Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Fjórar nýjar ráðningar - Everton.is

Fjórar nýjar ráðningar

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti í dag um ráðningu fjögurra aðstoðarmanna sem fylla í skarð þeirra Steve Round, Lumdsen og Chris Woods sem fylgdu Moyes til United, eins og kunnugt er.

Þeir sem ráðnir voru í staðinn heita Graeme Jones (43 ára) sem var ráðinn aðstoðarstjóri (staða Steve Round), Inaki Bergara var ráðinn markvarðarþjálfari (tekur stöðu Chris Woods), Kevin Reeves sem yfirmaður njósnadeildarinnar og Richard Evans sem „head of performance“.

Allir þessir menn eru Martinez að góðu kunnugir en þeir unnu með honum hjá Wigan og þar áður hjá Swansea en það var á því tímabili sem Kevin Reeves til dæmis fann fyrir þá James McCarthy, James McArthur og Arouna Kone.

Við bjóðum þá hjartanlega velkomna til Everton. Megi þeim farnast sem allra best í sínum nýju störfum.

6 Athugasemdir

  1. albert gunnlaugsson skrifar:

    Flott mál 🙂

  2. Ari S skrifar:

    Ég er á sömu nótum og Albert og segi…….

    Gott mál 🙂

  3. Haraldur Anton skrifar:

    Frábært.

  4. Gunnþór skrifar:

    líst vel þetta,smá eftirsjá í Steve Round.En er það bara ég að mér líst betur á þessa leikmenn sem Martinez er að skoða núna en oft áður undanfarinn ár,meiri týpur.

  5. Halli skrifar:

    Það verður fróðlegt að sjá árangurinn hjá nýjum mönnum. Ér er spenntur fyrir þeim.

  6. Finnur skrifar:

    Fyrsta Everton viðtalið við Graeme Jones er hér:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/05/jones-a-great-challenge
    Hann virðist vera með hausinn skrúfaðan rétt á. 🙂