Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Krasnodar - Everton.is

Everton vs. Krasnodar

Mynd: Everton FC.

Þegar ljóst var hvernig riðlarnir í Europa League myndu verða fyrir þetta tímabil fór maður að sjá, til dæmis á BBC, tilvitnanir um að Everton liðið hefði verið óheppið með dráttinn, því riðillinn væri með tveimur öðrum sterkum liðum og því í raun ekki ósvipaður Meistaradeildarriðli.

En eftir fimm leiki er þetta staðan í Europa League deildinni fyrir síðasta leik riðilsins:

uefa_group_h_5

 

Það verður hreinlega að segjast eins og er að ef það var rétt (að þetta sé eins og Champions League riðill) þá er ekki annað hægt að áætla en að Everton eigi vel heima í þeim félagsskap. Lille unnu frönsku deildina 2011 og Wolfsburg eru þessa stundina í öðru sæti í þýsku deildinni núna, sem gerir þetta bara enn sætara. Everton búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins, fyrir síðasta leikinn — án þess að hafa leikið þann leik sem á pappír var metinn auðveldastur (taka á móti lakasta liðinu á heimavelli).

En það gerist einmitt núna á fimmtudagskvöldinu kl. 20:05 og má gera ráð fyrir að við fáum að sjá nokkuð af ungliðum og leikmönnum á jaðrinum sem hafa lítið fengið að spreyta sig. Gefið hefur verið út að Kone verði í framlínunni, gott að fá hann aftur úr meiðslum. Það verður annars ómögulegt að segja hvert liðið verður og kannski rétt að leyfa ykkur lesendum að spá fyrir um það í kommentakerfinu.

Í öðrum fréttum er það helst að:

– Everton dróst á móti West Ham í FA bikarnum rétt eftir áramót. Þetta verður hörkuleikur á Goodison Park.
– Jagielka var valinn leikmaður nóvembermánaðar eftir að hafa hjálpað til við að halda hreinu gegn Swansea City, Lille og Wolfsburg og skorað gegn Lille.
– Leikvangur okkar, Goodison Park, var valinn Spectator Ground of the Year, enda mjög góður heim að sækja.
– Og U18 ára liðið okkar sigraði Stevenage U18 2-1 í FA bikarkeppni U18 ára liða. Calum Dyson og Nathan Broadhead skoruðu mörk Everton.

Hvernig mynduð þið annars stilla upp liðinu gegn Krasnodar?

3 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Martinez sagði á fréttamannafundi í dag að hann væri búinn að velja liðið og gaf upp níu af þeim ellefu sem byrja:

    Markvörður: Joel Roble.
    Varnarmenn: Luke Garbutt, Antolin Alcaraz, Tyias Browning.
    Miðjumenn: Pienaar, Oviedo, Atsu.
    Sóknarmenn: Arouna Kone, Conor McAleny.

    Að auki sagði hann að tveir aðrir ungliðar fengju tækifæri en vildi ekki greina frá því hverjir það væru en ég skýt á að það sé einn varnarmaður (giska á Jonjoe Kenny frekar en Galloway) og einn miðjumaður (Ryan Ledson).

  2. Diddi skrifar:

    Spenntur fyrir því að sjá þessa uppstillingu, McAleny og Kone verða flottir frammi og svo verður gaman að fylgjast með Atsu byrja og Oviedo. Og svo allir „litlu strákarnir“ maður!!!!! school of sience 🙂

  3. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8447