Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Malaga á morgun. Opinn umræðuþráður - Everton.is

Malaga á morgun. Opinn umræðuþráður

Mynd: Everton FC.

Á morgun keppir Everton við Malaga á Spáni en þetta er síðasti vináttuleikurinn á undirbúningstímabilinu (svo vitað sé) og verður sýndur beint á Everton TV gegn vægu gjaldi (3.99 pund). Malaga eru verðugir andstæðingar en þeir lentu í fjórða sæti í spænsku deildinni og eru með nokkra þekkta landsliðsmenn innanborðs. Fyrsti leikur Everton á tímabilinu 2012/13 nálgast annars óðfluga en hann er mánudaginn 20. ágúst kl. 19:00. Leikið verður á Goodison Park gegn Manchester United.

En þá er ekki úr vegi að líta aðeins yfir helstu fréttir liðinnar viku. Þar ber náttúrulega hæst góðgerðarleikur Tony Hibberts sem tók sig til og skoraði mark, sælla minninga. En það var ýmislegt annað markvert sem féll í skuggan af þessum merka áfanga hjá Hibbert.

Til dæmis voru Leighton Baines, Phil Jagielka og Jack Rodwell kallaðir til liðs við enska landsliðið sem mætir Ítölum í vináttuleik í næstu viku (á miðvikudaginn). Þetta er í fyrsta skipti sem Rodwell fær kallið eftir að hafa meiðst í sigurleik Englands gegn Spáni. Aðrir landsliðsmenn sem gætu leikið í næstu viku með sínum landsliðum eru: Naismith (Skotlandi), Heitinga (Hollandi), Fellaini (Belgíu), Mucha (Slóvakíu), Coleman og Gibson (báðir með Írlandi).

Ungstirnið George Green var jafnframt kallaður til liðs við U17 ára liðið enska sem mætir Ítölum, Portúgölum og Tyrkjum síðar í mánuðinum. Green hefur leikið með U16 ára liðinu og er nú klár í slaginn með næsta árgangi fyrir ofan.

Toffeeweb birti bráðskemmtilega tölfræði um hversu mikið stuðningsmenn fá fyrir peninginn þegar þeir kaupa ársmiða á völlinn með félögum sínum. Þar er tekið saman verð á ársmiða og deilt með fjölda sigra til að fá út hversu mikið stuðningsmenn þurfa að borga til að sjá sína menn sigra á heimavelli. Efst á blaði er Man City með 23.61 pund fyrir hvern sigurleik, enda stilla þeir miðaverði í hóf og unnu auk þess 95% heimaleikja sinna. Newcastle (33 pund) og Man United (35.47 pund) eru ekki langt undan en Everton lenti í 5. sæti með 44 pund per sigurleik. Reyndar telst Southampton vera í sætinu fyrir ofan Everton, sem maður setur kannski spurningamerki við þar sem þeir sigurleikir voru í ensku B-deildinni. Í neðstu sætunum þremur eru Arsenal (82 pund), Liverpool (121 pund) og West Ham (123 pund) en West Ham er eins og kunnugt er einnig nýkomið upp úr B-deildinni.

Í lokin má svo geta þess að varaliðið keppti við Bangor City fyrir um viku síðan og vann 6-0. Hallam Hope skoraði tvö mörk í leiknum en Barkley, Conor McAleny og John Lundstram skoruðu eitt hver. Eitt mark sem Chris Long skoraði var metið sjálfsmark hjá markverði Bangor. Conor McAleny er annars sagður vera við það að skrifa undir langtímasamning við Everton en sóknarmaðurinn efnilegi hefur verið á mála hjá félaginu síðan hann var 11 ára. Samningur hans við Everton rann út í sumar. Beðið er staðfestingar frá klúbbnum.

Malaga leikurinn er á morgun kl. 19:00. Ekki missa af honum. Orðið er annars laust í umræðuþræðinum fyrir allt það sem brennur á ykkar Everton hjarta.

3 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Þess má svo geta að Moyes sagði að Jagielka og Distin hafi verið að glíma við smávægilega tognun í læri í vikunni og fengið aukahvíld til að ná að jafna sig. Þeir ættu að vera orðnir góðir núna.

  2. Finnur skrifar:

    Gleymdi líka að minnast á að EA Sports framlengdi samning sinn við Everton um ár í viðbót…
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/08/06/ea-sports-sign-up-with-the-blues

  3. Finnur skrifar:

    Uppfærsla: Darron Gibson meiddist í leiknum við AEK og hefur beðist undan að spila vináttuleik Íra.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/08/11/injured-gibson-out
    Hann missir þá af Malaga leiknum í kvöld en vonandi er þetta ekkert alvarlegt og hann orðinn góður fyrir United leikinn.