Everton vann góðan 1-0 sigur á liði Sunderland, sem hefur verið að standa sig vel á heimavelli upp á síðkastið. Everton heldur því pressunni áfram á Liverpool í baráttunni um 4. sætið og færast upp í 56 stig, aðeins 2 stigum frá Chelsea í 3. sæti.
Tim Howard - 8 - Hafði ekki mikið að gera en varði frábærlega eftir aukaspyrnu Andy Reid
Tony Hibbert - 7 - Sterkur varnarlega og átti meira að segja eina glæsilega gabbhreyfingu í sókninni. Gaman að þessu.
Joseph Yobo - 8 - Mæddi mikið á honum. Kenwyne Jones er mjög erfiður að eiga við
Phil Jagielka - 8 - Sama og hjá Yobo. Maður er farinn að búast við því að hann eigi tæklingar sem bjarga marki í hverjum leik. Hann brást ekki.
Joleon Lescott - 9 - Frábær
Mikel Arteta - 8 - Gott að fá hann aftur í liðið
Phil Neville - 8 - Góður leikur í fjarveru Carsley. Hann heldur samherjum sínum sífellt á tánum. Hann er alltaf mættur til að leysa menn af sem hafa farið í sóknina (held að hann hafi koverað fyrir alla varnarlínuna einhvern tímann í leiknum). Menn benda á slæma sendingagetu hans en hann er bara ekkert verri en aðrir varnarmenn Everton.
Tim Cahill - 6 - Átti ágætis leik
Steven Pienaar - 6 - Sendingar ekki í sama gæðaflokki og venjulega. Meiddist rétt áður en hann fór út af. Vona að það sé ekkert alvarlegt
Andrew Johnson - 7 - Skoraði markið og hljóp mikið
Yakubu - 6 - Týpískur leikur fyrir Yakubu fyrir utan mörk
Baines - 6 - Sást ekki mikið
Anichebe - 6 - Lét finna fyrir sér á þessum stutta tíma sem hann var inn á
Rodwell - 6 - Gaman að sjá hann. Snerti boltann þó ekki nema tvisvar