Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hull – Everton 0-2 - Everton.is

Hull – Everton 0-2

Mynd: Everton FC.

Everton sigraði Hull nokkuð auðveldlega á útivelli, 2-0 með mörkum frá McCarthy og Lukaku en Everton bætti þar með stigamet sitt í Úrvalsdeildinni þegar þeir nældu sér í 72. stigið. Everton mun meira með boltann og litu ferskari og beittari út en leikmenn Hull sem eiga einn leik eftir, úrslitaleikinn í FA bikarnum. Þeir hafa töluvert um að hugsa eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir sterku liði Everton.

Uppstillingin í leiknum: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, McCarthy, Barry, Osman, McGeady, Naismith, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Hibbert, Deulofeu, Pienaar, Traore, Alcaraz, McAleny.

Leikurinn byrjaði rólega, Everton meira með boltann en virtust eiga erfitt með til að byrja með að koma boltanum fram og skapa færi.

Það breyttist þó á 8. mínútu þegar Lukaku sendi á Naismith sem stóð við D-ið á vítateig Hull og Naismith var fljótur að hugsa og sendi strax inn í vítateig vinstra megin þar sem McCarthy kom á hlaupinu og skaut að marki. Markvörður Hull náði að hægja á boltanum en það var ekki nóg, krafturinn of mikill og boltinn fór í sveig upp á við og endaði í netinu. Fyrsta mark McCarthy fyrir Everton – og í raun það eina sem hefur vantað frá þeim leikmanni. 0-1 Everton!

Everton gerðu harða hríð að marki Hull á 24. mínútu, Lukaku komst í dauðafæri upp við markið en náði ekki að slengja fæti í boltann sem barst þess í stað á fjærstöng þar sem Everton maður (Coleman?) hefði sett boltann í autt netið ef varnarmaður Hull hefði ekki verið aðeins fljótari til og hreinsað í horn.

Fyrsta skot Hull á mark Everton kom eftir aukaspyrnu, fyrst var boltinn hreinsaður frá en svo kom skot utan teigs sem breytti stefnu af McCarthy en Howard vel á verði í markinu. Hull áttu svo langskot á 34. mínútu (Figueroa) en beint á Howard.

Hull bönkuðu svolítið á dyrnar þegar Huddleston náði stungusendingu inn fyrir vörn Everton en Howard fljótur að hugsa, kom fram og eyddi þeirri hættu áður en sóknarmaður Hull komst í dauðafæri gegn honum. Everton svaraði strax með lágri fyrirgjöf fyrir mark sem Lukaku gerði vel að pota á mark úr erfiðu færi en markvörður Hull varði vel.

0-1 í hálfleik eftir flottan hálfleik hjá Everton. Vel verðskuldað að vera yfir, lítil ógnun í liði Hull.

Hull voru eiginlega hálf sofandi í byrjun seinni hálfleiks og Everton nýtti sér það rækilega. Tóku eitthvað um 300 sendingar sín á milli þangað til Osman sendi langa stungu sendingu fram á Lukaku sem losaði sig auðveldlega við varnarmann Hull og skoraði auðveldlega. 0-2 Everton!

Jelavic var skipt út fyrir Bryant (að mig minnir) á 53. mínútu – og ekki til að hvíla Jelavic fyrir FA bikarinn því hann má ekki spila þann leik. Jelavic hafði varla sést í leiknum og gerði lítið til að sýna að það hafi verið rangt að selja hann. Hull gerðu svo aðra skiptingu á 62. mínútu og fóru í 3-5-2 en það hafði takmörkuð áhrif. Deulofeu kom svo inn á fyrir McGeady á 68. mínútu.

Hull reyndu langskot úr þröngu færi á 71. mínútu en beint á Howard. Þriðja skipting Hull kom strax þar á eftir. Everton svararði með því að skipta Osman út og setja Pienaar inn á 76. mínútu, sem loksins lét sjá sig eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Hull fengu gott færi undir lokin — líklega sitt besta færi í öllum leiknum: frían skalla úr horni en rétt framhjá. Þeir reyndu svo enn eitt langskotið en Howard varði vel í horn.

Traore kom inn á fyrir Lukaku þegar aðeins tvær mínútur voru eftir — annar að stíga upp úr langtímameiðslum. En það breytti litlu því Everton sigraði verðskuldað með tveimur mörkum gegn engu.

Flottur endir á tímabilinu og algjörlega verðskuldað. City vann jafnframt West Ham á heimavelli og tryggðu sér því Englandsmeistaratitilinn og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með þann árangur!

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 7, Distin 7, Jagielka 8, Coleman 6, Barry 7, McCarthy 7, Osman 7, McGeady 7, Naismith 7, Lukaku 8. Varamenn: Deulofeu 6, Pienaar 6, Traore 6. Byrjunarlið Hull fékk 6 eins og það lagði sig, nema tveir með 7 og einn með 5.

7 Athugasemdir

  1. Teddi skrifar:

    Flott að enda á öruggum sigri. Þakka góð skrif pistlahöfunda á tímabilinu.

  2. Hólmar skrifar:

    Ágætisleikur hjá okkar mönnum og gaman að McCarthy skyldi loksins skora. Mjög sáttur við tímabilið enda nokkuð betra en ég gerði væntingar til. Sérlega ánægður með hvað liðið var að spila skemmtilegan bolta og Martinez nálgaðist leikina á jákvæðan hátt. Sigur á United á útivelli og burst á Arsenal heima hápunktar tímabilsins að mínu mati.

    Nú er bara að halda hópnum og bæta nokkrum kubbum í púsluspilið fyrir næsta tímabil. Það þarf að stækka hópinn fyrir næst tímabil vegna aukins leikjaálags. Vona svo sannarlega að við höldum Lukaku en engu að síður þarf að kaupa framherja. Hef ekki hugmynd um hver það ætti að vera, en treysti Martinez fullkomnlega til að finna einhvern sem passar í liðið. Viðurkenno fúslega að ég var efins um kaupin á McCarthy en það er erfitt að vera það eftir hans framlag i vetur.

    Þakka síðusðhöldurum fyrir þeirra vinnu í vetur síðan er frábær bæði hvað varðar útlit og innihald.

    NSNO

  3. Halli skrifar:

    Það var gott að enda tímabilið á sigri, ná í fyrsta skipti að fara yfir 70 enda með 72 stig og vinna 21 leik í deild. Þar sjáum við mismuninn á stigatöflunni, að ná að breyta 6-7 jafnteflum í sigra. Svo að fá framherja sem skorar mörk, Lukaku með 15 mörk í deild. Síðast þegar við áttum mann með þennan fjölda marka var Yakubu 2007/2008 en okkur vantar svo klárlega annan mark skorar. Það að næsti maður skuli vera með 8 mörk (Mirallas) er ekki nógu gott. En ég er mjög ánægður með veturinn í heild sinni. Auðvitað hefði maður viljað sjá liðið fara lengra í bikarkeppnum en það náðist ekki en nú bætist evrópuboltinn við og er það vel. Þessi umræða stuðningsmanna þessara svokölluðu stórliða um að evrópudeildin sé ekki þess virði að spila í henni er að mínu mati algjör þvæla og vil ég sjá Everton liðið mitt spila sem flesta leiki og á eins mörgum vígstöðum og mögulegt er. Ég get ekki beðið eftir ágústmánuði og boltinn byrji aftur. Takk fyrir veturinn félagar.

  4. Finnur skrifar:

    Mjög sáttur við leikinn sem og tímabilið í heild — fyrsta tímabil Everton undir stjórn Martinez og hans fyrsta verk að koma klúbbnum í Evrópukeppni aftur og strax farinn að bæta (nokkur) met, eins og við þekkjum.

    Martinez sagði í viðtali: „Can we break teams down? Yes we can. Can we be well organised and beat teams on the counter? Yes we can. Can we go away from home and be arrogant enough to be ourselves? Yep, we have done that. All the signs are there. Then we have people like Ross Barkley, James McCarthy, Johns Stones, Seamus Coleman — all very young players. As long as we don’t lose experienced players, I would be delighted if we could replicate what we have done this season and compete in Europe. We are getting consistently stronger”.

    Ljóst er að bæta þarf við andlitum í hópinn fyrir komandi átök og er það vel. Treysti Martinez ágætlega til að gera það — hann hefur sýnt það hingað til að hann veit bæði hvar þarf að styrkja liðið og hvaða menn fylla vel upp í götin þannig að ég bíð spenntur að sjá hvað tekur við. Ég geri fastlega ráð fyrir því að lánsmennirnir verði áfram allavega eitt tímabil hjá okkur — nema hvað Barry skrifar undir í næstu viku, hvíslaði að mér lítill fugl. Það getur verið að það kosti Everton 2,5M punda að gera svo (eins og Mirror greindu frá, sjá http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-transfers-manchester-citys-gareth-3524701) en fyrir mitt leyti væri það no-brainer.

    En svona í lokin, frábærar fréttir! Everton U18 er aðeins einum leik frá því að tryggja sér Englandsmeistaratitil U18 ára liða en liðið bar sigurorð af Tottenham U18, 1-0 með marki frá Michael Donohue.
    http://www.evertonfc.com/match/report/1314/everton-u18s-v-tottenham-u18s

    Vel gert hjá ungliðunum! Liðið mætir Manchester City U18 í úrslitaleik um titilinn (nánar auglýst síðar)!

  5. Finnur skrifar:

    Og, það sem ég gleymdi að minnast á er að bakverðir okkar tveir voru valdir í lið tímabilsins hjá BBC:
    http://www.bbc.com/sport/0/football/27342941

    Garth Crooks, sem valdi liðið sagði af því tilefni: „I think it is telling that both Everton’s full-backs make my team, and a further endorsement of the way their manager approached the season“.

  6. Gunni D skrifar:

    Takk fyrir þessa frábæru síðu ívetur og undanfarin ár. Alltaf hressandi að kíkja hér inn. Þessi vetur lofar góðu um framhaldið. Og hver hefði trúað því fyrir 8 mánuðum síðan að maður hefði skrifað í dag.:Gott að vera laus við David Moyes. En svona er bara fótboltinn, þessi óútreikanlega en frábæra íþrótt. Góðar stundir.

  7. Hallur skrifar:

    Þakka fyrir veturinn kæru félagar búinn að vera magnaður vetur hlakka mikið til næsta tímabils.

    Okkar lið mun vonandi ná að styrkja sig með réttum mönnum.
    Hafið það sem allra best í sumar og áfram KA