Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Bolton 1-2 - Everton.is

Everton – Bolton 1-2

Það var svolítið sérstök stemming fyrir leikinn við Bolton í gær; greinilegt að stuðningsmenn Everton væru spenntir enda fyrri helmingur tímabils blessunarlega að baki (sem er sá hluti tímabilsins sem Everton stuðningsmenn hafa undanfarin ár yfirleitt helst viljað gleyma). Tímabilið "okkar" loksins hafið með sigri á West Brom á nýársdag, lánsmaðurinn bandaríski, London Minivan (sjá mynd), orðinn löglegur með okkur og ákveðin teikn á lofti um að Fellaini og jafnvel Drenthe og Rodwell væru orðnir nógu góðir til að byrja. Það var því eftirvænting í loftinu fyrir leikinn og fólk farið að velta fyrir sér möguleikum á Evrópusæti í lok tímabils. Við fengum jafnframt að vita fyrir leikinn að varamarkvörður Bolton myndi spila (aðalmarkvörður þeirra meiddist) og að síðast þegar hann hefði spilað hefði hann fengið á sig 5 mörk á einum klukkutíma, þar af gert tvenn mistök sem kostuðu mark.

Fellaini og Drenthe voru þó fjarri góðu gamni, enn á ný, en Donovan var í byrjunarliðinu og var vel tekið þegar nafn hans var lesið upp. Uppstillingin gaf væntingar um sóknarbolta en Moyes stillti upp í 4-4-2 með hefðbundna vörn, Neville og Heitinga á miðjunni, Donovan og Osman á köntunum og Straqualursi og Saha frammi.

Það er þó eitthvað underlegt sem gerist alltaf um leið og fer að bera á væntingum til liðsins að þá virðumst við alltaf dala og ég held að leikurinn í gær hafi verið sá versti sem við höfum spilað á tímabilinu. Aðstæður voru einkar slæmar, strekkingsvindur og umbúðapappír fljúgandi um á vellinum (eins og á Stadium of Lights um daginn) — en vindurinn afsakar okkar frammistöðu þó ekki.

Við vorum líflegir í upphafi og eitthvað að komast í hálf-færi. Baines og Donovan voru í því að skapa færi en við gátum einfaldlega ekki nýtt þau og vorum klaufalegir fyrir framan markið. Baines átti aukaspyrnu sem Straqualursi fékk í bakið og ekkert varð úr og Straqualursi skaut svo framhjá stuttu síðar úr öðru færi. Saha átti einnig arfaslakt skot í ágætu færi (hann var ekki að sýna það í þessum leik að hann ætti nýjan samning skilið). 

Donovan lagði upp færi fyrir nokkra, þmt. Osman sem átti skot framhjá og Donovan vildi svo fá vítaspyrnu þegar hann var kominn einn inn í teig og varnarmaður virtist rekast í hælana á honum og fella hann en líklega hefði það verið ósanngjarn dómur ef við hefðum fengið víti.

Howard (sem þurfti að bjarga okkur nokkrum sinnum í leiknum) tók á 63. mínútu útspark sem skoppar einu sinni utan við teiginn hjá Bolton og í meðvindinum fer yfir markvörð þeirra og inn — nokkuð sem maður sér ekki oft í fótbolta (að markvörður skori hjá andstæðingunum) og er fyrsta markið sem Howard skorar á sínum ferli. Við höfðum ekki verið að bjóða upp á skemmtilegan bolta fram að þeim tíma og markið var eiginlega gegn gangi leiksins því Bolton var betra liðið. Maður öðlaðist hér smá von um að við myndum vaxa við markið og kannski ná allavega að merja sigur, ef ekki bæta við, en það kom ekki á daginn því Bolton liðið virtist bara eflast við þetta og mörkin tvö frá þeim lágu í loftinu.

Það fyrra kom 4 mínútum síðar (á 67. mínútu) þegar Distin ætlaði að ná boltanum af leikmanni Bolton í vítateig okkar en vildi ekki betur til en svo að hann eiginlega sendir á Ngog hjá Bolton sem skoraði framhjá Howard. Það seinna kom svo á 78. mínútu þegar Eagles komst framhjá Baines og renndi boltanum til Cahill sem skorað fallegt mark framhjá Howard.

Til að bæta gráu ofan á svart meiddist Jagielka á ökkla og haltraði út af á 42. mínútu og Rodwell (sem kom inn á fyrir hann) var líka tekinn af velli vegna meiðsla tæpum 20 mínútum síðar, en Cahill kom inn á fyrir hann. Gueye kom inn á í millitíðinni, á 53. mínútu, fyrir Osman sem meiddist einnig en enginn af þeim leikmönnum sem komu inn á náðu að setja mark sitt á leikinn. Baines átti aukaspyrnu á ákjósanlegum stað á lokamínútunni en var óheppinn því hann skot í slána, en við áttum ekki jöfnunarmarkið skilið og því endaði leikurinn 1-2 fyrir Bolton.

Moyes sagði fyrir leikinn að Everton hefði ekki sýnt nægilega góðan fótbolta undanfarið til að réttlæta góða mætingu áhorfenda og sagði svo eftir leikinn að Bolton hefði átt sigurinn skilið og ég get ekki verið annað en hjartanlega sammála þessu tvennu.

Eini maðurinn sem bar af var Howard, sem var valinn í lið vikunnar hjá Goal.com. Baines og Donovan áttu sæmilegan leik og sköpuðu færi. Framherjarnir okkar voru arfaslakir, sérstaklega Saha sem fór afar illa að ráði sínu og ég trúi ekki að fái að byrja næsta leik.

Versti leikur tímabilsins að baki, að mínu mati, þrjú stig forgörðum og þrír leikmenn meiddir. Tamworth næsti leikur í FA bikarnum á laugardaginn. Við þurfum að gera betur þar sem og á móti Tottenham á útivelli næsta miðvikudag.

Einkunnir Sky Sports: Howard 8, Baines 6, Jagielka 5 (meiddist), Distin 7, Hibbert 6, Osman 7 (meiddist), Neville 5, Heitinga 6, Donovan 7, Straqualursi 6, Saha 4. Varamenn: Rodwell 5 (meiddist), Cahill 5, Gueye 6. Bolton fengu fínar einkunnir, 5 sjöur, Gary Cahill með 8. Aðrir með 5 eða 6.

Í öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Shkodran Mustafi fór frá félaginu en samningur hans rennur út í júní og var ákveðið að endurnýja ekki. Varnarmaðurinn Mustafi spilaði bara einn leik með aðalliðinu (Evrópuleikur gegn BATE Borisov) og skrifaði undir samning hjá Sampdoria.

Comments are closed.