full screen background image

Everton vs. Southampton

Mynd: Everton FC.

Everton tekur á móti Southampton í 20. umferð Úrvalsdeildarinnar í dag kl. 15:00  en Southampton eru sem stendur í 9. sætinu, þremur stigum á eftir Everton en með nokkuð lakara markahlutfall. Southampton menn koma í þennan leik með tvö töp í röð á bakinu þar sem þeir fengu rautt spjald í báðum leikjum og verða örugglega staðráðnir í að snúa því gengi við.

Everton er hins vegar taplaust gegn Southampton í síðustu 11 leikjum á heimavelli (síðan 1997).

Koeman gaf það út að liðshópurinn væri ekki að glíma við nein ný meiðsli frá síðasta leik og enginn verður heldur í banni. Líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Mirallas, Barkley, Valencia, Lukaku. Hjá Southampton er Virgil van Dijk í banni.

Í öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Delial Brewster var lánaður til Southport til loka tímabils.

En, Southampton á eftir kl. 15:00 eins og áður sagði. Leikurinn er því miður ekki í beinni útsendingu.

 

6 Athugasemdir

  1. RobertE skrifar:

    En hvað ég vildi horfa á þennan leik, en sem opinber starfsmaður þá sé ég um að halda ríkisverslun gangandi, en ég sendi andlegan stuðning til leikmannanna.

  2. Diddi skrifar:

    vil Funes Mori inn fyrir Jag og miðað við frammistöðuna í síðasta leik þá á valencia ekki að vera í byrjunarliði 🙂

  3. Orri skrifar:

    Sigur og ekkert annad er I. Bodi I dag. Afram Everton.

%d bloggers like this: