara þannig. Get aldrei glaðst yfir meiðslum annara leikmanna. Hræðilegt fyrir strákinn. Hann er svo svakalega mikilvægur fyrir ykkar sóknarleik. Hvernig hann heldur boltanum og að mínu mati flottasti target senter síðan Drogba var.

    Og annað, Red Shite? í alvöru. Eruð þið börn? Sýnið smá virðingu og þroska.

    • Þórarinn skrifar:

      það er nú frekar langt síðan ég fór inná support síður liverpool manna á íslandi, en þegar ég gerði það síðast var farið vægar sagt mjög ófögrum orðum um nágrannaliðið í Everton-borg.

      En mér þótti samt ekkert athugavert við það að „þeir“ (lesist sem red shite) væru að halda nágrannarígnum á lofti við svo lengi það fari ekki yfir ákveðin siðferðismörk.

      En vertu ávallt velkominn Steingrímur og mér þykir gott að þá látir í þér heyra, en mundu samt hvar þú ert.

      ástarkveðja,
      Þ

  25. Gestur skrifar:

    segir Finnur. Það er alveg rétt það voru engir dómaraskandalar í þessum leik.
    En að segja að Everton sé aumingagott lið og hafi þá tapað viljandi er alveg út í hött.
    En það hlýtur að vera betra að hafa framherja sem er vanur að spila í úrvalsdeildinni og skora mörk en framherja sem hefur ekki leikið eina einustu mínútu.
    Ég hef bara ansi miklar áhyggur af framherja vandræðum Everton sem eru búnar að standa í ansi mörg ár.

    • Gestur skrifar:

      Ég ætlaði að hafa þetta fyrst en það vantaði
      „Það er ekki hægt að kenna dómaranum um þetta tap.“

  26. Finnur skrifar:

    Þú ert svolítið að leggja mér orð í munn. 🙂 Ég sagði aldrei að við hefðum tapað viljandi. Að sjálfsögðu er það út í hött.

    Það sem ég átti við var að við eigum það til að fá skell þegar andstæðingurinn er annaðhvort lakari (lið í neðstu sætunum) eða á svipuðu róli en með hálft liðið á sjúkralistanum. Við höfum margoft sýnt það að við erum of góðir í okkur til að nýta okkur þetta til að drepa leikina (ergo: aumingjagóðir). Eða vanmetum andstæðingana. Ég veit ekki hvað það er. Við sýndum United, Arsenal og Chelsea enga miskunn fyrr á tímabilinu (7 stig úr þeim leikjum) enda gengur okkur yfirleitt ágætlega á móti erfiðari andstæðingum. Ekkert vanmat þar í gangi. Ekkert samviskubit að taka stig af þeim liðum.

    > En það hlýtur að vera betra að hafa framherja sem er vanur að spila í úrvalsdeildinni og skora mörk
    > en framherja sem hefur ekki leikið eina einustu mínútu.

    Að öllu jöfnu, já. En ég er ekki viss um að það breyti neinu að skipta inn manni (Jelavic) sem hefur ekki skorað deildarmark í tuttugu og tveimur deildarleikjum (þrjátíu og einum ef við teljum síðasta tímabil með (!!) — og það er miklu lengra í mark hjá honum sem telst ekki algjört grísa-deflection-mark eins og gegn City). Ég man ekki eftir einum leik á tímabilinu sem Jelavic breytti miklu um útkomuna. En þetta er hálf pointless umræða þar sem Jelavic er seldur og leikurinn búinn.

    En það er þó kannski smá huggun í því að eftir að við fengum ljótan skell gegn Martinez og félögum í Wigan í fyrra þá fórum við á níu leikja „run“ (mættum á þeim tíma City, Tottenham, Arsenal og Liverpool). Fimm sigrar litu dagsins ljós í þessum níu leikjum og aðeins einn tapaðist (1-0 leikur við, yup, you guessed it: Sunderland).

    • Gestur skrifar:

      Ok, ég hef kannski oftúlkað þetta en ég hélt að þessir leikir ættu að koma stemmingunni í botn.

      Jelavic er búinn að spila 9 leiki á þessu tímabili samkvæmt espn, en viltu þá frekar tala um Lacina Traore, hann er ungur og hefur ekki spilað í alvörudeild ennþá.
      Vonandi dettur hann bara strax í gang.
      Martinez verður að fá framherja sem er vanur deildinni eða er með alvöru greddu

    • Finnur skrifar:

      > Ég hélt að þessir leikir ættu að koma stemmingunni í botn.

      Nákvæmlega. Það gerðist síðast á Goodison — en ekki nú. Það virðist þó alltaf gerast hjá Liverpool; gott dæmi er Gerrard sem um leið og hann mætir Everton sýnir hann allt í einu frábæra frammistöðu í nákvæmlega sömu stöðu vallarins (CDM) sem aðdáendur hans hafa hvað mest hraunað yfir frammistöðu hans í fram að því.

      > viltu þá frekar tala um Lacina Traore, hann er ungur og hefur ekki spilað í alvörudeild ennþá.

      Ég veit voðalega lítið um Traore. Hef aldrei séð hann spila og hann var ekki í leikformi fyrir þennan leik.

    • Finnur skrifar:

      > Martinez verður að fá framherja sem er vanur deildinni

      Það væri óskastaðan en þeir eru nú yfirleitt ekki á lausu og ef svo þá mjög dýrt. Fulham eru að bjóða 11M í einhvern frá Olympiakos. Hann er ekki með neina reynslu af ensku svo ég viti.

  27. Finnur skrifar:

    Jæja, það er kannski ljós í myrkrinu:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/29/lukaku-injury-boost

  28. Elvar Örn skrifar:

    Þó svo að ég sé alveg á því að Everton þurfi að kaupa framherja þá var það þunnskipaður hópur Everton sem virtist tapa þessum leik í gær (ásamt áhugaleysi og gredduleysi).
    Coleman er búinn að vera svakalegur í hægri bak og ég var hissa hvað Stones (hvort sem hann ákvað það sjálfur eða ekki) var mikið að fara fram á við, mér finnst Stones hafa staðið sig mjög vel þegar hefur spilað sína stöðu en ekki séð hann æða fram völlinn hvað eftir annað eins og gegn Liverpool.
    Distin greinilega öflugri en Alcaras og kannski sérstaklega þegar kemur að hraða (þó Distin sé orðinn nokk gamall), en sama má segja um Alcaras að hann hefur spilað vel þessa fáu leiki sem maður hefur séð.
    Barkley rétt að koma úr meiðslum svo lítið hægt að pressa að hann vinni leikinn fyrir okkur, en hann var samt frekar öflugur.
    Lukaku hefur skilað mörkum í vetur en hann hefur ekki verið nægilega góður í seinustu c.a. 8 leikjum með liðinu en klárlega veikt að missa hann útaf og fá Naismith inná.
    Naismith held ég bara að sé ekki Everton Material og á klárlega ekki að spila sem fremsti maður.
    Pienaar, I should not even go there. Fær 2 í einkunn hjá mér, líklega versti leikurinn sem ég hef séð hann spila í Everton treyju.
    Þetta er nú bara þriðji leikurinn sem við töpum í vetur og greinilega smá lægð í liðinu en það skýrist af hluta til af meiðslum leikmanna liðsins.
    Ég spái comeback í næsta leik og ég verð að segja að ég er mjög spenntur að sjá því hverjir spili og í hvaða stöðum.
    Vona að maður fái að sjá meira af McGeady en hann er svosem á svipuðum stað og margir sem spiluðu í gær, þ.e. er alls ekki kominn í leikæfingu.

    Vildi síðan segja ykkur að ég var hjá spákonu í dag og hún sagði mér að það væri öruggt að Everton yrði FA bikarmeistari og myndi einnig endar ofan við Liverpool í deildinni (þriðja árið í röð), gaman að því 🙂

  29. Gestur skrifar:

    Ég skil ekkert í því að þið talið um að Everton hefur ekki tapað nema þremur leikjum í vetur, eins og það sé bara gott. En ég vill láta ykkur vita að Everton hefur ekki unnið nema 11 leiki en liðin fyrir ofan okkur hafa unnið 13-14-15 leiki og eru þar af leiðandi fyrir ofan okkur.

  30. Finnur skrifar:

    Já, mér finnst það bara nokkuð gott að Everton hefur ekki tapað nema þremur leikjum í vetur. Eiginlega bara skrambi gott! Það er ekki eitt *einasta* lið í deildinni sem hefur tapað færri leikjum en Everton og því erfitt að gera betur í þeim málum.

    En jú, ég veit alveg hvað þú átt við (púkaglott) 🙂 — og er alveg sammála þessu með jafnteflin, þau eru *allt* of mörg og þar kem ég aftur inn á hvað liðið er aumingjagott. Jafntefli gegn Cardiff (í botnsæti deildar), sem og gegn Crystal Palace (14. sæti), Stoke (16. sæti) og hvorki meira né minna en TVÖ jafntefli gegn West Brom (í 15. sæti). Minnstu svo ekki ógrátandi á tapið gegn Sunderland (þá á botni deildar en nú í 17.), þegar Howard lét reka sig út af í byrjun leiks. Svona leikir (og náttúrulega úrslit) eru lykilástæða þess, að mínum mati, að Everton hefur ekki náð að taka næsta skref (Evrópukeppni) undanfarin 2-3 ár því árangurinn gegn liðunum í og við toppinn hefur alls ekki verið slæmur.

  31. Finnur skrifar:

    En að öðru…

    Finnst það alltaf jafn skondið að heyra Liverpool menn — sem eru búnir að hrópa hvað taflan ljúgi mikið þegar kemur að styrkleikamun á liðunum (þar sem Everton endaði fyrir ofan Liverpool tvö ár í röð) — nota nú stöðu í deild til staðfestingar þeirrar fullyrðingar sinnar um hversu miklir yfirburðir Liverpool gagnvart Everton eru.

    Þeir eru fljótir að gleyma. 🙂 Og ekki eins og þetta sé lokastaðan! 🙂