Breytingar á Everton.is

Nú hafa staðið yfir ýmsar breytingar á síðunni okkar og margt nýtt litið dagsins ljós. Til dæmis höfum við nú aðgang að gagnaþjónustu everysport.com sem er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölfræði og úrslitaþjónustu. Fyrir vikið getum við sýnt næstu leiki (aðeins í deild sem stendur) og stöðutöflu í dálknum á hægri hönd.

„Responsive“

Auk þess er nú síðan orðin aðgengilegri í símum og spjaldtölvum sem ætti að létta lífið þegar við erum ekki fyrir framan tölvu.

Síðan er samt sem áður ennþá í vinnslu og margt var endurforritað þannig að þetta lítur ekki 100% eins út og áður, en ég vil samt biðja fólk um að sýna þolinmæði og skilning á því að þetta tekur allt sinn tíma enda allt gert í hjáverkum og gæti tekið smá tíma að fínpússa.

En ef þú notandi góður tekur eftir stærri galla, eða einhverju sem ekki virkar má endilega láta vita í spjallþræði fyrir neðan.

Kv.
Þ

9 Athugasemdir

 1. Orri skrifar:

  Þetta er allt til fyrimyndar hvað síðuna varðar.Ég þakka bara kærlega fyrir frábæra síðu.

 2. Holmar skrifar:

  Frábært ef síðan verður léttari í símanum og iPadinum. Fínt að þurfa ekki að nota allt gagnamagn mánaðarins í að kíkja á Everton.is. Annars hefur síðan alltaf verið til fyrirmyndar og í takt við tæknibreytingar. Vert að þakka óeigingjart starf þeirra sem að henni standa.

 3. albert gunnlaugsson skrifar:

  Sæll Tóti.
  Það er ekki sama útlit í G Crome og Firefox!

 4. Finnur skrifar:

  Já, hann Þórarinn á mikið hrós skilið.

  Þetta er mun léttara í símanum mínum — þarf að prófa líka Android spjaldtölvuna seinna í kvöld. 🙂

 5. Halli skrifar:

  Flott breyting

 6. Ingi Þór Eyjólfsson skrifar:

  djöfull er þetta flott og smooth. glæsilegt!

 7. Elvar Örn skrifar:

  Magnaður skítur

 8. Georg skrifar:

  Þetta er alveg til fyrirmyndar. Það er núna allt annað að opna þetta í símanum, mjög flott viðmót fyrir símann. Þórarinn þú stendur alltaf fyrir þínu.