Helstu fréttir

Mynd: Everton FC.

Fjórða umferð FA bikarsins kláraðist í dag (fyrir utan einn frestaðan leik) og því ljóst hvaða lið mætast í næstu umferð. Það er skemmst frá því að segja að þetta var algjörlega brilliant niðurstaða, því Everton fékk heimaleik — sem er alltaf aðalatriðið í þessari keppni og skiptir meira máli en mótherjarnir, oft á tíðum. Mótherjarnir nú eru lið sem Martinez þekkir vel (en hann stjórnaði þeim áður): Úrvalsdeildarlið Swansea sem nú eru í 15. sæti. Það er skemmtilegt að rifja upp að Everton hafa mætt þeim 17 sinnum frá upphafi tíma, átta sinnum á heimavelli Everton, níu sinnum á heimavelli Swansea. Og það er skemmst frá því að segja að Swansea hefur _aldrei_ tekist að hafa betur gegn Everton. Vonandi helst það áfram þannig sem lengst.

Hvað aðrar viðureignir í FA bikarnum varðar hefði varla verið hægt að biðja um betri útkomu: Fjögur efstu lið Úrvalsdeildarinnar mætast: Arsenal taka á móti Liverpool og Man City á móti Chelsea.

Drátturinn í heild sinni er hér:

Manchester City vs Chelsea
Arsenal vs Liverpool
Sheffield United eða Fulham vs Nottingham Forest eða Preston North End
Brighton & Hove Albion vs Hull City
Cardiff City vs Wigan Athletic
Sheffield Wednesday vs Charlton Athletic
Sunderland vs Southampton
Everton vs Swansea City

Everton komst, eins og fram hefur komið, nokkuð auðveldlega áfram með hálfgerðu varaliði gegn Stevenage með 4-0 sigri (sá annar í röð í FA bikarnum í ár), en sá sigur var þó nokkuð dýr því Oviedo tví-fótbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með á tímabilinu að öllum líkindum. Nú er bara að leggja Swansea fyrir Oviedo í næstu umferð og Everton er þar með komið í dauðafæri að komast á Wembley, enn á ný!

Í öðrum fréttum er það helst að Martinez sagðist nú hafa náð í þá tvo leikmenn sem hann ætlaði að ná í í janúarglugganum: miðjumaðurinn McGeady (sem fékk treyju 7) og Traore en þessi nýi sóknarmaður okkar fékk treyju númer 28. Það er þó enn ekki ljóst, eftir meiðsli Oviedo, hvort Martinez bæti við einum leikmanni en mín tilfinning er sú að það verði ekki gert. Baines er ekki gjarn á að meiðast og við höfum frábæran unlingalandsliðsmann sem varaskeifu í vinstri bakverði og kantmenn okkar eru keyptir með það fyrir augum að geta spilað báðum megin (og gera það nánast í hverjum leik) þannig að við ættum ekki að vera á flæðiskeri staddir þar.

Martinez fór mikinn í viðtali í dögunum um Barkley og sagði meðal annars við Daily Mail: „What impresses me is the mentality. You can talk about talent, about physicality. He has the physical elements of the British game. The intensity and the power. But Ross also has the touch of someone brought up in a different culture. You’ve got a cool character; such an emotionally stable character. And that is what sets him apart. Whether he is playing for England at Wembley, or the opening game of the season against Norwich, or a friendly behind closed doors, his approach will be the same. And it’s the same after someone has kicked him or he has made a good pass. Only the top guys are like this. Nothing fazes Ross. That temperament, I’m not sure we’ve seen that too often over the years. For some reason, the English talent is often the naughty boy. It’s a short fuse, or he gets into some kind of trouble. Drinking, smoking. Ross is the opposite. I think partly because he had a big injury at 17 (he broke his leg in three places). All of a sudden, something took it all away from him. He realized what he could lose. But home is good too. He’s well-grounded. His mum is a great influence. He’s one in a million.“

Gaman að þessu. Í öðrum fréttum er það helsta að Heitinga var orðaður við Galatasaray en lið á Ítalíu var einnig sagt áhugasamt. Martinez sagði að tvö lið hefðu haft samband.

Af ungliðunum er það að frétta að U18 ára lið Everton sigraði Arsenal U18 2-1 með mörkum frá Tyrone Duffus og George Green.

12 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    martinez talaði um að styrkja liðið í hverjum glugga og til að gera það í þessum þarf hann að fá a.m.k. tvo til viðbótar og ég ætla að spá því að það eigi hann eftir að gera. Þá á ég við maður fyrir mann, Jelavic/Traore, Mcgeady/Heitinga (þegar Heitinga fer) Einn striker og einn sóknartengiliður verður það 🙂 hugsanlega líka varavinstri bakv…..

  2. Ari G skrifar:

    Hvaða níska er það ef Everton kaupir engan í Janúar nema MacGready hann kostaði kannski 2 millur. Lýst vel á þennan Belga hjá Standard Liege þótt ég þekki hann ekkert en Belgar standa sig ætíð vel í Englandi. Svo finnst mér Osman kominn á tíma væri gott að finna einn flottan til vara fyrir Barkley.

  3. Finnur skrifar:

    Uhhh, Jelavic skoraði ekki eitt einasta deildarmark á fyrir hluta tímabilsins þannig að Traore þarf ekki mörg mörk til að sjá fram á að hann styrki liðið. Og hvað fékk Heitinga margar mínútur á tímabilinu? Mér sýnist allavega McGeady ætla að nýtast okkur mun betur en Heitinga. Skil ekki alveg hvernig þú færð út að *lágmark* séu tveir í viðbót ella sé Martinez að fara á bak orða sinna, eins og þú gefur í skyn.

    Skil heldur alls ekki af hverju það er eitthvað badge of honor að henda sem mestum peningum í leikmannakaup. Það þarf ekki nema að horfa yfir garðinn á litla bróður til að sjá hversu vel það virkar. Andy Carroll einhver? Af nægu að taka í þeirri deild og samt er árangurinn ekki í neinu samræmi við fjárútlát.

  4. Georg skrifar:

    Þá er Baines búinn að skrifa undir nýjan 4. ára samning við Everton. Þetta eru frábærar fréttir og sínir að við erum staðráðnir í að halda okkar bestu leikmönnum og bæta liðið enn frekar.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/27/breaking-baines-pens-new-deal

    Heldur verri fréttir eru þær að við gætum verið án þessara leikmanna á morgun: Jagileka, Sylvain Distin, Antolin Alcaraz, Seamus Coleman, Steven Pienaar and Ross Barkley. Svo eru náttúrulega Kone, Gibson og Oviedo frá í lengri tíma. Mér líst ekki nógu vel á ef við verðum án okkar öftustu varnarlínu fyrir utan Baines. Miðvörður 1,2 og 3 meiddir. Vonandi að Jagielka og/eða Distin verði klárir. Jagielka var tekinn út af meiddur í hálfleik í síðasta leik. Ég hélt sjálfur að hann hefði bara verið að hvíla hann þar sem við vorum 0-2 yfir í hálfleik.

    Sama hvaða lið við munum tefla á morgun þá er alveg kominn tími á sigur á Anfield og ekki væri verra að vinna þá þegar við erum með svona vængbrotið lið.

  5. Finnur skrifar:

    Mikið rétt, Georg.
    Sjá: http://everton.is/?p=6521

  6. Diddi skrifar:

    ég mæli ekki styrkleika hópsins í mörkum Finnur, ég er að tala um breiddina í hópnum, það er ansi margt sem þú skilur ekki kallinn minn 🙂 Það er ekki alltaf samasem merki á milli peningaupphæðar og gæða, en það fer samt oft saman.

  7. Finnur skrifar:

    What is your point? I don’t get it.

    Mitt var eftirfarandi: leikmennirnir sem komu inn styrktu liðið. Tveir leikmenn sem eru hættir að nýtast okkur farnir og tveir leikmenn sem koma til með að nýtast betur komnir inn. Annar kominn með stoðsendingu í sínum fyrsta byrjunarleik.

    Vissulega er þetta engin gríðarleg styrking en ég sé ekki annað en þetta sé nett pósitívt fyrir liðið. Martinez sagði aldrei hversu mikla styrkingu hann væri að sigta á. Ég held því að þú sért að lesa meira í hans orð en ætlast var til. Hann var ekki að tala um að stækka hópinn mikið eða kaupa einhverjar stjörnur. Þú gefur í skyn að hann sé að fara að bæta við tveimur leikmönnum. Hvernig lestu það úr hans orðum?

    Ég hlakka annars til að þú leiðir mig í allan sannleikann um þetta mál og leyfir þér að gæða mér á gnægtarfullum viskubrunnum þínum, þó ekki sé nema nokkra sopa. 🙂

  8. Diddi skrifar:

    Martinez sagði að markmið klúbbsins yrði að koma ávallt stekari útúr félagaskiptaglugga en þegar inní hann var farið. Ég bendi þér á að við höfum misst menn í langtímameiðsli á tímabilinu og veikst fyrir vikið, þess vegna finnst mér (taktu eftir FINNST MÉR) að við þyrftum að fá til okkur menn, en það þarf ekki að endurspegla vilja þjóðarinnar en það þarf heldur ekki að æsa þig upp og heimta einhverjar skýringar á því, vegna þess að þessi vettvangur hlýtur að vera til að menn geti viðrað skoðanir sínar án þess að þurfa alltaf að útskýra fyrir þér hvað menn meina, t.d. gæti maður haldið að Naismith sé Finnsson því þú ferð alltaf í svo mikla vörn þegar einhverjir voga sér að gagnrýna hans spilamennsku, leyfðu okkur bara að hafa gaman af því að koma hér inn og kommenta þó að þér finnist ekki alltaf vera hrikalega mikið vit í því sem við segjum, þetta er ekki keppni okkar á milli 🙂

  9. Orri skrifar:

    Við skulum bara hafa gaman að því koma inn á þessa síðu.En ég er sammála Didda við verðum að styrkja okkur fyrir komandi átök.Erum við ekki komnir að endamörkum með lánsmenn,því held ég að við verðum að kaupa alavega tvo leikmenn nú í janúar.

  10. Diddi skrifar:

    ég held (ég endurtek HELD) að við megum vera með fjóra í láni en aðeins tvo frá Bretlandi……

  11. Gunnþór skrifar:

    Strákar það þarf ekki að ræða Steven Neismith boltin er ekki hans besti vinur,hann er svona gamaldags skoskur leikmaður sem við höfum átt nóg af í gegnum tíðinna,hann er vinnusamur thats it,hann einfaldlega fittar ekki inní þetta leikkerfi sem Martinez er að spila,hann var nær því að fitta inní kerfið hjá Moyes.Strákar svo væri ekkert gaman ef allir væru sammála

  12. Finnur skrifar:

    Ég sé ekki að neinn á þessum þræði sé æstur. Það er hins vegar ákveðinn undirtónn í kommentum frá ansi mörgum undanfarið (yfirleitt í tengslum við félagaskiptagluggann) sem ég held að væri rétt að taka á og kannski efni í sér svona op-ed piece færslu. Ekki þó alveg í bráð — það er mikilvægur leikur á morgun.