Miðar í boði á Everton – Liverpool!

Mynd: Everton FC.

Nú er stór hópur að fara á vegum Everton klúbbsins á derby leikinn, Everton – Liverpool, en leikið verður þann 7. apríl næstkomandi. Við erum í mjög svo óvenjulegri aðstöðu að eiga örfáa miða lausa á þann leik (Everton megin, að sjálfsögðu).

Það þarf varla að taka fram að það er mjög erfitt að fá miða á þennan leik, enda afar vinsæll leikur sem selst upp strax. Hörðustu stuðningsmenn Everton klúbbsins á Íslandi, sem greitt hafa árgjöld gegnum tíðina og mætt á atburði félagsins (árshátíðir, grillveislur, o.s.frv.), ganga að sjálfsögðu fyrir.

Ekki láta þetta tækifæri úr greipum ganga!

Uppfært: Miðarnir eru víst gengnir út.

11 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Það skal tekið fram að þetta er ekki formleg ferð á vegum klúbbsins. Hér er bara um að ræða miða á leikinn — ekki flug, gistingu, rútu eða íslenska fararstjórn.

 2. Sigurbjörn Hjaltason skrifar:

  Rétt að benda á að leikurinn hefur verið færður yfir á sunnudaginn 8.apríl.

 3. Halli skrifar:

  Eins og stađan er nùna þà eru allir miđar seldir. Ef eitthvađ losnar læt èg vita hèr.

 4. Elvar Örn skrifar:

  Ég og Georg bróðir erum að fara á þennan leik. Eru einhverjir aðrir félagar í Everton klúbbnum á Íslandi að fara?

  • Sigurbjörn skrifar:

   Ég er að fara með þremur öðrum (sem reyndar eru allir púllarar
   🙁 ).

 5. Diddi skrifar:

  hafið þið ekki tekið eftir því hvað Barkley er að blómstra hjá chelsea ?

 6. Teddi skrifar:

  Hver er Barkley?

  Liv-Everton var færður aftur yfir á laugardaginn 7.apríl.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Miðarnir eru búnir, sorry. Elvar og Georg erum að fara á leikinn 🙂

%d bloggers like this: