
Mynd: Everton FC.
Nú er stór hópur að fara á vegum Everton klúbbsins á derby leikinn, Everton – Liverpool, en leikið verður þann 7. apríl næstkomandi. Við erum í mjög svo óvenjulegri aðstöðu að eiga örfáa miða lausa á þann leik (Everton megin, að sjálfsögðu).
Það þarf varla að taka fram að það er mjög erfitt að fá miða á þennan leik, enda afar vinsæll leikur sem selst upp strax. Hörðustu stuðningsmenn Everton klúbbsins á Íslandi, sem greitt hafa árgjöld gegnum tíðina og mætt á atburði félagsins (árshátíðir, grillveislur, o.s.frv.), ganga að sjálfsögðu fyrir.
Ekki láta þetta tækifæri úr greipum ganga!
Uppfært: Miðarnir eru víst gengnir út.
Það skal tekið fram að þetta er ekki formleg ferð á vegum klúbbsins. Hér er bara um að ræða miða á leikinn — ekki flug, gistingu, rútu eða íslenska fararstjórn.
Rétt að benda á að leikurinn hefur verið færður yfir á sunnudaginn 8.apríl.
Heyrðu, það er rétt!
Takk fyrir það! (leiðréttist hér með)
Eins og stađan er nùna þà eru allir miđar seldir. Ef eitthvađ losnar læt èg vita hèr.
Ég og Georg bróðir erum að fara á þennan leik. Eru einhverjir aðrir félagar í Everton klúbbnum á Íslandi að fara?
Ég er að fara með þremur öðrum (sem reyndar eru allir púllarar
🙁 ).
hafið þið ekki tekið eftir því hvað Barkley er að blómstra hjá chelsea ?
Hver er Barkley?
Liv-Everton var færður aftur yfir á laugardaginn 7.apríl.
Liv. Everton 11:30 Laugardaginn 7. apríl.
Já og klippedíklopp er brjálaður vegna þess 😁
Miðarnir eru búnir, sorry. Elvar og Georg erum að fara á leikinn 🙂