Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
20 ára afmæli Everton klúbbsins á Íslandi - Everton.is

20 ára afmæli Everton klúbbsins á Íslandi

Mynd: FBÞ

Stuðningsmannaklúbbur Everton á Íslandi fagnar í dag merkisáfanga en hann var stofnaður þann 6. maí fyrir 20 árum á Ölveri í Glæsibæ. 16 manns sátu fyrsta aðalfund félagsins en yfir fimmtíu manns höfðu að auki sótt um inngöngu áður en stofnár félagsins, 1995, var á enda.

Mikil gróska er í félaginu um þessar mundir en fjöldi meðlima hefur aukist um 43% frá árinu 2012 og telur nú tæplega 200 félagsmenn. Klúbburinn hefur reglulega flutt fréttir af liðinu á heimasíðu sinni (everton.is) og staðið fyrir bráðskemmtilegum utanlandsferðum til Englands í samstarfi við Vita Sport, til að horfa á leiki Everton að minnsta kosti einu sinni á tímabili. Einnig hefur klúbburinn staðið fyrir ýmsum atburðum með félagsmönnum hér á landi en “heimavöllur” klúbbsins er á Ölveri í Glæsibæ þar sem stuðningsmenn hittast um það bil vikulega og horfa á beinar útsendingar af leikjum Everton.

Fyrsta árið var sérstaklega eftirminnilegt fyrir stuðningsmannaklúbbinn því aðeins örfáum dögum eftir stofnun lyfti Everton FA bikarnum í fimmta skipti með 1-0 sigri í úrslitum gegn firnarsterku liði Manchester United fyrir framan 80.000 áhorfendur á Wembley (sjá myndskeið) en mark frá Paul Rideout gerði útslagið í leiknum.

Þessi sigur veitti Everton keppnisrétt í UEFA Cup Winners Cup keppninni, sem liðið hafði unnið 10 árum áður, en þar mættu þeir meðal annars KR, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Fyrri leikurinn fór fram í Reykjavík þann 14. september og vann Everton 2-3 (sjá myndskeið) með mörkum frá Limpar, Unsworth og Daniel Amokachi. Bibercic hjá KR svaraði með tveimur mörkum úr vítaspyrnum. Seinni leikurinn fór svo fram á Goodison Park þann 28. september 1995 og vann Everton þann leik 3-1 — þrátt fyrir þrumuræðu Guðjóns Þórðarssonar, sem sjá má í bráðskemmtilegu myndskeiði! Ræða Guðjóns fyrir leik kveikti greinilega í leikmönnum KR því þeir voru yfir 1-0 í hálfleik en Stuart, Grant og Rideout svöruðu fyrir Everton sem unnu 3-1 og því samanlagt 6-3.

Það er einnig gaman að segja frá því að tveir Íslendingar hafa verið viðloðnir Everton á undanförnum árum en Bjarni Viðarsson var leikmaður Everton frá 2004-2008 (áður en hann fór til Twente), Þórður Ingason var á láni hjá félaginu og Hörður Björgvin Magnússon var þar á reynslusamningi árið 2009.

Everton klúbburinn á Íslandi kemur til með að halda upp á 20 ára afmæli sitt í Guðmundarlundi í Kópavogi þann 16. maí næstkomandi og býður klúbburinn öllum þeim sem styðja Everton að málum — ásamt fjölskyldum til að fagna með sér, en nánari upplýsingar um grillveisluna er að finna hér.

12 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Til hamingju með daginn félagar 🙂

  2. Orri skrifar:

    Ég óska okkur öllum til hamingju með daginn og flottan félagsskap.

  3. Finnur skrifar:

    Já, til hamingju öll með daginn!

    Kannski rétt við þetta tilefni að rifja upp fyrstu stjórnina sem kom þessum klúbbi á laggirnar:

    Tryggvi Gunnarsson, formaður.
    Albert Gunnlaugsson, varaformaður.
    Ingvar Jónsson, gjaldkeri. (árið 1997 tók Þórir Ó. Tryggvason við af honum)
    Gunnlaugur Guðmundsson, ritari. (þangað til Sigurgeir Ari Sigurgeirsson tók við)
    Eiríkur Sigurðsson, meðstjórnandi. (þangað til Jóhann Gunnarsson tók við)
    Garðar Jónsson, meðstjórnandi.
    Leifur Garðarsson, meðstjórnandi.

  4. Einar skrifar:

    Til hamingju með daginn!

    Annað. Held ég muni það rétt að Leifur Garðarsson var starfsmaður hjá Everton um tíma,

  5. Finnur skrifar:

    Já, heyrðu — mig minnir að Ari S hafa minnst á eitthvað svoleiðis líka við mig líka fyrir löngu — er næstum viss að hann hafi sagt Leifur.

    Einnig rétt að geta þess að á þessum degi eru 30 ár síðan Everton tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn í 8. sinn — en það tímabil er stundum nefnt The Greatest Season því fyrir utan deildarmeistaratitilinn vann Everton einnig European Cup Winners Cup og komst í úrslit í FA bikarnum.
    http://www.evertonfc.com/content/history/timeline-detailed-content/198485/the-greatest-season

    • Ari S skrifar:

      Leifur er vinur/kunningi David Moyes veit ég. Og hefur verið í tengslum við félagið að ég held út frá því en auðvitað kynnst fleirum í leiðinni. Hef reyndar aldrei fengið það staðfest en veit að miklum tengslum hans við félagið í gegnum tíðina. Allavega aðeins meira en gengur og gerist með stuðningsmenn á Íslandi 🙂

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Mér finnst ég hafa lesið það einhvern tíma einhversstaðar að hann væri njósnari (scout) fyrir klúbbinn.

  6. Bragi skrifar:

    Til lukku með daginn !
    kveðja
    Frá Liverpool klúbbnum á Íslandi !

    • Halli skrifar:

      Takk fyrir það Bragi þú ert eins og fleiri rauðir gull af manni

    • Ari S skrifar:

      Einn svona Bragi þurrkar út 1000 Steina fyrir mér.

      Takk Bragi minn 🙂

  7. þorri skrifar:

    Til hamingju með áfangann Everton menn. Þeir eru gulls í gildi Liverpoolmenn. Vonandi verða næstu 20 árin betri. ÁFRAM EVERTON

  8. ólafur már skrifar:

    til hamingju allir með 20 ára everton afmæli