Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton unnu Manchester City - Everton.is

Everton unnu Manchester City

Joleon Lescott celebrates his opening goal

Everton unnu Manchester City á Goodison Park í dag 1-0 og eru því komnir í 5. sæti í deildinni með 39 stig. Everton eru með 39 stig ásamt Liverpool, Man City og Aston Villa.

Everton voru tölvuert betri í fyrri hálfleik og var Cahill hreinilega óheppinn að skjóta yfir í opnu skotfæri eftir að hafa skotið sjálfur á undan og fengið boltann aftur en því miður náði hann ekki að hitta markið. Svo voru Everton aftur á ferðinni á 31 mín. þegar Arteta átti frábæra sendingu á Lescott og setti Lescott boltann í gegnum klof Harts í maki City og staðan því 1-0. Leikurinn fór aðins 9% fram á helmingi Everton í fyrri hálfleik svo það sást kannski grant á þeirri tölfræði að Everton voru töluvert meira að sækja.

Svo í seinni hálfleik komu City menn grimmari til leiks og voru að pressa framalega fyrstu 10-15 mín. án þess þó að skapa sér nokkuð, enda var vörnin hjá Everton mjög þétt í dag og fekk Howard bara á sig 1 skot á markið í öllum leiknum. James Vaughan kom svo inná 59 mín. fyrir McFadden og virtist sem barátta hans hafi rifið liðið upp aftur og Everton voru farnir að spila framar á vellinum. Leikurinn endaði 1-0 og með þessum sigri eru Everton farnir að pressa gríðarlega á meistaradeildasætið þar sem þeir eru með jafn mörk stig og Liverpool en með aðins lakari markatölu. Hinsvegar eiga Liverpool 1 leik góða gegn West Ham.

Það var gaman að sjá okkar menn í dag og spiluðu þeir bara mjög fínan bolta á köflum þrátt fyrir að okkur vanntaði marga menn eins og Yakubu, Pienaar, Yobo, Baines(að koma úr meiðslum og kom inná í blálokin), Andy Johnson, Osman og svo okkar nýjasti leikmaður Manuel Fernandes náði ekki að vera með í dag því hann náði ekki að fá leikheimild fyrir leikinn en verður án efa með í næsta leik.

Georg Haraldsson

Comments are closed.