Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Norwich 2-0 - Everton.is

Everton – Norwich 2-0

Mynd: Everton FC.

Martinez breytti nokkuð liðinu frá því sem gerði jafntefli við Stoke því Jagielka var orðinn góður af sínum meiðslum (tók stöðu Alcaraz) en Distin ekki. Barkley var hvergi sjáanlegur — ekki einu sinni á bekknum, og Jelavic sömuleiðis, enda sá síðarnefndi væntanlega í samningaviðræðum við Hull. Gueye kominn aftur úr sínu láni greinilega, því hann var á bekknum.

Uppstillingin fyrir Norwich leikinn var: Howard, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Pienaar og Mirallas á köntunum, Barry og McCarthy á miðjunni, Osman fyrir aftan Lukaku frammi. Bekkurinn: Joel, Hibbert, Heitinga, Oviedo, Naismith, Gueye, Vellios.

Áður en flautað var til leiks var Aiden McGeady kynntur en hann var keyptur frá Spartak Moskvu, fyrir upphæð sem ekki var gefin upp, en líklega var ekki há því samningur hans var um það bil að renna út. Nánar um það síðar.

Everton menn byrjuðu fyrri hálfleik ágætlega, fyrir utan smá shaky moment frá Stones þegar hann var næstum búinn að gefa boltann til sóknarmanns Norwich.

Coleman átti skot meðfram jörðu strax á 3. mínútu sem Ruddy í markinu átti ekki í erfiðleikum með. Hann átti þó ekki séns í færið sem Lukaku fékk eftir fyrirgjöf frá Mirallas (frá vinstri) á 11. mínútu, sem Lukaku skallaði hárfínt framhjá fjærstönginni. Þarna hefði staðan átt að vera 1-0 fyrir Everton sem voru með öll völdin á vellinum og með 73% possession, skv. tölfræði útsendingar.

Þetta hristi þó aðeins upp í Norwich sem fengu sitt besta færi á 14. mínútu. Hár bolti frá miðju, yfir vörn Everton og allt í einu sóknarmaður Norwich kominn einn inn fyrir og Stones að elta. Sem betur fer var fyrsta snerting hans arfaslök og hann missti boltann frá sér og Howard náði að loka á það en manni hrýs hugur við tilhugsunina um hvað hefði gerst ef hann hefði náð að stjórna boltanum betur því hann var kominn í dauðafæri. Hér hefði staðan kannski átt að vera 1-1.

Baines átti skot framhjá frá jaðri vítateigs á 21. mínútu en það kom ekki að sök því markið kom aðeins mínútu síðar. Lukaku fékk langa sendingu fram, hélt boltanum vel og gaf til baka á Barry sem kom hlaupandi frá miðju. Varnarmaður Norwich þorði ekki annað en að fylgja Lukaku þannig að Barry fékk að hlaupa óáreittur alveg að jaðri vítateigs (Leroy Fer „ballwatching“ eins og þeir segja stundum). Barry ákvað bara að taka af skarið og skjóta og skoraði þetta líka glæsimarkið af löngu færi í hliðarnetið ofarlega hægra megin. 1-0 fyrir Everton.

5 mínútum síðar voru Norwich menn næstum búnir að skora. Þeir náðu skyndisókn sem Everton gerði vel að fylgja eftir og stoppa. Norwich endurskipulögðu sig þó í sókninni og Van Wolfswinkel tók skot af löngu færi utan teigs sem Howard þurfti að taka á stóra sínum til að verja glæsilega í horn. Hefði líklega farið í fjærstöngina og inn.

Everton með 61% possession eftir um hálftíma leik og litu betur út á velli. Norwich komnir í nauðvörn og hver sóknin á fætur annarri hjá Everton leit dagsins ljós. Ein endaði með því að Coleman átti skot rétt yfir samskeytin af mjög stuttu færi. Og ekki náðu Everton heldur að klára hinar sóknirnar á þeim kafla.

Norwich náðu því að standast pressuna og komast aftur inn í leikinn og setja pressu á Everton á móti rétt undir lok hálfleiks. Í eitt skipti fór um mann þegar Howard fór langt út í teig hægra megin (frá honum séð) og gerði vel að stoppa skot en Norwich náðu öðru sem Stones stoppaði auðveldlega á línunni.

1-0 í hálfleik. Everton með 13 tilraunir á móti aðeins tveimur frá Norwich en allt of fáar sem hittu á rammann. 68% possession í fyrri hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfleikinn með góðri pressu og Jagielka átti skot yfir af löngu færi. En aftur fengu Norwich færi, Wolfsvinkel kominn í gegn á 56. mínútu og Stones fylgdi en ekkert kom úr því.

Á 58. mínútu sótti Baines aukaspyrnu rétt utan teigs vinstra megin. Mirallas tók þá spyrnu frábærlega, í sveig yfir vegginn, söng í netinu alveg við nærstöng. Þvílíkt mark!! Ruddy reyndi hvað hann gat til að verja en spyrnan var einfaldlega óverjandi. 2-0 fyrir Everton og nokkuð verðskuldað.

Lukaku fékk dauðafæri aðeins tveimur mínútum síðar, rétt við markið en Norwich stálheppnir því varnaðarmaður rétt náði að hreinsa frá áður en skotið kom frá Lukaku. Lukaku átti líka skot stuttu síðar utan teigs eftir að hann hafði gert mjög vel að halda boltanum, en skotið varið. Hann náði meira að segja að setja boltann í netið ekki löngu eftir en var dæmdur rangstæður. Það er erfitt að segja hvort sá dómur hafi verið réttur því myndavélin var í endursýningu ekki hornrétt á Lukaku.

En Norwich menn voru hér komnir í nauðvörn aftur og björguðu oft vel. Þeir náðu þó að komast inn í leikinn mun betur upp úr 70. mínútu en þá skipti Martinez inn Heitinga fyrir Osman og Naismith fyrir Pienaar, kannski til að tryggja sigurinn.

Howard varði vel skot frá vinstri inni í teig á 72. mínútu og flott skot frá Johnson, fór rétt framhjá á 75. og annað á 77. mínútu. Þeir voru svo næstum búnir að minnka muninn á 78. mínútu þegar þeir náðu skalla á mark sem fór í jörð og í stöngina hátt uppi. Norwich allt í einu farnir að pressa meira og skapa meira, en bara allt of seint.

Rétt undir lokin var McCarthy felldur inni í teig, klárt víti en ekkert dæmt. Það kom þó ekki að sök því Everton landaði þremur verðskulduðum stigum gegn Norwich. Everton enduðu í einhverjum tuttugu og þremur tilraunum á markið, 5 á rammann og tvö mörk. 63% possession Everton megin í heildina.

Everton fóru með þessu upp í fjórða sætið aftur, upp fyrir litla bróður sem eiga leik á morgun gegn þeirra uppáhaldsliði, Stoke.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 8, Stones 7, Jagielka 7, Coleman 8, Pienaar 7, Barry 9, McCarthy 8, Mirallas 8, Osman 7, Lukaku 7. Varamenn: Heitinga og Naismith báðir með 6. Norwich fengu slæma útreið, 5 á alla línuna, fyrir utan tvo með 6 og einn með 4.

25 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    það var talað um í gær og fyrradag að Barkley væri tæpur vegna meiðsla 🙂

  2. Diddi skrifar:

    Snilldarfréttir,hann er klár í slaginn og gefur okkur meiri breidd í hópinn 🙂
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/11/blues-swoop-for-mcgeady

  3. Elvar Örn skrifar:

    Flottur sigur í dag. Barry alveg frábær í dag verð ég að segja og er hann búinn að vera magnaður fyrir okkur í vetur.
    Það liggur alveg ljóst fyrir að Everton verður að kaupa framherja í stað Jelavic og Martinez hlítur að vera með einhvern í sigtinu því liðið verður að hafa meiri breidd fram á við.
    Flott að sjá að Aiden McGeady (spellling gæti verið crazy) kynntan fyrir leikinn sem Everton leikmann næsta sumar.
    Flott að halda líka hreinu og vonandi verða úrslit morgundagsins hagstæð fyrir Everton.
    Gott að sjá Jagielka aftur í vörninni og ég verð að segja að Heitinga átti mjög góða innkomu og spurning hvort að við verðum ekki bara að halda kappanum þar sem Gibson er frá út leiktíðina að öllum líkindum.
    WBA úti í næsta leik sem mæta með nýjan stjóra og vonandi náum við bara sigri þar einnig.
    Væri ekki slæmt að L…..púl misstygi sig á morgun og Everton haldi 4 sæti og styrki stöðu sína varðandi Meistaradeildarstæti.

  4. Finnur skrifar:

    Elvar, af hverju segirðu að McGeady (sem þú by the way stafsettir rétt) komi ekki fyrr en í sumar? Á Everton fréttinni stendur: „Blues boss Martinez worked hard to secure an immediate permanent transfer“.

    Ósammála með Heitinga. Við áttum að selja hann í sumar þegar við gátum fengið smá aur fyrir hann. Hann er greinilega ekki Martinez leikmaður (frekar en Fellaini) og því þurfum við að losa okkur við hann — á allt of háum launum til að sitja á bekknum.

  5. Ari S skrifar:

    Heitinga átti fína innkomu í dag. Þú ert vonandi ekki ósammála Elvari með það Finnur ? 😉

    Ég væri alveg til í að halda Heitinga og það að hann skuli hafa spilað með í dag eftir alla þessa transfer spekúlasjónir undanfarið segir okkur að kannski eitthvað sé að breytast með hann.

    En með Jagielka, Stones, Distin og Alcaraz alla fyrir framan Heitinga í goggunarröðinni þá verður erfitt fyrir hann að spila eitthvað að ráði til að reyna að komast í Hollenska landsliðið á HM.

    Er Distin eitthvað meira meiddur en látið er uppi? Alcaraz tæpur? Jagielka tæpur? Stones (19ára)…… þá „meikar“ það sens að spila Heitinga…. en þetta eru bara hugleiðingar hjá mér.. ég á von á að hann fari frá okkur bráðlega þó ég persónulega vilji það nú alls ekki.

    Flottur leikur hjá okkar mönnum í dag og þrjú stig í hús… „well deserved“

    kær kveðja,

    Ari

  6. Finnur skrifar:

    Nei, sammála með að Heitinga leit vel út. En ég myndi (ef ég væri stjóri) ekki taka ákvarðanir um framtíð leikmanna út frá einum leik. Jagielka var ekki tæpur — hann spilaði leikinn. En það segir ákveðna sögu að Stones var valinn á undan Heitinga — og að Heitinga fékk bara að spila í lokin, þegar mótherjarnir voru orðnir þreyttir.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Finnur, McGeady er á permanent transfer en þetta er Bosman move þar sem búið er að semja við kappann um að koma í sumar. Þegar menn eiga bara hálft ár eftir af samning þá mega þeir tala við önnur lið og semja.
    http://nr.soccerway.com/news/2014/January/11/mcgeady-arrival-delights-martinez/

  8. Elvar Örn skrifar:

    Þetta kom fram þegar leikmaðurinn var kynntur fyrir leikinn í dag og má sjá einnig á SkySports hér:
    http://www1.skysports.com/football/news/11671/9111470/transfer-news-everton-sign-aiden-mcgeady-from-spartak-moscow

  9. Finnur skrifar:

    Þetta *hefði* verið Bosman move ef hann hefði komið í sumar. Það náðust hins vegar samningar við Spartak um að flýta því og því má fastlega gera ráð fyrir því að einhver greiðsla hafi verið innt af hendi (þó ekki hafi verið nema að greiða launin hans þangað til).

    Það má vissulega tala við menn þegar þeir eiga <6 mánuði eftir en þú færð ekki leikmanninn fyrr nema þú náir samningum við "eignarliðið".

  10. Elvar Örn skrifar:

    Heitinga fer í vor amk, það er ekki spurning en ég tel það ekki gáfulegt að selja Jelavic og Heitinga þegar það liggur hugsanlega ekki fyrir að nokkur komi í staðinn, fyrr en í sumar. Hópurinn verður við þetta of þunnur sem var eitt stærsta vandamál Moyse þegar hann var við stjórnvölinn. Syrgi ekki að þeir fari ef við fáum góða menn í staðinn.

  11. Elvar Örn skrifar:

    Gæti verið Finnur, en skv. fyrri fréttinni er þetta Bosman move. Það breytir því ekki að hann er ekki að koma fyrr en í sumar eins og ég talaði um í byrjun 🙂

  12. Finnur skrifar:

    Nei, það er ekki rétt. Hann er orðinn leikmaður Everton.

    • Elvar Örn skrifar:

      Nei Finnur, hann er ekki orðinn leikmaður Everton. Búið er að gera samning við hann NÚNA en hann verður ekki Everton leikmaður fyrr en í sumar og má því ekki spila með þeim fyrr.

      • Elvar Örn skrifar:

        Var að reyna að finna umfjöllunina sem var í beinni í dag þar sem ég heyrði ekki betur en að samningurinn væri um að hann kæmi í sumar sem endurspeglar kannski allar þessar fréttir um að svo sé.
        Ef hann er kominn núna þá held ég svosem að hann sé ekki að gera mikið fyrir okkur fyrr en á næstu leiktíð. Vonast mest til að sjá öflugan framherja en gott að fá McGeady og kannski Ince komi að auki til að auka breiddina enn meira.

      • Finnur skrifar:

        Elvar, McGeady er þegar orðinn leikmaður Everton; þetta hefur margoft komið fram á þeim fréttum sem ég hef lesið. Nú síðast hér:
        http://www.bbc.com/sport/0/football/25696809

        Tilvitnun: „He could have joined Everton for free in the summer when his contract expired but they have paid a transfer fee to make his move immediate.“

        Það væri auk þess ansi skrýtið að kynna nýjan leikmann rétt fyrir kickoff ef hann kemur svo ekki fyrr en eftir 6 mánuði.

        Það er þó ekki þar með sagt að hann láti sjá sig í næsta leik því hann var í kuldanum hjá stjóra Spartak og hefur ekkert spilað í nokkrar vikur. Hann þarf því greinilega tíma til að skerpa á leikformi.

        • Elvar Örn skrifar:

          Já flott að þeir hafi náð þessu, þetta var mjög óljóst amk skv. fyrstu fréttum en magnað að fá hann strax þó ekki sé nema til að æfa með félögunum. Líklegt að hann taki ekki þátt næstu 4-5 vikurnar amk og spurning hvort að Deulofeu fái ekki að spila meira en McGeady en hann er kænnski meira vinstra megin en Deulofeu hægra megin.

          • Finnur skrifar:

            Everton virðist allavega vera að safna kantmönnum sem geta spilað báðum megin. Fer að verða spurning um að prófa Mirallas fremstan? 🙂

  13. Ari G skrifar:

    Flott að fá McGready hvort sem hann kemur núna eða frítt í sumar það kemur bara í ljós. Treysti alveg Martinez að kaupa eða semja við fleiri leikmenn. Vill selja Heitinga núna fáum samt ekki mikið fyrir hann þakka fyrir 1 millu betra en ekkert enda hefur hann aldrei verið frábær með Everton kannski ok ekki meir.

  14. Ari G skrifar:

    Svakalega er þetta furðuleg einkunn hjá leikmönnum Everton. Fannst vörnin ekki nógu sannfærandi í seinni hálfleik og að Howard fái bara 6 er algjört bull miklu betri en það kannski spurning þegar hann úr markinu annars frábær. Barry maður leiksins markið hans stórkostleg.Lukaku virðist vera í lægð núna samt alltaf ógnandi. Baines að ná sér á strik aftur eftir meiðslin.

  15. Finnur skrifar:

    Hvað Howard varðar þá má deila um hans einkunn. Þeir sem gefa þessar einkunnir draga oft markvörð niður þegar lið hans er mikið til í sókn (eins og var raunin), því þá er ekki mjög mikið að gera hjá markverðinum og reynir því ekki á hann. Miðað við kommentið um Howard „little to do“ virðist sem þetta hafi verið raunin, í augum matsaðila. Persónulega hefði ég tekið einn í einkunn af Stones og gefið Howard, því Stones virkaði ekki eins traustur í þessum leik og hingað til.

  16. Finnur skrifar:

    Gleymdi alveg að minnast á að fréttin um McGeady (og greining og vídeó og fleira) er hér: http://everton.is/?p=6390

  17. Finnur skrifar:

    Jagielka og Barry í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/0/football/25704476