Mynd: Everton FC.
Þá er búið að gefa út leikjalistinn fyrir tímabilið 2012/13. Fyrsti leikurinn er gegn Man United á Goodison Park þann 18. ágúst og svo útleikur gegn Aston Villa viku síðar, West Brom á útivelli þann 1. september og svo heimaleikur gegn Newcastle 15. september. Síðasti leikur tímabilsins (19. maí) er á útivelli gegn Chelsea og þriðji síðasti á útivelli gegn Liverpool. Heimaleikurinn við Liverpool er þann 27. okt.
Það verður erfið törn sem byrjar í nóvember með leikjum við Arsenal (heima), City (úti), Tottenham (heima). Fjórum leikjum síðar mætum við svo Chelsea (heima) og Newcastle (úti). Í febrúar og mars er önnur slík er við mætum Man United (heima) í febrúar, Arsenal (úti) og City (heima) og svo Tottenham (úti) í byrjun apríl.
Leikjauppröðunin er annars komin upp á Everton.is (sjá hér) og inniheldur listinn vináttuleikina í júlí og ágúst, þar með talið góðgerðarleikurinn fyrir Tony Hibbert. Sá leikur verður leikinn rétt fyrir byrjun tímabilsins, en þar stendur til að verðlauna Hibbo fyrir 10 ára dygga þjónustu í þágu Everton. Tony Hibbert tekur vítaspyrnurnar í leiknum.
Comments are closed.