Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Newcastle - Everton.is

Everton vs. Newcastle

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur er á mánudaginn við Newcastle á heimavelli kl. 19:00.

Þessi lið hafa leikið 162 leiki (sá fyrsti árið 1898) samtals og helminginn af þeim (81) á heimavelli Everton. Vinningshlutfall Everton þar er 56% : 19% : 26% (sigrar : jafntefli : töp). Það eru 6 ár síðan Everton vann síðast fyrstu tvo heimaleikina sína á timabilinu en það gerðist tímabilið 2006/07 eftir sigra á Watford og Liverpool. Vermaelen hjá Arsenal er síðasti leikmaður annars liðs til að skora á Goodison Park og það gerðist í mars á síðasta ári. Athyglisvert.

Everton hefur síðan í apríl 2003 aðeins tapað einum af síðustu 9 leikjum gegn Newcastle á Goodison Park (unnið 6 og gert tvö jafntefli). Markatalan í þeim viðureignum er 18-8 en það helst í hendur við söguna frá upphafi því Everton skorar að jafnaði 2 mörk í leik gegn Newcastle á Goodison (1.94 mörk per leik hjá Everton og 1.16 hjá Newcastle). Á síðasta ári slökkti Everton eftirminnilega rostann í Alan Pardew sem sagði fyrir leikinn að Newcastle væri í öðrum gæðaflokki en Everton (eins og Jagielka kom inn á á dögunum) en þeir áttu þá, með sigri, möguleika á að tryggja sér 4. sætið í deildinni. Everton fór þó illa með Newcastle í þeim leik og vann öruggan 3-1 sigur með mörkum frá Heitinga, Pienaar og Jelavic, sælla minninga. Það kom svo reyndar á daginn að 4. sætið hefði ekki einu sinni dugað þeim því Chelsea vann meistaradeildina og fékk að verja titilinn, á kostnað Tottenham sem endaði í 4. sæti eftir allt saman. Þess má til gamans geta að myndin hér að ofan er af marki Cahill gegn Newcastle undir lok 2004/05 en það mark fór langt með að tryggja okkur 4. sætið á því tímabili.

Það er nokkuð um meiðsli í herbúðum Newcastle en þeir eru ekki með náttúrulegan hægri bakvörð ómeiddan í liðinu eftir að Danny Simpson fór meiddur af velli í síðasta leik. Einnig meiddust fyrirliðinn Coloccini (miðvörður) og markvörður þeirra, Tim Krul, í landsliðstörninni sem var að ljúka en sá síðarnefndi var sagður kannski eiga möguleika í leikinn. Sama gildir ekki um Sammy og Shola Ameobi, sem báðir eru meiddir á læri, né Ryan Taylor sem meiddist á hné. Cheik Tiote mun verða metinn á leikdag.

Það ætti að henta Baines og Pienaar vel að Anita mun líklega leika sem hægri bakvörður Newcastle en er óreyndur í þeirri stöðu. Vonandi ná þeir að nýta sér það en Newcastle hefur aðeins náð að halda hreinu í einum af sínum 9 leikjum á tímabilinu (þar með talið undirbúningstímabilinu). Þeir hafa jafnframt fengið á sig mark í öllum þremur deildarleikjunum hingað til.

Hjá okkur ku allir vera heilir en Pienaar og Gibson eru sagðir hafa hrist af sér þau meiðsli sem hrjáðu þá í landsleikjahléinu. Það eru mjög góðar fréttir og vonandi að rétt reynist enda báðir mjög mikilvægir hlekkir í liðinu. Executioner’s Bong tók framlag Gibson fyrir á dögunum og það er mjög áhugaverð lesning.

Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Neville. Gibson og Osman á miðjunni, Pienaar til vinstri, Mirallas til hægri og Fellaini fyrir aftan Jelavic frammi. Ég skýt á að Mirallas verði valinn fram yfir Naismith en held þeir eigi svipaðan möguleika. Ef Gibson er ekki orðinn nógu góður mun Neville líklega taka hans stöðu og Hibbo koma inn í hægri bakvörð í stað Neville. Uppfærsla kl. 14:15: Moyes var að greina frá því að Gibson komi til með að missa af leiknum við Newcastle og næstu þremur til fjórum leikjum þar á eftir en Pienaar á hins vegar að vera heill heilsu.

Í öðrum fréttum er það helst að Ross Barkley hefur verið lánaður út til Sheffield Wednesday í einn mánuð (til að byrja með) með það fyrir augum að öðlast meiri reynslu en hann fengi annars við að sitja á varamannabekknum.

12 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Slæmar fréttir: Gibson missir af leiknum við Newcastle og verður líklega ekki orðinn góður fyrr en í byrjun næsta mánaðar.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/09/14/gibson-to-miss-newcastle

    🙁

  2. Teddi skrifar:

    Fínn upphitun.

    Eins og það er nú skemmtilegt að fá mánudagsleik er glatað að þurfa að bíða eftir sínu liði að spil’ann. 🙂

    Hefð fyrir markaleikjum á kvöldin svo ég spái 2-2.

  3. Finnur skrifar:

    Nákvæmlega! 🙂
    Spái 2-1 sigri.

  4. Gunnþór skrifar:

    spái 3-1 fyrir everton

  5. Elvar Örn skrifar:

    Gunnþór, þú ert alveg magnaður, hvar er svartsýnin núna?
    Skemmtilegt að komast í þriðja sætið með sigri, það væri allt í lagi, hmmm.
    Spái 1-0 fyrir Everton.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Eigum við að ræða þennan leik eitthvað?

  7. Gunnþór skrifar:

    þetta var rán,miklu betra liðið en svona er fótboltinn. veit einhver um meiðslin á jelovic

  8. Finnur skrifar:

    Elvar, ég bara varð að ræða leikinn — það er ekki hægt að fara á Goodison og halda svo bara kjafti. 🙂 (sjá nýjustu færsluna). 🙂

    Og jú, við þurfum að láta vita af okkur, klárlega. Getum rætt þetta á fundinum á laugardaginn.

    Gunnþór: Mikið rétt. Alveg sammála. Hef ekkert heyrt um meiðslin á Jelavic en ég hef líka mestmegnis verið Internetlaus síðan um helgina (bilaði þráðlausa netið á Hilton hótelinu!). Ég þarf klárlega að reyna að grynnka á Everton fréttunum á morgun — hef ekki náð að gera það almennilega ennþá síðan ég skrifaði síðustu færslu.

  9. Finnur skrifar:

    Elvar, ég var að senda þeim póst þarna á efcfeelinblue.com. Sjáum hvað þeir segja.

  10. Finnur skrifar:

    Elvar: Þeir bara birtu póstinn. 🙂
    http://efcfeelinblue.com/the-official-everton-fan-club-of-iceland/

  11. Ari skrifar:

    Þetta er fott hjá þér Finnur:)