Mynd: Everton FC.
Everton klúbburinn hér heima stendur fyrir Íslendingaferð á Goodison Park í lok september og þér býðst nú sá möguleiki að upplifa frábæra ferð með okkur! Klúbburinn hefur staðið fyrir þó nokkrum ferðum í gegnum árin og alltaf hefur þetta reynst frábær skemmtun! Þessi ferð verður pottþétt ekki síðri því nú er ætlunin að ná hvorki meira né minna en TVEIMUR leikjum Everton á Goodison Park í einni ferð, fyrst Europa League leik gegn Wolfsburg þann 18. september og svo Crystal Palace þann 21. september. Þetta er fágætt tækifæri því það er ekki oft sem hægt er að slá tvær flugur í einu höggi með þessum hætti!
ATHUGIÐ: Þar sem tækifærið kom ekki í ljós fyrr en um daginn (þegar dregið var í Europa League) og stutt er í leikinn þá er mjög skammur tími til stefnu! Skráningu lýkur á miðvikudaginn uppfært: hádegi á fimmtudegi í þessari viku (já, þið lásuð það rétt) og það eru takmörkuð sæti í boði. Fyrstir koma, fyrstir fá. Athugið einnig að það er laust pláss fyrir einn stakan í herbergi ef menn vilja spara sér aukagjald eða hafa ekki fundið sér ferðafélaga.
Smáatriðin varðandi ferðina eru eftirfarandi:
Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Icelandair. Flogið verður út miðvikudaginn 17. september kl. 8:00 og heim aftur þann 22. september kl. 13:25 (mánudagur).
Gisting: Fimm nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem ætti okkur að vera að góðu kunnugt. Morgunmatur er innifalinn í verðinu en gert er ráð fyrir að tveir deili saman herbergi. Klúbburinn aðstoðar staka herbergisfélaga að sameinast um herbergi ef þess er óskað en að sjálfsögðu er einnig er hægt vera stakur/stök í herbergi (en þá er greitt aukalega).
Leikdagar: Fyrri leikurinn er settur á fimmtudag þann 18. september kl. 20:05 (að staðartíma) og sá seinni þann 21. september kl. 16:00 (sunnudagur). Ef fólk vill taka aukaleik (ath: slíkt er ekki innifalið í verði) gæti verið möguleiki að sjá annan leik í Championship deildinni á laugardeginum — þeas. ef dagskráin reynist hliðholl. En ekki láta aukaleik hafa áhrif á ákvörðunina — við finnum út úr því þegar hitt er ljóst.
Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 135.000 kr. en innifalið í því er beint flug til Manchester, gisting í fimm nætur á hóteli (plús morgunmatur) og miðar á Everton leikina tvo. Ath: Ef óskað er eftir því að hafa engan herbergisfélaga kostar ferðin 180.000 kr.
Staðfesting: Ferðaskrifstofan Vita Sport sjá um bókanir í síma 570-4472 eða á tonsport@vita.is og þarf að bóka strax. Þetta tilboð gildir aðeins í tvo daga.
Skráningarfrestur: Skráningu lýkur á miðvikudaginn eins og áður sagði uppfært: hádegi á fimmtudag og athugið að það er takmarkað sætaframboð í þessa ferð þannig að ekki bíða með að panta. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.
Svo má að sjálfsögðu einnig hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.
Við viljum endilega sjá sem allra flest ykkar með í för þannig að ekki hika við að skrá ykkur.
Tvíhöfði! Frábært tækifæri til að sjá liðið bæði í Evrópudeild og EPL.
Geng frá pöntun á morgun! Ekki spurning.
Ég er klár og hlakka mikið til 🙂
Ég kemst því miður ekki en vá hvað þetta er mögnuð ferð. Baddi ég bið að heilsa á Bierkeller!
Ég gæti grátið, þessi helgi hentar mér því miður engangveginn. Er bókaður bæði á föstudag og laugardag þessa helgi. Ég stefni samt sem áður á að fara á leik í vetur og verður gaman að sjá hvort klúbburinn leggi ekki í aðra ferð í vetur. Ég mun allavega skoða í vetur að reyna að ná bæði evrópuleik og deild ef það er möguleiki.
Óli kem því skila kv Baddi 🙂
Gekk frá pöntun áðan. 15 dagar til jóla 😉
Hvað er þetta,er engin áhugi að kíkja á strákana okkar loksins þegar við erum komnir í EUFA ,frábært verð fyrir 6 daga ferð….. 2 heimaleikir og allt að gerast (tilboð 2 fyrir 1 á BIERKELLER) kannski..
jú! mikill áhugi hér, ætla að hringja í fyrramálið ef það er ekki orðið of seint þá!?
Góður Trausti og takk fyrir síðast kv Baddi 🙂
Ég kemst ekki með svona stuttum fyrirvara, bíð spenntur eftir næstu ferð.
búinn að panta!
Ég kemst bara því miður ekki vegna vinnu en óska öllum góðrar skemtunar
Stjórnin var hálf smeyk við að setja upp ferð með svona fáranlega litlum fyrirvara en þið svöruðuð kallinu og það er frábært að sjá að það verða fimm ný andlit með í för: Bjarni Ólafur, Tinna, Jóhann, Andri og Trausti eru öll skráð og eru flest, ef ekki öll (nema mér „skjöplist“ hrapalega) að fara í sína fyrstu ferð á Goodison — allavega í skipulagðri ferð á vegum klúbbsins hér heima. Síðan bætist fararstjórn ofan á þennan fjölda, og gætu verið jafnvel allt að þrír þar til viðbótar (erfitt að missa af svona tækifæri).
Það er þó enn pláss fyrir fleiri svo lengi sem þið flýtið ykkur að skrá ykkur! Skráningu lýkur á hádegi á morgun (fimmtudag) og athugið að það er pláss fyrir stakan án þess að borga aukagjald!
Ekki missa af þessu tækifæri! 🙂
Það passar. Fyrsta ferðin mín. Tek Tinnu með þar sem ég er búin að reyna að ala hana upp í réttri trú í 20 ár og gengur það vel. Svo er bara að vona að gos og verkfall skemmi ekki fyrir. Get varla beðið.
Getur einhver keypt teyju á mig?
Það er líklega auðveldast ef þú velur og pantar treyju í vefversluninni hjá þeim ytra. Þá getur þú pantað rétta stærð og gerð (heima/úti/þriðji búningur, stutt/langerma) og valið áletrun aftan á.
Svo þegar kemur að delivery þá velur þú Pick up in store og sendir okkur upplýsingarnar. Við förum pottþétt í báðar búðirnar, en líklega betra að láta geyma í Everton Two búðinni, því hún er nálægt hótelinu.
Láttu vita ef þetta klikkar og við reddum þessu.
Kæru félagar er bara upptekin þessa helgina.En reyni að horfa á leikina í ölveri í staðin.Er nokkuð vissum að það verði mjög gaman að fara þessa ferð hvað þá að sjá 2 leiki um helgi það er bara æðislegt að upplifa.og því lík stemming sem verður þessa helgina.góða skemmtun þangað,