Þær leiðu fréttir voru að berast að varnarmaðurinn fyrrverandi Gary Ablett (46 ára) lést í dag eftir baráttu við veikindi. Ablett var einn af fáum leikmönnum sem hafa skipt úr Liverpool yfir í Everton (og öfugt) en hann gekk til liðs við okkur árið 1992 fyrir £750þ. Hann hjálpaði okkur að vinna FA bikarinn árið 1995 (og góðgerðarskjöldinn í kjölfarið) en hann er eini leikmaðurinn sem hefur unnið FA bikarinn með bæði Everton og Liverpool. Gary Abblett lék 156 leiki með okkur á fjórum árum og skoraði 6 mörk. Banameinið var krabbamein (blóðkrabbi) og vottum við hér með fjölskyldu hans samúð okkar.
Comments are closed.