Mynd: Everton FC.
Swansea mætti á Goodison í dag með það markmið að fá ekki á sig mark, sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að Swansea liðið hefur aldrei unnið Everton frá stofnun félagsins. Everton hóf leikinn með látum og var næstum búið að skora á upphafsmínútunum en Swansea slapp með skrekkinn. Og það í raun lýsir leiknum í heild sinni, því Everton hefði getað skorað mörg mörk í leiknum en náði ekki að setja tuðruna í netið, því miður. Lítið að gerast í sókninni hjá Swansea, sem parkeraði rútunni fyrir framan mark sitt og reiddi sig á skyndisóknir. Það var því viðeigandi að landsliðsþjálfari Spánar, sem var uppi í stúku að fylgjast með fjórum Spánverjum hjá Swansea, þ.m.t. einum heitasta sóknarmanninum, Michu, færi áður en leikurinn kláraðist þar sem Swansea átti lítið af færum og lítið af skotum sem rötuðu á markið. Everton setti góða pressu á Swansea sem virtist nóg til að þeir misstu taktinn og fóru að gera mistök sem leiddi til þess að Everton vann boltann trekk í trekk.
Uppstilling Everton var eins og ég spáði fyrir leikinn: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Miðjan: Osman og Neville. Pienaar á vinstri. Anichebe á hægri. Fellaini fyrir aftan Jelavic frammi. Bekkurinn: Mucha, Oviedo, Naismith, Hitzlsperger, Vellios, Kennedy og Duffy. Mirallas hvergi sjáanlegur. Vonandi ekki langt í hann.
Fyrsta færi Everton kom á 45. sekúndu leiksins þegar Pienaar setti upp færi fyrir Fellaini rétt utan teigs en skotið beint á markvörðinn. Pienaar átti fyrirgjöf inn í teig aðeins nokkrum mínútum síðar og Jelavic lék laglega á varnamann og náði að stýra boltanum í átt að marki. Vorm, markvörður Swansea, hrasaði og horfði á boltanum framhjá sér og var stálheppinn að sjá boltann skoppa rétt framhjá stönginni í stað þess að skoppa inn í autt markið.
Jelavic komst inn í slæma sendingu aftur á markvörð á 2. mínútu en Vorm varði meistaralega og Anichebe náði ekki að nýta sér frákastið.
Á 29. mínútu átti Fellaini skalla fyrir markið sem Anichebe náði fyrstur til, Vorm náði að slengja hendi í boltann en hann hefði skoppað yfir línuna ef varnarmaður Swansea hefði ekki náð rétt svo að bjarga. Hér hefði staðan átt að vera 2-0 ef ekki 3-0 eftir hálftíma leik.
Swansea lá í vörn mestan hluta leiks og reiddi sig á skyndisóknir en ein slík kom á 35. mínútu þegar þeir brunuðu fram og Michu skaut í átt að marki. Skotið hefði líklega farið yfir ef Howard hefði látið boltann fara en skotið fór í hendina á honum, sem minnkaði kraftinn í skotinu, og boltinn endaði í ofanverðri slánni. Líklega besta færi Swansea í leiknum en ekki mikil hætta. Eina almennilega færi Swansea sem ég man eftir í leiknum.
Coleman gerði vel þegar hann lék á tvo varnarmenn Swansea í teig þeirra hægra megin og sendi á Fellaini sem var á auðum sjó fyrir framan markið en skotið hans í fyrstu snertingu slakt og (aftur) beint á markvörðinn. Pienaar vann aukaspyrnu sem Baines sendi fyrir markið þar sem Osman stökk upp óvaldaður og skallaði langt framhjá nánast opnu marki. Ekki okkar dagur greinilega.
Everton byrjaði seinni hálfleikinn með látum, líkt og þann fyrri þegar Coleman brunaði upp kantinn og inn í teig og Phil Neville tók af honum boltanum (Coleman til mikillar armæðu) og skaut að marki en markvörðurinn varði.
Jelavic reyndi svo hjólhestaspyrnu í ákjósanlegu færi, en líkt og öll færi Everton í leiknum fór það fórgörðum líka. Jagielka átti skalla upp úr horni úr dauðafæri en boltinn fór rétt yfir. Hvað þarf að gerast til að tuðran rati í netið??
Og færi Everton létu ekki á sér standa: á 87. og 88. mínútu átti Fellaini skalla (eftir sendingu frá Pienaar) sem Vorm varði meistaralega í horn og í seinna tilvikinu þegar Jelavic fékk skyndilega boltann utarlega í teignum en hann skaut rétt yfir slána í fyrstu snertingu. Naismith átti svo skot að marki á 89. mínútu sem fór rétt yfir.
Það hallaði mjög á Swansea í leiknum en þeir stóðu af sér veðrið. Mjög frústrerandi að fylgjast með öllum þessum færum fara í súginn, sérstaklega í ljósi þess að ekkert var að gerast hinum megin. Tvö stig töpuð, enn á ný, og Swansea stálheppnir og örugglega hæstánægðir að fara heim með eitt stig á móti liði sem yfirleitt tekur af þeim öll þrjú stigin.
Everton þó enn í 5. sæti eftir daginn en Tottenham (fyrir ofan) gerði 0-0 jafntefli við botnlið QPR og West Brom (fyrir neðan) tapaði fyrir Reading. Arsenal (næsta fyrir neðan) á svo erfiðan leik við meistara Man City á morgun. Stoke gerði Chelsea stóran greiða á heimavelli með því að gefa þeim tvö sjálfsmörk á silfurfati.
Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 7, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 7, Pienaar 6, Osman 6, Neville 6, Anichebe 6, Fellaini 7, Jelavic 6. Varamenn: Vellios 5 og Naismith 5. Swansea menn fengu mest megnis fimmur og sexur, fyrir utan varnarlínu Swansea: Markvörðurinn Vorm og bakvörðurinn Rangel fengu 7 og miðverðirnir Chico og Williams voru með 8.
Sæmilega lítið að gera hjá Howard í leiknum sem og í vörninni hjá Distin og Jagielka sem moppuðu upp allt sem á þeirra vegi varð. Baines og Coleman báðir líflegir í sókninni og Baines alltaf manna fyrstur fram en svo líka manna fyrstur aftur til að stoppa skyndisóknirnir þegar sóknir Everton fóru forgörðum. Fellaini var illviðráðanlegur í loftinu eins og venjulega en þarf að stilla miðið í skotunum. Gaman að fylgjast með Pienaar og Osman báðum, þeir eru svo tekknískir og skemmtilegir að finna glufur í vörn andstæðinganna. Anichebe og Jelavic voru hættulegir í leiknum og unnu vel en uppskáru ekki eftir því. Vel flestir í liðinu fengu tækifæri á að skora sigurmarkið en engum tókst það, því miður.
0-0 jafntefli staðreynd og leikjaröðin þar með á enda: Everton skoraði ekki í 19. deildarleiknum í röð og hélt hreinu í fyrsta leiknum síðan í síðasta leik gegn Swansea (16 leikir án þess að halda hreinu). Þetta hefði átt að vera 5. sigurleikur Everton í síðustu 6. leikjum í öllum keppnum en þetta féll ekki með okkar mönnum í dag. Moyes var kátur með að halda hreinu (enda varnarmaður) en benti á að Everton hefði líklega klárað mörkin sín í 5-1 sigri á Cheltenham. Liðið væri þó að leika mjög vel og ekki skorti færin í leiknum (eins og sjá má hér að ofan).
Í öðrum fréttum er það helst að mörk Pienaar og Osman (gegn West Ham og Wigan) voru dæmd þeirra mörk (og teljast því ekki sjálfsmörk). Gott mál.
Hræðilegt að horfa uppá þetta. Swansea eru með gott lið en áttu eitt færi í leiknum. Everton má ekki við að missa stig. Everton átti leikinn ekki spurning.
Spiluðum frábærlega en einstaklega frústrerandi að ná ekki að skora. Vantar bara herslumuninn að ná meistaradeildarsæti, væri magnað að ná því en ásættanlegt að komast í evrópukeppnina. FA bikarinn er líka okkar 🙂
Við (eða Everton liðið verður) verðum bara að halda áfram sama leik. Fínn leikur hjá okkur í dag en vantaði mörkin.
Hefði þó viljað sjá Jela skora…. (þarna vinstri fótar skotið hans) kallinn fær alltaf sénsa í hverjum leik það er jákvætt.
Ég er alltaf (kannsi eins og þið öll) að hugsa um öll jafnteflin og hvað þau eru okkur dýrkeypt. Og að við værum ofar ef að við hefðum unnið eitthvað af þessum 10 leikjum.
En það má líka hugsa um að venjulega værum við með 27 stig á þessum tíma ársins og þokkalega ánægð með stöðuna…. því við erum alltaf berti eftir áramót…. 🙂
Þetta eru nú bara mínar hugleiðingar og ekki ber að taka þær alvarlega….. 🙂
Áfram Everton!
Er Moyse að fara að kaupa Kim Shin Wook sem er Kóreskur framherji ?
https://www.youtube.com/watch?v=VD4c4rJG03w&feature=youtube_gdata_player
Svekkjandi að ná ekki 3 stigum í dag en við getum svo sem ekki kvartað undan því að liðið skori ekki aðeins leikur 2 á tímabilinu sem endar á 0 hjá okkar mönnum. Elvar þeir kalla þennan hinn Kóreiska Peter Crouch
Er þetta ekki ekta Everton leikmaður? Lewis Holtby.
https://www.youtube.com/watch?v=73PK27u47bU&feature=youtube_gdata_player
Executioner’s Bong með greiningu á leiknum, sem tekur meðal annars fyrir hvort Swansea hafi í raun náð að vængstýfa vinstri væng Everton (Baines-Pienaar öxulinn):
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/01/13/tactical-deconstruction-did-swansea-tactics-nullify-our-left-side/
Elvar: Eitraðar sendingar hjá Holtby, greinilega.
Holtby mjög flottur en er hann ekki búinn að semja við spurs
Hann er með samning við Tottenham um að spila með þeim þegar núverandi samningur klárast en þeir geta samt enn selt hann þangað til það gerist, að sögn.