Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Kaup og sala - Everton.is

Kaup og sala

Steve SidwellNú eru sögusagnir komnar á fullt þess efnis hverjir fara hvert á undirbúningstímabilinu. Heyrst hefur að Everton hafi endurnýjað áhuga sinn á Steve Sidwell, en hann hefur ekki náð að láta ljós sitt skína eftir að hann kom til Chelsea. Talið er nokkuð ljóst að Sidwell fari frá Chelsea. Ef að Sidwell semur við Everton þá kæmi hann fyrir um 3 milljónir punda og þyrfti kappinn að taka á sig töluverða launalækkun einnig.

Einnig er talað um að Michael Bradley sé ofarlega á óskalista Moyes, en hann hefur verið að spila mjög vel með liði sínu Heerenveen í Hollandi. Útsendari Everton var í fjórða sinn núna um daginn að fylgjast með Bradley þegar að Heerenveen tók á móti Ajax.

Þá er Moyes einnig að skoða Modeste M’Bami miðjumann Marseilles, en hann er frá Kamerún. Þessi ágæti miðjumaður er samningslaus núna í lok tímabils og hefur ekki sýnt áhuga á að endurnýja við franska liðið.

JoaquinÞá verða alltaf háværari þær raddir sem að segja að Joaquin sé efstur á óskalista Moyes, en Joaquin er 26 ára gamall spænskur knattspyrnumaður og spilar með Valencia. Hann hefur spilað 51 landsleik fyrir Spán og skorað í þeim 4 mörk. Það eina sem gæti staðið í Everton er verðmiðinn en talað er um að það séu settar littlar 10 milljónir punda á kappann knáa.

 Þá er spurning hvort að Moyes reyni að ná til sín Tom Huddlestone frá Tottenham.

Þá hefur Moyes slegið á þær sögur að Arsenal sé á eftir Arteta, en Moyes sagðist ekki hafa fengið nein símtöl frá félögum sem mögulega hafa áhuga á Arteta. Enda sagði Moyes að Arteta færi ekkert.

Þetta voru svona nokkrar slúðurfréttir af markaðnum þennan morguninn. Góðar stundir.

Comments are closed.