FAIR PLAY Pub-quiz á veitingastaðnum Vegiterian (Akureyri), í húsi Hótel Norðurlands.
Laugardaginn 28. nóvember verður fótbolta-pub-quiz (spurningaleikur) á Akureyri.
Leikurinn hefur átt miklum vinsældum að fagna í höfuðborginni og þar sem fyrir liggur leikur Everton og Liverpool þann 29. nóvember er mjög gaman að hefja göngu spurningaleiksins hér á Akureyri kvöldið fyrir þennan stórleik.
Hugmyndin er sú að í hverju liði verði 3 einstaklingar (vörn, miðja og sókn, hehe) og að ná amk. liðum frá Liverpool-klúbbnum og frá Everton-klúbbnum. Lagðar verða fyrir ca. 30 spurningar og reynt að gæta sanngirni í spurningavali t.d. að 5 verði um hvort lið og síðan almennar spurningar um fótbolta svo sem CL, EM og HM.
Keppnin byrjar kl 21:00 laugardaginn 28. nóvember. Spyrill verður Birkir Ólafsson en hann er þaulvanur að halda svona spurningakeppnir. Þessi keppni/leikur er fyrir alla fótboltaáhugamenn og því ekki bundin við þessa tvo stórklúbba.
Það verður enginn aðgangseyrir og stór er á 600 kr. og 5 stk. af 33cl í fötu er á 2500.
Vinsamlegast látið Everton aðdáendur hér norðan heiða vita og commentið hér að neðan. Það væri nú ekki til afspurnar að ná ekki í amk 1 lið.
Með kveðju og von um góða þáttöku.
Elvar Everton og Stebbi Liverpool.
Comments are closed.