Stund milli stríða

Mynd: Everton FC.

Íslenska landsliðið hefur yfirgnæft allar fótboltafréttir (réttilega) undanfarið og við á everton.is höfum notið þess að vera í smá fríi frá skrifum af þeim sökum (sem og vegna anna í vinnu og daglegs amsturs — að ekki sé minnst á annir við að skipuleggja væntanlega Íslendingaferð á Goodison Park sem og árshátíðina á Nítjándu sem enginn má missa af).

Landsleikir Everton manna bera kannski hæst en bæði Jagielka og Baines spiluðu gegn Svartfjallalandi og stóðu sig vel (Baines valinn næst-besti leikmaðurinn á vellinum að mati Sky Sports). Lukaku var jafnframt eldheitur en hann skaut Belgum í úrslitakeppni HM í Brasilíu með tveimur mörkum í 2-1 sigri þeirra gegn Króötum.

Og fyrst Baines var nefndur þá má ég til með að benda á eina grein sem ég rakst á þar sem tölfræði Ashley Cole (helsta keppinautar Baines í landslíðinu) var borin saman við tölfræði Baines, og voru yfirburðir Leighton Baines augljósir. Eins manns dauði er annars brauð (Cole er meiddur) þannig að Baines hefur nú tækifæri á að verða fyrsti valkostur í vinstri bakvörð enska landsliðsins á kostnað Ashley Cole.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton U21 sigraði Blackburn U21 1-2 á útivelli með mörkum frá Grant og Touray. Einnig eru hér tvær skemmtilegar fréttir — annars vegar um McCarthy, sem aðstoðarmaður Martinez segir besti afrakstur skoskrar fótboltaframleiðslu frá upphafi, og hins vegar greining Executioner’s Bong um Gareth Barry og af hverju við höfum unnið alla þrjá leikina sem hann hefur spilað og ekki unnið neinn af þeim fjórum sem hann spilaði ekki.

2 Athugasemdir

  1. Haraldur Anton skrifar:

    Áfram Everton og Ísland 🙂
    Jú og árshátíðin.

  2. Halli skrifar:

    Landsleikjapásan búin og mann getur farið að hlakka til að sjá Everton spila aftur. Áram Ísland allt sem við viljum er Brasil 2014.