Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tímabilið 2012/13 - Everton.is

Tímabilið 2012/13

Mynd: Everton FC.

Þá er búið að gefa út leikjalistinn fyrir tímabilið 2012/13. Fyrsti leikurinn er gegn Man United á Goodison Park þann 18. ágúst og svo útleikur gegn Aston Villa viku síðar, West Brom á útivelli þann 1. september og svo heimaleikur gegn Newcastle 15. september. Síðasti leikur tímabilsins (19. maí) er á útivelli gegn Chelsea og þriðji síðasti á útivelli gegn Liverpool. Heimaleikurinn við Liverpool er þann 27. okt.
Það verður erfið törn sem byrjar í nóvember með leikjum við Arsenal (heima), City (úti), Tottenham (heima). Fjórum leikjum síðar mætum við svo Chelsea (heima) og Newcastle (úti). Í febrúar og mars er önnur slík er við mætum Man United (heima) í febrúar, Arsenal (úti) og City (heima) og svo Tottenham (úti) í byrjun apríl.
Leikjauppröðunin er annars komin upp á Everton.is (sjá hér) og inniheldur listinn vináttuleikina í júlí og ágúst, þar með talið góðgerðarleikurinn fyrir Tony Hibbert. Sá leikur verður leikinn rétt fyrir byrjun tímabilsins, en þar stendur til að verðlauna Hibbo fyrir 10 ára dygga þjónustu í þágu Everton. Tony Hibbert tekur vítaspyrnurnar í leiknum.

Comments are closed.