Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Breytingar á Everton.is - Everton.is

Breytingar á Everton.is

Nú hafa staðið yfir ýmsar breytingar á síðunni okkar og margt nýtt litið dagsins ljós. Til dæmis höfum við nú aðgang að gagnaþjónustu everysport.com sem er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölfræði og úrslitaþjónustu. Fyrir vikið getum við sýnt næstu leiki (aðeins í deild sem stendur) og stöðutöflu í dálknum á hægri hönd.

„Responsive“

Auk þess er nú síðan orðin aðgengilegri í símum og spjaldtölvum sem ætti að létta lífið þegar við erum ekki fyrir framan tölvu.

Síðan er samt sem áður ennþá í vinnslu og margt var endurforritað þannig að þetta lítur ekki 100% eins út og áður, en ég vil samt biðja fólk um að sýna þolinmæði og skilning á því að þetta tekur allt sinn tíma enda allt gert í hjáverkum og gæti tekið smá tíma að fínpússa.

En ef þú notandi góður tekur eftir stærri galla, eða einhverju sem ekki virkar má endilega láta vita í spjallþræði fyrir neðan.

Kv.
Þ

9 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Þetta er allt til fyrimyndar hvað síðuna varðar.Ég þakka bara kærlega fyrir frábæra síðu.

  2. Holmar skrifar:

    Frábært ef síðan verður léttari í símanum og iPadinum. Fínt að þurfa ekki að nota allt gagnamagn mánaðarins í að kíkja á Everton.is. Annars hefur síðan alltaf verið til fyrirmyndar og í takt við tæknibreytingar. Vert að þakka óeigingjart starf þeirra sem að henni standa.

  3. albert gunnlaugsson skrifar:

    Sæll Tóti.
    Það er ekki sama útlit í G Crome og Firefox!

  4. Finnur skrifar:

    Já, hann Þórarinn á mikið hrós skilið.

    Þetta er mun léttara í símanum mínum — þarf að prófa líka Android spjaldtölvuna seinna í kvöld. 🙂

  5. Halli skrifar:

    Flott breyting

  6. Ingi Þór Eyjólfsson skrifar:

    djöfull er þetta flott og smooth. glæsilegt!

  7. Elvar Örn skrifar:

    Magnaður skítur

  8. Georg skrifar:

    Þetta er alveg til fyrirmyndar. Það er núna allt annað að opna þetta í símanum, mjög flott viðmót fyrir símann. Þórarinn þú stendur alltaf fyrir þínu.