Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hópurinn kominn til Bandaríkjanna - Everton.is

Hópurinn kominn til Bandaríkjanna

Mynd: Everton FC.

Blackburn leikurinn er að baki og rétt að ljúka þeim kafla með nokkrum viðtölum, fyrir þau ykkar sem hafa ekki fengið nóg af sigurleikjum Everton (ég fæ náttúrulega aldrei nóg af umfjöllun af þeim) :).

Martinez ræddi til dæmis um það að það sem mestu skipti væri að allir kláruðu æfingaprógramið án þess að meiðast og frábært væri að sjá viðhorf leikmanna og ekki síður frammistöðu Jelavic — og hvað þá Barkley — sem og þá hvatningu sem liðið fékk frá stuðningsmönnum Everton sem voru langtum fleiri en stuðningsmenn Blackburn á þeirra eigin heimavelli. Martinez ræddi þar einnig um mikilvægi þess að mæta nokkrum af sterkustu liðum heims á mótinu í Bandaríkjunum. Jagielka kom svo inn á við Everton TV að þetta væri sterkasti pre-season hópurinn sem hann hefur unnið með og Stones var einnig kátur með sinn fyrsta leik með aðalliðinu.

Leikmenn mættu annars í gær til Bandaríkjanna (sjá myndasafn) til að taka þátt í International Champions Cup móti þar sem þeir mæta, eins og áður sagði, mjög sterkum mótherjum. Þetta verður almennileg prófraun fyrir hópinn og ekki laust við að maður sé með fiðring í maganum, því aldrei að vita hvernig gengur. Þó maður vilji alltaf sigurleiki er kannski best að óska eftir misjöfnu gengi svo leikmenn séu rétt stemmdir fyrir það sem skiptir máli — sem er fyrsti leikurinn í deildinni og baráttan sem tekur þá við. Þess má geta að mótið sem þeir taka þátt í er þegar hafið með sigri AC Milan á Valencia 2-1.

Hópurinn sem mætti til Bandaríkjanna er eftirfarandi: Tim Howard, Joel Robles, Mason Springthorpe, Leighton Baines, Bryan Oviedo, Sylvain Distin, Shane Duffy, John Heitinga, Phil Jagielka, Seamus Coleman, Tony Hibbert, John Stones, Steven Pienaar, Darron Gibson, Marouane Fellaini, Kevin Mirallas, Leon Osman, Steven Naismith, Ross Barkley, Nikica Jelavic, Arouna Kone, Gerard Deulofeu, Apostolos Vellios og Victor Anichebe. Athygli vakti að hvorki Antolin Alcaraz né Gueye voru í hópnum, en ekki víst hvort það sé vegna meiðsla eða af einhverri annarri ástæðu.

Leikmenn eru annars nú í San Francisco, 29. og 30. júlí en fara síðan til Los Angeles og síðan til Miami en hægt er (fyrir þá sem eiga leið hjá) að hitta þá ef bókað er tímanlega. Leikmenn koma jafnframt til með að æfa á SF Giants vellinum á morgun, kl. 19:00 að staðartíma, en æfingin er öllum opin sem bóka tíma.

Fyrsti leikur þeirra í keppninni er kl. 20:00 að staðartíma við Juventus á miðvikudaginn en það er klukkan 3 að nóttu (fimmtudegi) að íslenskum tíma en hægt er að sjá leikinn þegar hentar á Everton TV síðunni eftir kl. 07:00 að íslenskum tíma (fimmtudagsmorgun). Þau ykkar sem misstu af fyrri leikjum geta séð 3-1 sigurleik við Blackburn hér, 4-1 sigurleik gegn Accrington Stanley hér og 2-1 tap gegn Austria Vín hér.

Ekki mikið að gerast í slúðurdeildinni. Tveir nefndir: Gary Medel og Adem Ljajic.

23 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Aðeins of fljótur á mér, greinilega. Uppfærslan kom um hæl:

    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/29/alacaraz-amp-gueye-injury-update
    Alcaraz […], has a hamstring problem. Forward Gueye picked up a knock in the 3-1 win over Accrington Stanley earlier this month and also missed the game against Blackburn prior to Everton flying to the States.

    Sjá myndasafn af fyrstu æfingunni:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/29/san-francisco-training-gallery

  2. Ari S skrifar:

    Er ekki Juventus leikurinn örugglega kl.7:00 (okkar tíma)í fyrramálið þann 31. júlí?

    • Finnur skrifar:

      Nei.

      Á þessari síðu:
      http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/29/us-tournament-underway
      Kemur eftirfarandi fram:

      Kick-off at AT&T Park is scheduled for 8pm on Wednesday evening, which correlates to 4am Thursday morning in the UK. But for Blues not able to stay up to watch evertontv Live’s streaming coverage, there is still another way to watch all the action. The full 90 minutes of each of the Toffees’ outings in the US will be available on demand no more than four hours after the game, meaning fans can watch the games when they wake up back in England.

      Það er klukkutímamunur á Íslandi og UK þannig að leikurinn byrjar kl. 3:00 um nótt hér. En hann er aðgengilegur fjórum tímum síðar, sem þýðir að hægt er að horfa á hann á *fimmtudagsmorgninum* (annaðhvort kl. 7 eða 9, eftir því hvenær þeir byrja að telja klukkutímana fjóra sem þeir ætla að nota til að koma upptökunni á netið).

      • Ari S skrifar:

        Djö… ég er strax farinn að tapa á því að hafa keypt mér áskrift….. og félagið að græða á mér….. hef ekki getað sé nema einn leik…. AccringtonStanley leikinn…

        Nú er veriða ð auglýsa leikina á 8.99 pund ég keypti þá á £17.99…

        argh… sé eftir þessu

        • Finnur skrifar:

          Ég borgaði með glöðu geði. 🙂

          • Ari S skrifar:

            ÉG missi af þeim öllum, það sem ég er að meina.

          • Finnur skrifar:

            En það styrkir gott málefni (klúbbinn okkar). Það er það sem ég meina. 😉

        • Ari S skrifar:

          Kannski maður nái tveimur leilkjum um helgina…. sry neikvæðnina félagar… 🙂

  3. Ari S skrifar:

    Enn og aftur frábær samantekt, takk innilega…

  4. albert gunnlaugsson skrifar:

    Takk takk fyrir að halda okkur upfærðum 😀

  5. Orri skrifar:

    Flott samantekt hjá þér takk kærlega fyrir þetta.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Ég er svo hræddur um að ef maður horfir á hann í „endursýningu“ snemma á fimmtudag að þá sjái maður úrslitin óvart á heimasíðunni eða á evertontv síðunni.
    Er ekki bara best að horfa á leikinn í beinni?, hmmm, maður er nú í sumarfríi.
    Mjög spennandi leikir framundan í USA.

  7. Finnur skrifar:

    Já, þetta er erfitt. 🙂 Vonandi póstar einhver link hér (eða á upphitunarfærslunni) svo við þurfum ekki að sjá úrslitin áður en við sjáum leikina. 🙂

    Ég skal gera það ef ég verð fyrstur. 🙂

  8. Halli skrifar:

    Það hefði nú verið gaman að sjá Hörð Björgvin Magnússon spila með Juve á móti okkar mönnum næstu nótt þar sem hann er nú stuðningsmaður Everton (að sjáfssögðu) og meðlimur í klubbnum okkar

  9. Elvar Örn skrifar:

    „Once a blue… „, sagði Joey Barton á Twitter og segja miðlar að hann vilji koma til Everton á helmingi þeirra launa sem hann er á nú hjá QPR.

  10. Einar G skrifar:

    Ekki vil ég nú sjá hann þarna.

  11. Ari S skrifar:

    Sleppi því að horfa á Everton er að þetta fífl kemur í Everton.

  12. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    þessi glæpahundur vildi ekki koma til okkar þegar honum bauðst það og hann er ekki þess verður að fá að klæðast bláu!

  13. Baddi skrifar:

    Sælir félagar, er ekki að fara að styttast í aðra útferð bara spyr, ég er klár kv Baddi.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Ég er mjög spenntur fyrir því jú. Förum endilega að skoða það. Er ekki Finnur til í að búa til nýjan þráð með það bara?

  15. Finnur skrifar:

    Jú, geri það við fyrsta tækifæri.

  16. Hallur j skrifar:

    Sælir kappar endilega henda i ferð þar sem en meiri skemtu og annarskonar vitleysa með viðeigandi drykkju og stærri sigri hjá okkar liði

  17. Ari G skrifar:

    Hæ er ekki frekar mikið að borga 15 millur fyrir Mc Carthy. Er hann svona góður þekki eiginlega ekki mikið til hans. Finnst að Everton ætti að fara rólega í svona kaup. Spái Everton sigri á móti Juventus 3:2 Mörkin Jelavic, Miralles og Barkley.