Byrjunarliðið í dag:
Everton voru rétt í þessu að sigra Brann í Noregi 0-2.
Leikurinn fór fram í Noregi svo að þetta er gott veganesti í seinni leikinn sem verður á Goodison Park 21. febrúar eftir rúma viku.
Yakubu kom aftur inní byrjunarliðið og er gott að málið með hann er búið, eftir að hann mætti of seint úr afríkukeppninni. Hann stóð sig mjög vel í dag og var með betri mönnum, ásamt Phil Jagielka sem er búinn að vera hreint frábær í síðustu leikjum.
Bæði mörkin komu í seinni hálfleik og fyrra markið skoraði Leon Osman á 58. mín. eftir að varnamaður Brann skallaði boltann útúr teygnum og smellti Osman boltanum glæsilega í netið. Svo kom Anichebe inná sem varamaður á 75. mín. og hélt hann uppteknum hætti í Evrópukeppninni og setti boltann í netið á 87. mín. eftir frábæra sendingu frá Lescott.
Okkar menn hafa oft spilað betri bolta, en samt sem áður náðum við góðum 0-2 útisigri og má teljast mjög ólíklegt að Brann nái þessu úr þessu. En samt sem áður þarf að klára leikinn á Goodison Park.
Til gamans má geta að þetta var sjötti sigurleikur Everton í röð í Evrópukeppninni, sem er met hjá Everton í þessari keppni frá upphafi.
Comments are closed.