Mynd: Everton FC.
Það hafa svo sem ekki verið neinar stórar Everton-fréttir í gangi undanfarið (annað en æsifrétta-orðrómur), enda sumarfrí í enska boltanum og félagaskiptaglugginn verið lokaður. Það er að segja þangað til í dag (1. júlí), en þá opnaði glugginn formlega. Blöðin slógu því upp að United væri alveg við það að kaupa Baines, líklega þar sem búið er að blóðmjólka [ekki-]fréttina um að Fellaini væri á leið til Arsenal og velta sér upp úr öllum möguleikum á því af hverju kaupin væru ekki gengin í gegn eins og óþolinmóðir fréttaritarar héldu fram. Ég er farinn að leiða þetta hjá mér að mestu, því þetta er alltaf „alveg að fara að gerast — þú last það hér fyrst!“ í hverjum einasta glugga og svo gerist ekki neitt #geisp#. Baines sagðist hins vegar spenntur að vinna með Roberto Martinez á nýju tímabili og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé rétt.
Everton hélt General Meeting (aðalfund?) síðastliðin miðvikudag og það var ýmislegt sem þar kom fram sem mér fannst áhugaverðara. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem fundurinn er haldinn, eins og Kenwright kom inn á og var farið víða. Robert Elstone útskýrði stöðuna á fjármálum klúbbsins og tilgreindi algeng mistök sem fólk gerir þegar það ber saman rekstur Everton við önnur félög. Elstone sagði jafnframt að reksturinn væri í góðum horf um, staðan væri mun betri en margir teldu og þegar liðin eru borin saman á jafnréttisgrundvelli sést að Everton er 23. ríkasta félag í heimi. Eitt af því sem fram kom einnig var að verið væri að skoða staðsetningar fyrir nýjan leikvöll og að ekki hefði verið lokað á að deila velli með litla bróður, þó það verði að teljast ólíklegt. Hægt er að lesa nánar um það sem fram fór á fundinum hér. Af öðru má nefna að Alan Myers var ráðinn í stöðu Communications Director hjá Everton frá og með ágústmánuði.
Kenwright sagði einnig á fundinum að boðið hefði verið í tvo leikmenn en ekki var tilgreint hverjir það væru, enda engin ástæða til að láta samkeppnisaðilana vita af fyrirætlunum Roberto Martinez fyrr en um seinan (fyrir samkeppnisaðilana). Fjölmargir hafa að sjálfsögðu verið orðaðir við klúbbinn, eins og eðlilegt er á þessum tíma, en nöfnin fylgja hér á eftir fyrir þá sem vilja lesa sér meira til um þá (ég ætla persónulega að bíða með að fletta þeim upp þangað til klúbburinn hefur staðfest áhuga): Aiden McGeady, Keisuke Honda, Antolin Alcaraz, Nathan Redmond, Pierre-Emerick Aubameyang, Gerard Deulofeu, Lenny Nangis, Serge Aurier, Victor Wanyama, Bruno Ecuele Manga, Stephen Ireland sem og Arouna Kone og Alvaro Negredo, enn á ný.
Línurnar eru að skýrast svolítið hvað varðar mannaskiptin á brúnni en klúbburinn leysti þrjá úr þjálfarateymi Moyes-ar, þá Steve Round, Chris Woods (markvarðarþjálfara) og Jimmy Lumsden, undan samningum sínum en þeir koma til með að halda áfram samstarfi sínu við Moyes undir nýjum merkjum. Þetta var svo sem ekki óvænt því Robert Elstone, Everton CEO, sagði í viðtali að Martinez myndi vilja vinna með sínu eigin teymi á næsta tímabili og til stæði að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að svo gæti orðið.
Heimatreyjan fyrir næsta tímabil var kynnt á dögunum og lítur bara vel út, verð ég að segja. Rendurnar á erminni eru orðnar tvær (í stað einnar) og kraginn skemmtilegri en á þeirri gömlu, að mínu mati. Báðar þessar breytingar jákvæðar og fallegi blái liturinn heldur sér, að sjálfsögðu.
Af öðru má nefna að Matthew Pennington skrifaði undir tveggja ára samning við Everton en hann er 18 ára og á 9 leiki með U21 árs liði Everton að baki og var nýverið kallaður til liðs við enska U19 ára landsliðið. Hann getur spilað bæði stöðu miðvarðar og hægri bakvarðar. Auk þess útskrifuðust 14 ungliðar úr akademíunni og teljast því nú atvinnumenn í fótbolta með Everton og það verður spennandi að sjá hvað verður úr þeim.
Undirbúningstímabilið nálgast óðfluga og klúbburinn kynnti mótherja sína einn af öðrum: Inter Milan, AC Milan, Real Madrid, LA Galaxy, Juventus en leikið verður við þessi lið í byrjun ágúst. Leikur við Blackburn á sér stað í lok júlí, Accrington Stanley þann 17. júlí og Austria Vín þann 14. júlí.
My Likes þáttaröðin hélt áfram en nú var fókuserað á Leon Osman og Shane Duffy.
Og í lokin má til gamans geta að klúbburinn setti upp vefsíðu þar sem hægt er að gefa upp nafn og fæðingardag og fá í hendurnar Everton fæðingarskírteini (Evertonians are born, not manufactured) þar sem tilgreindir eru ýmsir atburðir í sögu Everton tengdir fæðingardegi viðkomandi. Gaman að því.
Heyrðu, já! Svo má ekki gleyma risafiskinum sem Tony Hibbert landaði. Hvað er að frétta?!
Lýst vel á að Moysarinn tók staffið með sér! Viss um að nýir menn sem koma að þjáfuninni muni gera góða hluti.
Við eigum spennandi tímabil framundan. Ég get varla beðið þessar vikur fram að móti.
BBC var að greina frá því (http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/23146298) að Martinez mætir til vinnu á morgun (mið) og er búist við því að bæði Arouna Kone (sóknarmaður) og Antolin Alcaraz (varnarmaður) verði hans fyrstu kaup sem og að forgangsatriði sé að negla niður nýjan samning við Baines. Stjóri Wigan (Coyle) sagði að Kone vilji ekki aðeins fara frá Wigan heldur vill hann helst fara til Everton og að líklega gerist eitthvað í vikunni í þeim efnum. Alcaraz er auk þess með lausan samning þannig að það ætti að vera enn auðveldara að ganga frá því. Sjáum hvað setur. Vonandi er gúrkutíðin brátt á enda.