Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Burnley - Everton.is

Everton vs. Burnley

Mynd: Everton FC.

Áður en við fjöllum um Burnley leikinn er rétt að minna á Íslendingaferðina þar sem við ætlum með fríðu föruneyti að sjá Everton mæta Tottenham á Goodison Park en brottför er eftir um það bil mánuð. Það er stutt í að seljist upp í ferðina þannig að endilega tryggið ykkur sæti. Einnig heyrðum við af einum stökum sem væri til í að deila herbergi, þannig að hafið samband ef áhugi er fyrir slíku.

En þá að næsta leik — Everton mætir Burnley á heimavelli á morgun (lau) kl. 14:00 að íslenskum tíma í 6. síðasta leik tímabilsins. Burnley eru að berjast fyrir tilverurétti sínum meðal þeirra bestu en þeir eru í næst-neðsta sæti og hafa aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum — og tapað átta. Þeim til málsbóta verður þó að benda á að þeir mættu öllum liðunum í efstu átta sætunum í undanförnum leikjum. Everton eru, eins og við vitum, á ágætis skriði í deild undanfarið, taplausir í fjórum leikjum og þar af unnið þrjá (og heldur óheppnir að vinna ekki fjórða). Að auki hefur liðið ekki tapað á Goodison Park í níu leikjum í öllum keppnum en síðasta tap liðsins var í desember 2014.

Lukaku er, að sögn, orðinn heill og gæti tekið þátt sem og Osman og Pienaar, sem hafa verið frá undanfarið (fyrir utan Pienaar í síðasta leik). Hibbert, Gibson og Oviedo eru frá en sá síðastnefndi gæti náð Sunderland leiknum, skv. Martinez. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Stones, Jagielka, Coleman, McCarthy, Barry, Pienaar, Lennon, Naismith, Lukaku.

Hjá Burnley eru Dean Marney or Kevin Long meiddir en Steven Reid og Ross Wallace eru metnir tæpir.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 árs liðið átti erfiða viku því fyrst töpuðu þeir 1-2 fyrir Man City U18 í deildinni (mark Everton skoraði David Henen) og svo eru þeir úr leik í Premier League International Cup eftir 2-2 jafntefli og tap í vítaspyrnukeppni. Mörk Everton í venjulegum leiktíma skoruðu Chris Long og Harry Charsley.

Everton U18 gerði 2-2 jafntefli við Tottenham U18 með mörkum frá Nathan Holland og Michael Donohue.

Í lokin minnum við aftur á Íslendingaferðina, endilega grípið tækifærið og tryggið ykkur miða!

10 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Gleðilegt sumar þið frekjuhundar fyrir norðan og austan. 🙂

    Við vinnum 2-1 í dag, Baines úr aukaspyrnu og Naismith með línupot.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Auðveldur og öruggur sigur, grísaheppni. Ég vil bara sigur og mér er alveg sama hvernig.
    COYB!!!!

  3. Ari G skrifar:

    Spái 3:1 fyrir Everton. Lukaku, Naismith og Barkley með mörkin.

  4. Diddi skrifar:

    það væri nú allt í lagi að óska mér líka gleðilegs sumars, Teddi 🙂 En ég spái því að við töpum í dag 1- 2 🙁

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Það er ekki komið sumar ; -) Gleðilegt vor

      • Gunni D skrifar:

        Það er sko komið sumar hérna á Akureyri, 10-20 stiga hiti dag eftir dag,svo;GLEÐILEGT SUMAR FÉLAGAR!!!!!!!!

        • Diddi skrifar:

          bongóblíða hér á Húsavík líka og gleðilegt sumar 🙂

    • Teddi skrifar:

      Gleðilegt sumar Diddi og takk fyrir að redda 3 stigum í hús með jinx-i.
      Það var ekki 17° í plús hjá okkur í borginni eeen maður bíður og vonar..

  5. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9182