Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Swansea – Everton - Everton.is

Swansea – Everton

Við eigum deildarleik við Gylfa Þór (sjá mynd) og félaga í Swansea á þeirra heimavelli á morgun (lau) kl. 15:00. Swansea er það lið sem þykir spila einna mest spennandi bolta í deildinni þetta árið og þeir hafa aðeins tapað tveimur á heimavelli á tímabilinu (gegn Manchester Utd og Norwich). Síðasta heimaleik unnu þeir 1-0, á móti Manchester City.

Fyrri leikur liðanna á Goodison fór 1-0, Everton í vil, í leik sem við sýndum frábæra baráttu um allan völlinn og vængstífðum þá algjörlega. Osman skoraði eina markið með skalla eftir horspyrnu frá Drenthe. Yfirburðirnir voru slíkir að Swansea menn náðu varla inn fyrir teig til að skjóta og áttu aðeins einn skallabolta að marki. Þetta var eini leikurinn við Swansea sem Everton hefur spilað í síðari tíma, en Swansea hefur aldrei (í 14 leikjum frá stofnun félagsins) náð að leggja Everton að velli. Þeir eru þó í fantaformi eftir að hafa unnið þrjá í röð (Fulham, Man City og Wigan) án þess að fá á sig mark. Eina liðið sem hefur fengið færri mörk á sig heima en Swansea (10) er Man City (7). Gylfi hefur auk þess verið í fantaformi en hann er kominn með fimm mörk í 9 leikjum, jafn mörg mörk í deild og Andy Carroll hefur skorað í 32 leikjum með Liverpool.

Hjá okkur eru Coleman og Rodwell meiddir en Gibson mögulega kominn aftur og gæti því spilað. Hjá Swansea er miðvörðurinn og fyrirliðinn Williams að jafna sig af ælupest en spilar líklega. Nathan Dyer (hægri kanti) er í banni og Kemy Agustien er sagður meiddur.

Nú er stóra spurningin hvernig Moyes stillir upp liðinu því líkt og á móti Liverpool er bikarleikur (sem færa má aftur rök fyrir því að sé stærsti leikur tímabilsins hingað til) aðeins örfáum dögum síðar. Það er því líklegt að Moyes hvíli einhverja lykilmenn (eins og á móti Liverpool), þrátt fyrir að ákjósanlegast sé að fara inn í bikarleikinn með sigur í farteskinu. Það er erfitt að spá fyrir um hverja hann muni hvíla en ég held að svipað byrjunarlið verði upp á teningnum og byrjaði gegn Arsenal. Held að Hibbert haldi sæti sínu og Neville verði á móti notaður í bikarleikinn (gæti orðið öfugt). Jagielka kemur líklega inn fyrir Distin. Pienaar verður pottþétt á vinstri kantinum þar sem hann er ekki löglegur í bikarnum. Ef Gibson er orðinn heill skýt ég á að hann komi inn við hlið Fellaini og Osman færi sig í stöðu Cahill (sem hvílir þá fyrir bikarleikinn). Ekki ólíklegt að Stracqualursi komi inn á fyrir Jelavic og spurning með hvort Drenthe verði hvíldur — sérstaklega ef Coleman verður orðinn klár í leikinn. Kemur allt í ljós á morgun.

Í öðrum fréttum er það helst að Denis Stracqualursi var valinn leikmaður febrúarmánaðar en hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum sem innsiglaði m.a. sigurinn gegn bæði Chelsea og Blackpool. Og að lokum má geta þess að sóknarmaðurinn Conor McAleny lánaður til Scunthorpe til enda tímabils.

Comments are closed.