Í lokaleik tímabilsins tökum við á móti Chelsea á Goodison Park á sunnudeginum kl. 15:00, sem sagt er að gæti orðið síðasti leikur Ancelotti, þjálfara Chelsea. Þetta er fjórði leikur okkar við Chelsea á tímabilinu, þrír hafa endað með 1-1 jafntefli — þar af FA bikarleikur sem við unnum í vítaspyrnukeppni eftir að Baines náði að jafna á lokamínútu síðari hálfleiks (sjá mynd).
Chelsea hefur engu að keppa í þetta skiptið; þeir enda í öðru sæti deildarinnar nánast sama hvernig leikurinn fer. Við megum aftur á móti ekki tapa, því þá getur Fulham (með sigri á móti Arsenal) tekið af okkur 7. sætið. Við höfum ekki tapað síðustu 8 leikjum gegn Chelsea, ef frá er skilinn úrslit FA bikarsins á tímabilinu 2008/2009.
Hjá okkur er Bily í banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk, Cahill er sagður tæpur og verður líklega hvíldur svo hann nái að jafna sig fyrir næsta tímabil. Annars eru Saha og Fellaini meiddir, eftir sem áður. Hjá Chelsea eru Benayoun og Ramires líklega meiddir sem og Bosingwa sem er búinn að vera meiddur um skeið.
Nú er um að gera að klára tímabilið með stæl, tryggja okkur 7. sætið og fara inn í sumarfríið með góðu hugarfari.
Comments are closed.