Jæja nú er nýtt tímabil um það bil að hefjast. Það sem ég sá á everton síðunni á facebook var að brýnt er að kalla saman aðalfund og kjósa nýja stjórn sem rífur klúbbinn upp. Ég er sammála því, ég á að heita ritari en geri lítið. Nema það að setja hér inn fréttir en fæ lítið comment á móti. En á meðan ég hef eitthvað að segja þá held ég áfram að setja inn hitt og þetta, þó svo enginn skoði það.
Það helsta er að Donovan er áhugasamur um að snúa aftur á Goodison, enda væri það bar snilld að fá þennan snilling í föstum leikatriðum í okkar raðir. Nokkuð ljóst þykir að Everton þurfi að opna budduna mjög mikið til að ná í þennan, en maður veit aldrei. Það eina sem stendur í vegi fyrir að Donovan komi er að LA vill fá annsi góða summu fyrir kappann. Spurningin er þurfum við að selja Pineaar til að ná í Donovan og borgar það sig??
Þeir sem komnir eru fyrir næsta tímabil eru Jermaine Beckford, Joao Silva, Magaye Gueye og Jan Mucha. Beckford gerði að sjálfsögðu góða hluti með Leeds, en hefur hann það sem þarf í Úrvalsdeildina? Joao er tvítugur og á framtíðina fyrir sér, hann spilaði 30 leiki fyrir annarrar deildar liðið Aves í Portúgal og skoraði 14 mörk á síðasta tímabili. Verðum við ekki bara að treysta Moyes með þennan?
Magaye Gueye var keyptur frá Strasbourg hann er 20 ára gamall framherji. Spurning afhverju allir Frakkar eru á útsölu? En hann spilaði með yngri landsliðum Frakka við góðan orðstír. Hann hefur nú þegar skorað eitt mark fyrir Everton á undirbúningstímabilinu, sem er gott, ekki satt?
Þá er það Jan Mucha, en hann er hinn gríðar góði markvörður Slóvaka. Hann spilaði alla leiki Slóvaka á HM 2010 og stóð sig frábærlega. Spurning hversu mikla samkeppni hann nær að setja á Howard.
Jæja hvað segið þið????
Comments are closed.