Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Sunderland vs. Everton (FA bikar) - Everton.is

Sunderland vs. Everton (FA bikar)

Á morgun (þri) kl. 19:00 mætum við Sunderland á útivelli í endurteknum leik 8 liða úrslita í FA bikarnum. Það er til mikils að vinna því með sigri mætum við Liverpool á Wembley. Það þarf þó að leggja Sunderland að velli fyrst, sem verður alls ekki auðvelt.

Við mættum þeim heima í bikarnum á dögunum á Goodison, eins og kunnugt er, í leik þar sem Drenthe átti að fá víti strax á 8. mínútu en dómarinn (sem sá atvikið vel) sýndi það þá (og síðar í leiknum) að hann virtist ekki alveg með reglurnar á hreinu. Leikar fóru 1-1 eftir að markvörður Sunderland kom þeim oft til bjargar.

Hjá Sunderland eru miðjumennirnir Cattermole og Sessegnon komnir aftur, eftir að hafa verið í banni á móti okkur síðast en í staðinn eru þeir nú í vandræðum með varnarmennina sína, en John O’Shea, Kieran Richardson, Titus Bramble og Wes Brown eru allir líklega frá. Þeir þrír síðastnefndu voru reyndar líka meiddir í síðasta leik, en John O’Shea bættist við þann hóp nýlega.

Hjá okkur er Pienaar ekki löglegur í bikarnum og Rodwell og Coleman eru meiddir (að öllum líkindum). Moyes gaf jafnframt í skyn að 1-2 leikmenn yrðu metnir síðar hvort þeir væru leikfærir. Lét það liggja milli hluta hverjir það yrðu enda vildi hann ekki sýna andstæðingunum spilin. Ég ætla að giska á að það sé Gibson. Fellaini og Cahill hvíldu hluta leiks og bæði Heitinga og Stracqualursi nánast allan leikinn.

Líklegt byrjunarlið 4-4-1-1: Howard, Baines, Heitinga, Distin, Hibbert. Drenthe Anichebe á vinstri kanti og Osman á hægri, Fellaini, Neville á miðjunni (nema Gibson verði heill, þá fer Neville mögulega í hægri bakvörðinn). Cahill fyrir aftan Jelavic frammi. Uppfærsla 27.3.2012: Drenthe fékk leyfi til að fara til Hollands í „samúðar“-leyfi að sinna ótilgreindum fjölskyldumálum. Ég myndi í staðinn fyrir Drenthe vilja sjá leynivopnið okkar, Gueye, á vinstri kantinum en mig grunar að Moyes komi til með að velja Anichebe á vinstri kantinn í staðinn. Hvort sem verður, þá verður þetta eitthvað skrautlegt á kantinum í fjarveru bæði Pienaar og Drenthe…

Það var gott að vinna Swansea á Liberty Stadium (eitt fárra liða á tímabilinu sem hafa unnið þar) og vonandi var það merki um hvað koma skal á útivelli í næsta leik. Áfram veginn! Wembley í augsýn.

Comments are closed.