Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Árangurinn síðan Jelavic kom - Everton.is

Árangurinn síðan Jelavic kom

Ég tók snögglega saman árangurinn í deildinni frá því að keyptum Nikica Jelavic:

7 sigrar: Man City, Chelsea, Tottenham, Swansea, West Brom, Sunderland og Fulham, þar af 4-0 sigrar í tveimur síðastnefndu leikjunum!

6 jafntefli: Wigan, QPR, Norwich, Man United, Stoke og Wolves.

2 töp: Liverpool og Arsenal.

Og það sem meira er: Af þessum tveimur töpum þá hvíldum við lykilmenn gegn Liverpool (fyrir bikarleik gegn Sunderland) og Arsenal menn voru stálheppnir með að fara með öll þrjú stigin úr sínum leik.

Þetta gera samtals 27 stig úr 15 leikjum og ef við yfirfærum það yfir á heilt tímabil (38 leikir) þá gæfi þetta 68 stig sem þýddi að við værum í spennandi keppni um sæti í meistaradeildinni (Arsenal er þessa stundina með 67 stig í 3. sæti).

Skemmtilegar pælingar, sérstaklega það að við erum á þessu tímabili að vinna liðin fyrir ofan okkur (City, Chelsea og Tottenham) og gera jafntefli við Man United á útivelli. Það er þó hægara sagt en gert að ná svona hagstæðum úrslitum með svona lítinn mannskap gegnum heilt tímabil — en tókst þó fyrir ekki svo mörgum árum þegar við enduðum í 4. sæti. Nú er bara að vona að næsta tímabil byrji vel og þá er aldrei að vita hvað gerist.

Comments are closed.