Hrókeringar á miðjunni

Mynd: Everton FC.

Leikurinn við Reading er að baki og mjög frústrerandi að Everton náði ekki að klára þennan leik þrisvar í fyrri hálfleik en það þýðir ekki að dvelja of lengi við þau úrslit. West Ham tókst ekki að vinna Stoke í kvöld þannig að Everton er enn í 5. sæti eftir 12 umferðir og ef einhver hefði fyrir tímabilið boðið manni 5. sætið eftir 12 leiki þá hefði maður tekið því fegins hendi þó mikill vilji alltaf meira og maður sé hundfúll eftir fína spilamennsku Everton að sjá liðið tapa jafn mörgum stigum og raun ber vitni.

Miðjan (ásamt því að klára fjölmörg dauðafæri í leikjum) hefur verið Akkilesarhæll Everton liðsins undanfarið, sérstaklega hlutverk varnarsinnaða miðjumannsins því Fellaini hefur brillerað eftir að hann var færður framar á völlinn og Gibson datt í meiðslapakka sem reyndist flóknari en fyrst var áætlað. Kafteinninn Phil Neville, sem hefur leyst af í þeirri stöðu, er nú meiddur (til margra vikna) en á móti kemur að Gibson er að koma aftur úr meiðslum og Hitzlsperger fékk sinn fyrsta byrjunarleik gegn Reading; stóð sig bara nokkuð vel og gerði sterkt tilkall til þeirrar stöðu í framtíðinni.

Barkley er auk þess kominn aftur úr láni frá Sheffield Wednesday þannig að mögulega er hægt að hrókera mönnum til að dekka þessa stöðu ef svo ber undir. Barkley byrjaði inn á í 12 leikjum með Sheffield Wednesday og skoraði fjögur mörk og stóð sig frábærlega að mati stuðningsmanna Sheffield Wednesday sem völdu hann leikmann októbermánaðar. Tim Cahill hefur auk þess lýst yfir áhuga á að koma aftur til Everton að láni, en hvort sem það gerist eða ekki fer að verða mjög erfitt að spá fyrir um hvernig miðja Everton liðsins lítur út í nánustu framtíð.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton U21 gerði markalaust jafntefli við Reading U21 í leik sem var helst markverður fyrir það að Gibson spilaði 63 mínútur þangað til honum var skipt út af fyrir sóknarmann (Hallam Hope) til að freista þess að ná öllum stigunum þremur. Hægt er að sjá helstu atriði leiksins hér. Gott að sjá Gibson, lukkutröllið okkar, á batavegi.

Francis Jeffers, sem var seldur til Arsenal árið 2001 eftir um 60 leiki með Everton — þar sem hann skoraði 20 mörk — sagði að hann hefði aldrei átt að fara frá liðinu. Ég velti stundum fyrir mér hvort Rodwell sé næsti Francis Jeffers…

En hvað segið þið? Kát með að Gibson sé á batavegi? Viljið þið sjá Cahill taka þetta Oppa-Donovan-style og koma að láni í janúar?

11 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Það er gott að fá Gibson til baka og nei við höfum ekkert að gera með Cahill , liðið er orðið svo vel skipandi að hann á ekkert í það.

  2. Gunnþór skrifar:

    vill frekar fá Donovan í janúar

  3. Ari skrifar:

    Gestur auðvitað tökum við vel á móti Cahill ef hann vill koma…….:) Við vitum allir að hann er ekki að fara að hoppa beint í liðið og er kannski ekki eins beittur og hann var fyrir tveimur árum en Everton er ekki beint að springa úr leikmannafjölda og hann myndi breikka hópinn. Kannski að dvöl Cahill í USA hafi skerpt á honum aðeins. Og við eigum einn leik eftir gegn Liverpool fínt að hafa hann með í þeim leik.

    Ég myndi einnig bjóða Donovan velkominn, hann myndi breikka hópinn.

    Og svo erum við að fá Barkley og Gibson aftur, allt er þetta jákvætt.

  4. Orri skrifar:

    Ég er sammála Ara við eigum að skoða þetta með opnum hug.Að fá Gibson aftur eru frábært fyrir okkur.

  5. Baddi skrifar:

    Cahill og Donovan eru að sjálfsögðu velkomnir að mínu mati.Eins og Ari vinur segir gott að eiga Cahill inni á móti liverpool, og Ari kíkja á ÖLVER.

  6. Halli skrifar:

    Gallinn við að fá Cahill að láni er að þetta eru ekki nema 2 mánuðir og í hans síðasta leik fékk hann beint rautt á móti Newcastle og byrjar þá í 3 leikja banni svo að þetta er takmörkuð nýting en ég mundi vilja fá hann þvílík barátta sem fylgir einum manni. Hann og Neville hafa eitthvaðmeð sér sem drífur liðið áfram þegar ílla gengur hefði ekki verið gott að vera með Neville í seinni hálfleiknum á móti Reading ég er klár á að við hefðum ekki tapað með hans baráttuvilja inná vellinum.

  7. Finnur skrifar:

    Nú þarf Jagielka að stíga upp og sýna leiðtogahæfileika í fjarveru Neville.

  8. Eyþór skrifar:

    Algjörlega!

  9. Ari G skrifar:

    ÉG VILL alls ekki fá Cahil aftur fannst hann ekki góður síðustu árin með Everton. Hann hefur baráttuvilja en hann hægir á leik Everton. Vill prófa Barkley fyrst hann er kominn AFTUR spilar hann ekki framarlega á miðju? Vill endilega hafa Þjóðverjann aftur sem aftasti miðjumaður. Vonandi kemur Miralles aftur um helgina.

  10. Ari G skrifar:

    Svo er líka annar möguleiki. Jagielka hefur spilar sem aftasti miðjudagur er mjög góður í þeirri stöðu. Þá gætu Heitinga og sylvia Distans spilað fyrir aftan mundi henta vel á móti sterkari liðunum.

  11. Finnur skrifar:

    Heitinga hefur líka spilað sem aftasti miðjumaður. Grunar að Moyes myndi frekar „fórna“ honum úr vörninni en Jagielka.