Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Krasnodar 0-1 - Everton.is

Everton – Krasnodar 0-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti spræku liði Krasnodar í kvöld í lokaleik Europa League riðilsins í ár. Ekkert var undir í leiknum, enda Everton búið að vinna riðilinn og Krasnodar áttu engan séns. Martinez gaf það út löngu fyrir leik að hann myndi leyfa ungliðum og leikmönnum á jaðrinum að spreyta sig.

Uppstillingin fyrir leikinn: Joel, Garbutt, Alcaraz, Barry, Browning, Ledson, Pienaar, Atsu, Oviedo, McAleny, Kone. Varamenn: Griffiths, Kenny, Jones, Long, Williams, Grant, Dowell. Barry og Alcaraz í miðvarðarstöðunni, Oviedo og Ledson á miðjunni. Pienaar og Atsu á köntunum. McAleny og Kone frammi.

Eitt það fyrsta markverða sem gerðist var að lánsmaðurinn frá Chelsea, Atsu, meiddist á 8. mínútu. Var að hlaupa á eftir boltanum að reyna að koma í veg fyrir að hann færi yfir hliðarlínu en tognaði/reif vöðva í sprettinum, enginn í honum.

Alcaraz var næstum búinn að skora með skalla á 9. eftir horn sem Everton fékk, en boltinn rétt framhjá stönginni.

Kieran Dowell kom því næst inn fyrir Atsu og við félagarnir horfðum á hvorn og spurðum — hver er þetta? Enskur unglingalandsliðsmaður sem hefur verið hjá klúbbnum síðan hann var sjö ára. McAleny var fyrir vikið færður úr stöðu og settur á hægri kantinn, sem hentaði honum alls ekki.

Kone átti skot utan teigs á nokkrum mínútum síðar en varið í horn. Everton fram að því líklegri í leiknum þó ekki hafi verið mikið af góðum færum.

Krasnodar náðu þó yfirhöndinni eftir þetta og svöruðu með stungusendingu sem endaði með skoti af stuttu færi frá sóknarmanni, einn á móti markverði hægra megin, en Robles varði með andlitinu í horn. Stuttu síðar átti þeir annað skot (í þetta skipti af löngu) sem Robles varði einnig en stuttu síðar þurfti hann að skipta um skyrtu, greinilega kominn með blóðnasir við höggið.

Everton náðu flottri sókn á 20. mínútu þegar Garbutt stakk sér inn fyrir vörnina a la Baines og sendi flotta sendingu fyrir. Ekki hafðist hjá liðinu að skora þar en boltinn barst til Pienaar sem skaut af löngu færi en varið.

Lítið að gerast næstu tíu mínúturnar, þangað til Krasnodar áttu allt í einu flotta stungusendingu sem virtist koma upp úr engu en setti sóknarmann (Ricardo Laborde) glæsilega inn fyrir. Sá missti boltann frá sér of langt en náði að halda boltanum og snúa sér undir ekki nægilegri pressu frá Robles (hefði aldrei átt að leyfa honum að snúa sér inni í teig). Laborde þakkaði fyrir sig og setti boltann á nærstöng úr þröngu færi og skoraði framhjá Robles. Robles ekki sannfærandi þar og meira að hugsa um að verja fyrirgjöf frá sóknarmanninum en að verja nærstöngina.

0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði brösuglega og settu Krasnodar pressu á vörn Everton og sköpuðu glundroða. En Everton náði að komast betur í takt við leikinn og skapa tvö skotfæri, eitt frá Kone innan teigs og eitt frá McAleny, utan teigs. Bæði þó varin.

Krasnodar fengu svo gott tækifæri til að bæta við en Oviedo náði að trufla hann nægilega til að skotið færi framhjá.

Dowell var næstum kominn inn fyrir og fékk sendingu frá Oviedo að mig minnir en skotið varið í horn. Ekki of mikil hætta, en flott hlaup hjá Dowell.

Garbutt átti skot af löngu utan af kanti en varið. Kone hljóp sig svo stuttu síðar í gegnum vörn Krasnodar en þeir náðu að bægja hættunni frá.

Krasnodar fengu algjörlega gullið tækifæri til að bæta við á 72. mínútu en klúðruðu því laglega. Komust upp vinstra megin og náðu að leika á Ledson en skutu svo slöku framhjá stönginni.

Chris Long kom inn á fyrir Connor Mcelany á 79. mínútu og átti örfáum mínútum síðar flott hlaup inn fyrir vinstra megin, fékk stungu og var ekki langt frá því að gefa á Oviedo dauðafrían fyrir opnu marki en varið.

Kone átti skalla yfir mark úr aukaspyrnu á 81. mínútu.

Browning fór út af fyrir Jones á 89.mínútu en ekki náði Everton að jafna.

Það breytir því þó ekki að liðið vann riðilinn, eins og ljóst var og gaman að sjá alla þessa ungliða á velli.

Sky Sports gefur ekki út einkunnir fyrir leikinn, en það væri gaman að heyra hvað þið mynduð gefa þeim í einkunn.

12 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Fjör á G.park, 3-3 og Oviedo skorar öll.

  2. Ari S skrifar:

    Arouna Kone búinn að vera fínn, fáránlegt gula spjaldið sem hann fékk.

  3. Ari S skrifar:

    Mér fannst Garbutt og Kone bestir. Fá báðir 7. Mér finnst of erfitt að gefa hinum einkunnir sértsaklega þar sem flestallir voru að byrja…sumir að byrja sinn feril og aðrir að byrja eftir meiðsli. En allir ungliðarnir stóðu sig vel að mínu mati.

    Ledson virðist vera óhræddur við að fara í tæklingar… 🙂

  4. Ari G skrifar:

    Ætla ekki að dæma Everton í þessum leik en ungu leikmennirnir lofa góðu. Garbutt á eftir að vera stjarna mín sá eini sem heillaði mig af ungu strákunum í þessum leik og ég var mjög ánægður með Kone flottur leikur hjá honum. Hinir heilluðu mig ekki Pineer var skelfilegur og ég get ekki hugsað mig að hafa þennan markvörð áfram mín skoðun. Gleymdi Long hann er greinilega mikið efni hefði mátt koma fyrr inná.

    • Diddi skrifar:

      Sammála Ari G með joel, hann er fáránlegur……… Kone var flottur og á eftir að bæta sig, Garbutt frábær utan við nokkrar ákvarðanir sem verður að setja á reynsluleysi en þetta var flott að geta leyft nokkrum pelabörnum að fá Evrópureynslu án þess að þurfa að hafa áhyggjur og léttir líka á byrjunarliðinu okkar 🙂

  5. Finnur skrifar:

    Þetta er klassaklúbbur sem við fylgjum að málum…

    Það voru aðeins 14 stuðningsmenn Krasnodar sem mættu á leikinn í gær til að styðja sína menn gegn Everton á Goodison Park en þetta var langt og strangt ferðalag fyrir þá (44 klst. að keyra þessa 3830 km sem skilur staðina að og hundleiðinlegt ferðalag með flugvél) þannig að Everton klúbburinn tók sig til og uppfærði miða þeirra allra yfir í Hospitality treatment þannig að þeir fengu að upplifa Everton Optimum Lounge.

    https://twitter.com/Everton/status/543135441751638016

    Vel gert!

  6. Finnur skrifar:

    Það var aðeins einn leikmaður sem hélt sæti sínu í liðinu (Barry) þar sem hann er í banni í næsta leik, ef mér skjöplast ekki, en hann var notaður í miðverðinum ásamt Alcaraz — nokkuð hár meðalaldurinn á miðvörðunum tveimur í kvöld. 🙂

    En ungu leikmennirnir lofa góðu.

    Mín skoðun á leikmönnunum í gær:
    Robles – 5 – Slakur, skrifa markið nánast eingöngu á hann.
    Garbutt – 8 – Gríðarlega flottur í vinstri bakverði, minnti oft á Baines.
    Alcaraz – 6 – Sæmilegur. Langar mikið til að sjá hann fara í gang en það stuðar mig svolítið að hann hefur virkað svolítið kærulaus á mig í undanförnum leikjum sínum.
    Barry – 7 – Leit bara traustur út í miðverðinum.
    Browning – 6 – Fínn leikmaður. Gerði engar svakalegar rósir en kom vel út. Langar að sjá meira frá honum.
    Ledson – 6 – Eini ungliðinn sem ég varð fyrir smá vonbrigðum með, en þetta er náttúrulega bara einn leikur. Fannst við oft ekki ná nægilega góðum tökum á miðjubaráttunni og hann var stundum út á þekju eins og þegar hann fattaði ekki að hann væri orðinn aftasti maður og þyrfti að hlaupa sóknarmann uppi sem var kominn einn inn fyrir. Horfði fyrst í kringum sig og hugsaði… bíddu, ætlar enginn í hann? 🙂
    Pienaar – 6 – Átti góða spretti inn á milli. Nokkuð frá sínu besta formi.
    Dowell – 6 – Hann kom óvænt inn á við meiðsli Atsu og við klóruðum okkur í hausnum þegar við sáum nafnið — Dowell, who? Hann virkaði þó nokkuð sprækur og hefði með smá heppni getað komist í gegnum vörn Krasnodar og í dauðafæri eftir flott samspil við Oviedo að mig minnir. Hefði ekki verið amalegt fyrir kjúklinginn að skora mark í sínum fyrsta leik með aðalliðinu!
    Oviedo – 7 – Flottur báðum megin vallar, kom í veg fyrir mark og var mættur á fjærstöngina á mikilvægum augnablikum. Munaði ekki miklu að hann hefði skapað dauðafæri fyrir Dowell.
    McAleny – 6 – Vorkenndi honum — greyið kallinum. Fékk Anichebe meðferðina þegar Atsu meiddist: Loksins þegar sénsinn kemur er honum settur út á kant — alls ekki besta staðan fyrir hann og hann þjáðist fyrir vikið.
    Kone – 7 – Kone fannst mér bara nokkuð flottur í leiknum; einna atkvæðamestur í sókninni og átti nokkur skot að marki (varin) og einn skalla sem fór rétt yfir. Gott að fá hann aftur.

    Atsu gef ég ekki einkunn, enda spilaði hann svo fáar mínútur. Það á eftir að koma í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru en það kæmi mér satt best að segja ekkert á óvart þó honum yrði skilað til Chelsea, enda hefur hann alls ekki náð að festa sig í sessi hingað til. Fyndið að hugsa til þess að í „faglegri“ greiningu litla bróðurs (kop.is) fyrir derby leikinn mátu þeir Atsu sem okkar sprækasta mann á tímabilinu (hann hafði þá fengið heilar 70 mínútur í Úrvalsdeildinni og einn leik með varaliðinu í deildarbikarnum). Lol á það. 🙂

    • Finnur skrifar:

      En hvað veit ég…

      DailyMail héldu varla vatni yfir Ledson:

      „Given a key role in midfield, Ledson worked hard and showed an impressive understanding of the game. He used the ball smartly and never being afraid to bark out orders to those with more experience – Gareth Barry, playing as a central defender, would testify to that.
      Showing what Martinez described as ‘football arrogance’, Ledson was the pick of a bunch that included Conor McAleny, Kieran Dowell – who replaced the hamstrung Christian Atsu – and Chris Long. This is unlikely to be the last time you hear about him.“

      Það hefur hver sína skoðun — eða kannski sýnir þetta bara hvað ég hef lítið vit á fótbolta. 😀

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gaman að sjá guttana spreyta sig. Kone mjög sprækur og líktist meira þeim Kone sem reyndist okkur erfiður þegar hann var með Wigan.
    Og það jákvæðasta af öllu.
    Það vita nú allir að Robles er hræðilegur.

  8. Ari S skrifar:

    Ingvar hvað erum við bættari með að vita það? það vita líka allir – að Tim Howard hefur verið lélegur…

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Jú Ari, það getur ekki verið að Martinez sé svo vitlaus að láta hann spila alvöruleik aftur eftir þetta. Eða hvað??