Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Helstu fréttir; Hibbert og McAleny semja; Osman testimonial - Everton.is

Helstu fréttir; Hibbert og McAleny semja; Osman testimonial

Mynd: Everton FC.

Tony Hibbert og ungliðinn Conor McAleny skrifuðu nýverið undir samninga við Everton, Hibbert til tveggja ára og McAleny til þriggja ára en sá síðarnefndi var nógu duglegur að skora með unglingaliðunum til að fá einstaka séns með aðalliðinu (næstum búinn að skora gegn Arsenal í sínum fyrsta leik). Hann var á láni hjá Brentford til að öðlast reynslu fyrir aðalliðið þegar hann fótbrotnaði en er nú tilbúinn í undirbúningstímabilið.

Markamaskínuna og skriðtæklararann Tony Hibbert þarf ekki að kynna fyrir lesendum, enda búinn að tileinka Everton allan sinn feril en bæði hann og Leon Osman (sem fær testimonial leik við FC Porto sunnudaginn 3. ágúst) hafa leikið með aðalliðinu síðastliðin áratug og verið allt sitt líf sem knattspyrnumenn hjá Everton — komu upp í gegnum unglingastarf félagsins á sínum tíma, þar sem þeir unnu til dæmis FA Youth Cup árið 1998.

Og talandi um unglingastarfið þá var nýjasti árgangurinn að útskrifast úr akademíunni, 15 talsins, og eru þeir allir búnir að skrifa undir bindandi samning fyrir næstu árin.

Í öðrum fréttum er það helst að nýtt merki félagsins, sem hlaut yfirburðakosningu í kjöri meðal stuðningsmanna, er formlega komið í notkun, bæði á vellinum sem og á netinu. Reikna má þó með því að einhvern tíma taki að skipta öllum gömlu merkjunum út.

Í lokin er rétt að benda á skemmtilega grein þar sem einhverjar bestu myndirnar af Tim Howard tengdar HM voru birtar en Howard stóð sig algjörlega frábærlega á mótinu og varði eins og berserkur. Hann átti auk þess frábært tímabil þar á undan með Everton og ekki annað að ætla en að hann verði jafn góður eða betri á komandi tímabili.

4 Athugasemdir

  1. Ingi Þór Eyjólfsson skrifar:

    Ég vill ekki hljóma svartsýnn en hvað er málið með að gefa Hibbert 2ára samning og svo einum ungum og efnilegum aðeins 3ára samning?

    Flott grein engu að síður, nú bíður maður bara eftir þessum 5-6 mönnum sem Martinez talaði um að við þyrftum vegna aukins álags vegna Evrópudeildarinnar.

  2. Finnur skrifar:

    Ef það vantar að bæta við 5-6 mönnum þá er kannski rétt að missa ekki þá sem fyrir eru, svo talan hækki ekki enn frekar! 😉

    Gluggunn var nú annars bara að opna í vikunni og Martinez á fullu við það að njósa á HM (og á fullum launum hjá ESPN í þokkabót). 🙂

  3. Gunnþór skrifar:

    Barry klár eftir því sem ég best veit staðfest.