Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Bily á leið til Spartak - Everton.is

Bily á leið til Spartak

Everton staðfesti formlega í dag að samningaviðræður stæðu nú yfir varðandi sölu á rússneska miðjumanninum Dinyar Bilyaletdinov en vonast er til að þeim ljúki á innan við tveimur dögum.

Bily, eins og hann hefur verið kallaður, kom til okkar frá Lokomotiv í ágúst 2009 fyrir um eða yfir 9M punda og lofaði góðu á fyrsta tímabilinu, skoraði m.a. 7 mörk, þmt. glæsimark gegn Man United, en á næsta tímabili fækkaði tækifærunum með byrjunarliðinu og var hann oft fyrsti maðurinn út af þegar Moyes var ósáttur við gang leiksins. Hann skoraði 9 mörk í 77 leikjum, og átti það til að skora helst aðeins glæsimörk eins og markið gegn Úlfunum á síðasta tímabili bar vitni.

Bily spilaði reyndar oftast á vinstri kanti en ekki í sinni hefðbundinni stöðu, í holunni fyrir aftan sóknarmanninn (staða sem hefur verið eignuð Tim Cahill undanfarið). Hann fékk þó nokkur tækifæri til að spila "sína" stöðu á miðjunni en það virtist þó ekki breyta allt of miklu í frammistöðu hans og oft eins og hann væri farþegi í leikjum.

Sumir vilja einfaldlega meina að enski boltinn henti honum illa en hann líkti sjálfur enska boltanum við að lenda í þvottavél. 🙂 Bily sagðist jafnframt þurfa að fá að spila reglulega til að komast með Rússum á Evrópumeistaramótið. Þetta hefur því legið í loftinu um nokkurt skeið.

Enn á víst eftir að semja um söluverðið en fréttamiðlar hafa getið sér til um að það verði í kringum 5M punda. Vonandi verður hægt að nýta þá fjármuni í að styrkja liðið en við erum sérstaklega fáliðaðir í miðverðinum þessa dagana og skortir góðan markaskorara, en í báðum þessum stöðum erum við með menn (Distin og Saha) sem eru við efri mörk á aldri þegar litið er til hefðbundins fótboltaferils.

Í öðrum fréttum er það helst að Tim Howard bætti á laugardaginn met Neville Southall, í leikjafjölda í Úrvalsdeildinni með því að spila sinn 208. leik milli stangana. Hann kemst þó varla með tærnar þar sem Southall hafði hælana í heildarleikjafjölda, því Southall spilaði 578 leiki með Everton. Geri aðrir betur!

Comments are closed.