Undirbúningurinn að hefjast

 Mynd: Everton FC.

Martinez kom inn á leikmannamál í viðtali við Everton TV og greindi frá því að hann væri fyrst og fremst að líta til þess að styrkja liðið en ekki sífellt að horfa yfir öxlina að sjá hvort hann sé að missa einhvern úr liðinu. Fréttamiðlar slá því sem föstu að hann hafi bæði Alcaraz og Kone hjá Wigan í sigtinu og Martinez neitaði því ekki, enda „eru þetta leikmenn sem ég þekki mjög vel“, og bætti við: „Ég hef unnið mikið með þeim og veit að þeir vita hvernig á að spjara sig í Úrvalsdeildinni og í breskum fótbolta yfirhöfuð“. Meiningin er að ná inn 3-4 leikmönnum, líklega einum í hverri stöðu (mark, vörn, miðju og sókn), en mestu máli skipti að fá menn með rétt hugarfar inn sem geta gefið liðinu sveigjanleika. Graeme Sharp tjáði sig um Arouna Kone og sagði hann myndi spjara sig vel með Everton og minnti á hversu mikinn usla hann hefði gert í vörn Everton þegar liðin mættust; svo mikinn að Moyes hefði verið þvingaður til að sérstaklega gera breytingu á vörninni vegna hans, sem gerðist nú ekki oft undanfarið tímabil.

Klúbburinn birti einnig viðtal við Howard Kendall, sem var kátur með ráðninguna á Martinez og sagði að stuðningsmenn myndu taka fagnandi þeim leikstíl sem Martinez stendur fyrir (sóknarbolta) og að þetta sé rétti hárréttur tími fyrir Martinez að „step up to the big time“ eins og hann orðaði það.

En þá að undirbúningstímabilinu en leikmenn eru nú að koma aftur úr sumarfríum til að hefja undirbúninginn. Osman kom brúnn og sællegur úr fríinu og ræddi í viðtali um nýja stjórann og hvernig komandi átök leggist í hann. Executioner’s Bong fjallaði einnig um undirbúningstímabilið undir handleiðslu Martinez, hversu miklu máli undirbúningstímabilið skipti, hvað virki, hvað ekki og hvort áherslumunur verði á milli Moyes-ar og Martinez-ar. Athyglisverð lesning að vanda.

Hægt verður að horfa á 6 leiki undirbúningstímabilsins í beinni útsendingu á netinu. Hver einstakur leikur kosta 4 pund, þrír leikir kosta 9 pund en 6 leikir saman í pakka kosta 18 pund (6 punda afsláttur).

Leikirnir sem um ræðir eru (allt á útivelli):

Austria Vín – 14. júlí, tími dags auglýstur síðar.
Accrington Stanley – 17. júlí, kl. 18:45.
Blackburn Rovers – 27.  júlí, kl. 13:00
Juventus – 31. júlí, kl. 19:00.
Real Madrid/LA Galaxy – 3. ágúst, tími dags auglýstur síðar.
Chelsea/Valencia/Inter/AC Milan – 6./7. ágúst, tími dags auglýstur síðar.

Klúbburinn birti jafnframt upphitunarfærslur fyrir þá væntanlegu mótherja sem ekki var búið að fjalla um: Valencia og Chelsea (en hægt er að sjá eldri lista yfir fyrri færslur hér).

Að lokum má geta þess að Luke Garbutt, vinstri bakvörður U21 árs liðs Everton sem og landsliðsbakvörður enska U20 ára liðsins, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Everton sem gildir til sumarsins 2015. Gott mál.

Hvernig leggst undirbúningstímabilið annars í fólk?

10 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Og eitt við þetta að bæta: Miðað við hvernig Martinez talar er bara tímaspursmál hvenær Arouna Kone verður kynntur til sögunnar:
    http://www.goal.com/en-gb/news/2892/transfer-zone/2013/07/04/4093320/incoming-kone-is-at-his-peak-insists-everton-boss-martinez

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef Martinez ætlar að fá einn mann í hverja stöðu, þá hlýtur Kone að vera sá sem hann ætlar að fá í sóknina. Maður fyllist bara bullandi bjartsýni fyrir tímabilið að fá nærri þrítugan miðlungsgóðann sóknarmann. Og svo væntanlega Alcaraz (líka þrítugur) í vörnina, hverjir skyldu þá verða fengnir í hinar stöðurnar?? Jordi Gomez og Mike Pollit kannski.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Varnarmaður er sterkastur um og eftir þrítugt svo það er ekkert sem mælir á móti því að fá Alcaraz. Að fá Kone fyrir 5 mills þegar hann er á peak á sínum ferli er bara besta mál. Hinsvegar tel ég að klúbburinn þurfi einn sóknarmann í viðbót og er ég einnig viss að Jelavic muni koma sterkur inn í ár.
    Engin ástæða til svartsýni finnst mér. Það er ennþá enginn farinn og við erum líklega komnir með góðan stjóra.
    Bara spennandi tímar framundan finnst mér.

  4. Finnur skrifar:

    Vel mælt Elvar. Glasið er ekki alltaf hálf-tómt.

    Minni á að Distin var að detta í það að verða 32ja ára þegar hann kom til okkar og hann er búinn að reynast algjörlega frábærlega. Kone skoraði auk þess 11 mörk í 33 leikjum fyrir lið sem féll á síðasta tímabili. Það er ekki slæmt og það sást á síðasta tímabili að ekki skortir færin hjá Everton — vantar bara einhvern til að slútta. Aldrei að vita nema Kone sé sá maður — hef enn trú á Jelavic samt.

    Klúbburinn birti annars frétt þar sem fram kom að leikmenn eru mættir á æfingasvæðið.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/04/the-blues-are-back
    Það sem mér fannst athyglisverðast var að Magaye Gueye var þar á mynd. Ég sá einhvers staðar að lán hans hjá Stade Brest í Frakklandi væri minna svona öðlast-reynslu-lán og meira kaup-leigu-samningur, en það lítur út fyrir að það sé misskilningur því hann er enn samningsbundinn Everton til sumars 2015, skv. vefsíðunni.

  5. albert gunnlaugsson skrifar:

    Hef aldrei verið bjartsýnni á komandi timabil áður!

  6. Elvar Örn skrifar:

    Jæja, þá er búið að ráða nokkra í backroom staff:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/04/backroom-staff-appointed

  7. Finnur skrifar:

    Mikið rétt. Sjá: http://everton.is/?p=4804

  8. Gunnþór skrifar:

    held að menn ættu að halda væntingum í lágmarki þetta getur brugðið til beggja átta, skulum ekki gleyma því að Moyes er frægur fyrir að ná 120 prosent út úr leikmönnum og um það snýst þetta.

  9. Finnur skrifar:

    Það er nokkuð til í því.

    En að Arouna Kone, vildi bara bæta við að Executioner’s Bong greindi styrk og veikleika hans sem sóknarmanns:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/07/05/is-kone-the-right-man-for-everton/

  10. Halli skrifar:

    Það væri draumur að fá að mæta Real Madríd í æfingaleik