Sky Sports greindi frá því að Johan Hammar hefði skrifað undir samning við Everton. Johan var áður hjá Malmö en hann er aðeins 17 ára, hávaxinn og öflugur miðvörður sem hefur spilað með unglingalandsliði Svíþjóðar. Hann flutti til Englands á síðasta ári og hefur verið í herbúðum Everton en var ekki gjaldgengur til að skrifa undir samning fyrr en hann náði 17 ára aldri, sem gerðist fyrir tveimur dögum síðan.
Comments are closed.