Mynd: Everton FC.
Landsleikjahléið hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum en ýmsir leikmenn Everton voru í hringiðunni. John Stones fékk sinn fyrsta byrjunarleik með enska landsliðinu í 1-0 vináttleiks-sigri gegn Noregi (Baines og Jagielka komu einnig við sögu) og lýsti Stones þeirri upplifun sem langþráðum draumi að rætast. Martinez var mjög ánægður með það sem Stones hafði fram að færa í leiknum (sem og Graeme Stuart) en Stones, Baines og Jagielka áttu svo stóran þátt í 2-0 sigri Englendinga í Evrópukeppninni gegn Sviss.
Aiden McGeady skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Íra á Georgíu en þess má geta að okkar menn áttu ennþá stærri þátt í þeim sigri: McCarthy lagði upp fyrra markið fyrir McGeady og Coleman það seinna. Hægt er að sjá mörkin hér. McGeady segir að Martinez hafi gefið honum svolítið lausan tauminn og ekki að sjá annað en að hann njóti þess og virðist í fantaformi (mark/stoðsending per leik í síðustu fjórum leikjum). Gibson spilaði auk þess með Írum sem var mjög gott að sjá eftir löng og erfið meiðsli. Lánsmaðurinn Atsu tryggði svo Gana jafnteli með marki gegn Úganda 1-1 og ekki löngu síðar skoraði hann sigurmarkið rétt fyrir lok leiks í 3-2 sigri gegn Togo.
Naismith var ekki langt frá því að skora fjórða markið í fjórum leikjum sínum með félags- og landsliði en hann átti skot í stöng í 2-1 tapi gegn ríkjandi heimsmeisturum, Þjóðverjum. Besic tók einnig þátt í 3-0 sigurleik Bosníu gegn Lichtenstein en þeir töpuð svo 2-1 fyrir Kýpur. Mirallas, hins vegar tók þátt í 2-0 sigurleik Belga gegn Áströlum.
Það sem mestu máli skiptir þó er að enginn meiddist (svo vitað sé) og okkar menn komu vel frá sínum leikjum. Þeir sem heima sátu tóku þátt í æfingaleik fyrir luktum dyrum gegn Stoke sem Everton vann 4-0 með mörkum frá Arouna Kone, Tyias Browning og tveimur frá Connor Grant.
Í öðrum fréttum er það helst að útvarpsstöð Everton hefur hafið útsendingar og er fyrsti þáttur kominn í almenna dreifingu á netinu.
Svo má einnig geta þess að U18 ára lið Everton mætti Real Madrid U18 á hlutlausum velli og þóttu óheppnir að tapa naumlega 1-0. Ungliðinn og vinstri bakvörðurinn Callum Connolly skoraði tvö mörk með enska U18 ára liðinu gegn Hollandi U18 ára í 3-1 sigri. Og ég veit ekki alveg hvað þetta er með Everton og vinstri bakverði en sú staða virðist hafa verið afskaplega gjöful undanfarin ár því Everton var með tvo vinstri bakverði í enska unglingalandsliðsins um langan tíma og nú er Connolly að stíga upp. Og í því samhengi verður að nefna Baines og Oviedo, sem Garbutt er að veita harða samkeppni.
West Brom næst á laugardaginn. Upphitunin fyrir þann leik ekki langt undan á everton.is.
Comments are closed.