Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hópurinn virðist halda sér - Everton.is

Hópurinn virðist halda sér

Mynd: Everton FC.

Martinez mætti í blaðamannaviðtal á dögunum og þar var ýmislegt rætt en helsta athygli vakti að hann staðfesti að ekki er útlit fyrir að Baines og/eða Fellaini séu á leiðinni frá félaginu. Ég hlustaði vel eftir spurningunni og líka svarinu til að vita hvort rétt væri að tilboð hefði í raun borist í þá tvo þar sem ég vildi heyra það frá stjóranum sjálfum. Spurningin var eitthvað á þessa leið: „You’ve mention speculation… there continues to be speculation about Fellaini and Baines — [have] there been any firm bids, any firm interest in the pair of them?“ og svarið var: „Not at all. Not at all. And I know that’s not something you want to hear but it is clearly what has been (the case) in the last two weeks„.  Ég les úr þessu: Það barst formlegt tilboð (ekki víst með upphæð) en því var neitað og málið þar með saltað (allavega í bili).

Hann var einnig spurður um Jelavic: „Anything happening with that Jelavic link and Hamburg as well?“ og svarið skýrt og skorinort: „No, no„. Mér sýnist þetta staðfesta að Jelavic orðrómurinn er aðeins það: orðrómur.

Það styttist annars í næsta vináttuleik en hann er á útivelli gegn Blackburn á laugardaginn kl. 13:00 og hægt er að sjá hann í beinni. Þetta verður líklega fyrsti vináttuleikurinn þar sem Martinez hefur úr öllum hópnum að velja en landsliðsmennirnir sem fengu aukafrí sökum anna eiga allir að vera mættir á svæðið. Leikmenn eru auk þess komnir úr æfingabúðum frá Austurríki þar sem þeir tóku þrjár æfingar á dag, allar með bolta frá fyrsta degi, sem var ekki raunin undir stjórn Moyes — sem lagði ofuráherslu á úthaldsæfingar frá byrjun og innleiddi ekki boltaæfingar fyrr en síðar (og hefur verið mikið gagnrýndur fyrir í blöðum undanfarið). Osman sagðist í viðtali njóta þess að æfingar snúist meira um boltatækni og er hrifinn af nýju mönnunum og sagði aukna bjartsýni og kraft fylgja þeim.

Og talandi um nýju mennina en Jordi Cruyff sagði í viðtali að það væri merkilegt að Barcelona hefði sýnt Martinez það traust að lána Deulofeu til Everton. Hann sagði jafnframt: “It’s a hell of a move. He was very sought after by clubs such as Borussia Dortmund and Valencia. Barcelona are not usually eager to loan out players, especially not their biggest talents because they want to keep them close and playing the Barcelona way. They don’t want other styles to affect their progress. The fact they put him in Roberto’s hands means they trust him and think he will fit in with their style of play. You must understand he is one of the better talents at Barcelona and in La Liga. I would say I was proud for Roberto that Everton got him but, honestly, also a bit surprised.

Graeme Sharp fór einnig fögrum orðum um Antolin Alcaraz og sagði að hann ætti eftir að reynast vel enda fjölhæfur og sterkur leikmaður. Hann ætti þó ekki sæti víst í liðinu þar sem Everton er með fimm manna varnarteymi (markvörður og varnarmenn) sem hefðu á síðasta tímabili náð fjórða besta árangri varna í deildinni með aðeins 1.05 mörk að meðaltali í leik.

Það verður því spennandi að sjá hvernig Martinez stillir upp liðinu í fyrsta leik en aðstoðarmaður hans viðurkenndi að mögulega verði Baines og Coleman notaðir framar á vellinum, sem „wing backs“ en ekki sem bakverðir.

En þá að öðru: Conor Grant, 18 ára vinstri kantmaðurinn í U21 árs liðinu, skrifaði undir tveggja ára atvinnumannasamning við Everton á dögunum og sagði að draumur hans væri að rætast en hann hefur verið stuðningsmaður Everton frá blautu barnsbeini. Alltaf gaman að sjá guttana úr bakgarðinum fá tækifæri í akademíunni og svo með liðinu. Gott dæmi um slíkt er sóknarmaðurinn tvítugi, Conor McAleny, sem hefur verið við jaðarinn á aðalliðinu (og fengið sénsa sem varamaður) en hann skrifaði undir lánssamning við Brentford fyrir næstu 6 mánuði.

Martinez sagði við þetta tilefni: “Conor has been doing really well in pre-season. He’s a boy that’s got a real talent and a real knack for scoring goals out of nothing and that’s something that in football is rare to have. For Conor, the next stage is to play some first team football and we’ve got that opportunity to do it at Brentford, a setup that is very well run and manager that is going to allow Conor to develop. We are very happy to be able to allow Conor to go and play his football and to carry on his development in a very controlled environment and in a positive environment”. Stjóri Brentford, Uwe Rosler, sagði jafnframt: “Conor is a goal scorer. He is a player who can operate deeper if required and score from there and he can play in a 4-3-3 or a 4-4-2. He is a very versatile forward and I think he will add goals to our squad. He is a good finisher and doesn’t need many chances to score„. Þess má auk þess geta að McAleny var meiddur hluta úr tímabilinu síðasta en tókst þó að skora 10 mörk með U21 árs liðinu.

Áður en við yfirgefum ungliðana alveg er rétt að benda á að Kevin Sheedy ræddi um sigur U18 ára liðsins á Gothia Cup í Svíþjóð og hvaða þýðingu það hefði fyrir þá.

Í lokin er rétt að geta þess að hægt er að kaupa nýju treyjuna á netinu en hún var nýlega tekin í sölu í Everton Two búðinni og það var algjörlega fullt út úr dyrum og löng biðröð þegar Arouna Kone og Mirallas mættu á staðinn til að árita seldar treyjur (sjá myndasafn).

Slúðurdeildin á netinu tengdi Everton við Ashley Williams, Hector Moreno, Alessando Matri og Mory Kone og var Martinez sagður hafa boðið 1M í þann síðastnefnda sem er franskur U19 ára landsliðsmaður. Jelavic var auk þess tengdur við tilboð frá Hamburg en mér sýnist sem ekkert sé hæft í þeim fréttum eins og fram kom hér að ofan.

Og svo rúsínan í pylsuendanum: smá bloggfærsla um nýja scout-inn okkar, Kevin Reeves, og þá leikmenn sem hann hefur fundið á undanförnum árum.

Comments are closed.