Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Komdu með á Goodison í nóvember! - Everton.is

Komdu með á Goodison í nóvember!

Mynd: FBÞ

Nú gefst þér frábært tækifæri á að fara með Evertonklúbbnum íslenska að sjá Everton leika á Goodison Park! Síðasta ferð (á Fulham leikinn í apríl á þessu ári) þótti einstaklega vel heppnuð og þessi verður örugglega ekki síðri, en nú er ætlunin að sjá Everton taka hressilega á móti Tottenham í nóvember. Tottenham hefur síður en svo notið heimsókna sinna á Goodison Park undanfarin ár, en Everton eru ósigraðir gegn þeim á heimavelli síðustu 6 tímabil og sigruðu Tottenham í síðustu þremur tilraunum.

Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Icelandair. Flogið verður út þann 1. nóvember 2013 (sem er föstudagur) kl. 8:00 og heim aftur þann 4. nóvember 2013 kl. 12:30 (mánudagur).

Gisting: Gist verður í þrjár nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem ætti okkur að vera að góðu kunnugt.  Morgunmatur er innifalinn í verðinu en gera má ráð fyrir að tveir deili saman herbergi. Við aðstoðum ykkur að finna herbergisfélaga ef þess er óskað en einnig er hægt að óska þess að vera stakur/stök í herbergi.

Leikdagur: Leikurinn við Tottenham er á sunnudegi þann 3. nóvember kl. 13:30. Daginn áður (laugardaginn 2. nóv) eru tveir leikir í gangi í nágrenninu: Newcastle-Chelsea (kl. 12:45) og Man City – Norwich (kl. 15:00) fyrir þá sem vilja taka aukaleik (ath: slíkt er ekki innifalið í verði).

Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 97.500.- kr. og er innifalið í því beint flug, gisting í þrjár nætur á hóteli plús morgunmatur og miði á leikinn. Til samanburðar má geta þess að stuðningsmenn litla bróður rukka litlar 150 þúsund fyrir sína ferð sem þeir standa fyrir í október en við aftur á móti erum Everton og höfum sýnt það að við kunnum að fara með peninga. 🙂 Ath: Ef óskað er þess að hafa engan herbergisfélaga kostar ferðin 124.500.- kr.

Staðfesting: Bókanir eru hjá Vita ferðaskrifstofu í síma 570-4472, á tonsport@vita.is eða á vefnum þeirra (velja Sportlíf og svo Everton undir reitnum Flug+Hótel) og þarf að bóka sem fyrst. Pöntun telst staðfest við greiðslu 40.000.- staðfestingargjalds.

Skráningarfrestur: Skráningu lýkur miðvikudaginn 2. október.

Einnig má hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar koma upp.

Við viljum endilega sjá sem allra flest ykkar með í för þannig að ekki hika við að skrá ykkur.

30 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Mæti! Missi ekki af þessu tækifæri!

  2. Holmar skrifar:

    Aldrei að vita nema að maður skelli sér héðan frá Noregi. Heldurðu að það sé möguleiki á að fá bara hótel og miða á leikinn í gegnum Vita? Nenni ómögulega að fljúga héðan til Íslands til að fljúga aftur til Manchester. Svo frá Manchester til Íslands og aftur Noregs 😉

    • Halli skrifar:

      Hólmar erum við að tala um Þorgeir, Jóa og pabba þinn líka

  3. Finnur skrifar:

    Ég myndi ræða það við hann (sjá email). Held að það verði ekkert vandamál. Líka ef þú vilt sjá sjálfur um allt nema miðann geturðu látið okkur vita og við reddum fyrir þig miða (miðum?) með hópnum.

  4. Holmar skrifar:

    Það gæti líka gengið að gera þetta allt sjálfur. Ágætis verð á þessu hóteli að því er virðist. Væri fínt að vera á sama stað og hópurinn svona einu sinni.

  5. Hallur j skrifar:

    glæsilegt

  6. Finnur skrifar:

    Já, það er miklu skemmtilegra að halda hópinn, borða morgunmat saman og svo getur líka verið að við reddum rútu (eins og síðast — það var ferlega gaman) og þá er þægilegra að allir séu að fara til baka frá sama stað.

  7. Haddi skrifar:

    Sælir félagar, Hólmar það er ekkert mál að bóka þetta sjálfur, svipað og við gerðum í vor. Örugglega einfaldara af því þú kemur annars staðar frá.

  8. Holmar skrifar:

    Já Haddi það er fínt að græja þetta sjálfur, var aðallega að spá í hótelið uppá að geta haldið hópinn. En það er enn ágætt verð á þessu hóteli ef maður bókar í gegnum heimasíðuna þeirra. Flugið er svo mjög þægilegt að bóka héðan frá Osló, Ryanair oft með mjög gott verð.

  9. Finnur skrifar:

    Það skaðar ekki að hafa samband við Vita og spyrja hvað hann myndi láta þig fá hótelið á.

  10. Finnur skrifar:

    Maður er varla búinn að skella auglýsingunni upp en þá eru átta manns búnir að staðfesta mætingu á völlinn: Halli, Baddi, Finnur, Haddi, Hallur og þrír gestir með þeim tveimur síðastnefndu.

    Koma svo! Viljum endilega fleiri með okkur — alls ekki síðra ef um nýtt fólk er að ræða. Við erum boðin og búin að hjálpa þeim sem hafa aldrei farið áður.

  11. Halli skrifar:

    Það er alltaf svo gaman á Goodison. Ég tala nú ekki um í svo góðra manna hóp.

    Koma svo menn að drífa sig að staðfesta.

  12. Halli skrifar:

    Hvar eru Húsvíkingar, Akureyringar og Siglfirðingur sem voru með í vor.

  13. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég verð að drulla á mig í þessu efni núna drengir mínir en óska ykkur góðrar ferðar og vona að ég sjái ykkur sem allra fyrst, er á leiðinni til Grænlands að vinna þar og það eru mánaðarúthöld og ekki ákveðið enn hve mörg þau verða. Þið drekkið nokkra bjóra fyrir mig og ég treysti ykkur til að verða mér ekki til skammar 🙂 Baddi þú heldur þeim á mottunni ……

  14. albert gunnlaugsson skrifar:

    Sælir.
    Þetta ber upp á helgi sem ég þarf að „vinna“, svo þarf ég líka að vera mættur á mánudagsmorgnum. Passar því ekki nógu vel fyrir mig. Fæ ykkur kannski til að versla fyrir mig í þetta skipti?

  15. Finnur skrifar:

    Aldrei að vita… 🙂

  16. þorri skrifar:

    Halló, Þorri hér. Nú er ég bara að spyrja segjum svo að ég skyldi kaupa mér far og gistingu, gæti ég verið samt með hópnum á Goodison Park?

  17. Finnur skrifar:

    Þorri, það er ýmislegt hægt en ef þú ert að fljúga frá Íslandi þá sé ég ekki að þú græðir nokkuð á því.

    Bara flugfargjaldið með Icelandair til Manchester og til baka aftur kostar yfir 100þ kr. þessa helgi (ég var að athuga).

    IcelandExpress og Wow fljúga ekki til Manchester þannig að þú þyrftir að fara með lest fram og til baka til London.

    Þú getur fengið flug með EasyJet á líklega tæpar 50þ krónur en þá áttu eftir að kaupa þér gistingu í þrjár nætur (ég efast að ferðaskrifstofan leyfi þér að deila herbergi með öðrum sem bókuðu í gegnum skrifstofuna þannig að hótelnóttin með morgunmat er á rúmar 16þ krónur þessa helgi og þú ertu ansi fljótur upp í 100þ kallinn þar, með flugi).

    Það versta samt við EasyJet leiðina er að vélin fer í loftið til baka kl. 8 um morguninn þannig að þú sefur líklega ekki mikið þá nóttina (við prófuðum þetta síðast og menn voru ekki hressir með tímann (ég svaf ekkert þá nótt) og vildu ekki taka þá leið aftur — við gerðum það bara af því að við fengum flugið þá á 13-16þ kall báðar leiðir (!)). Þú værir auk þess ekki með neinn til að deila með þér kostnaði við leigubíl/rútu til Manchester því við hinir værum að fljúga til baka um hádegi.

    Ég held því að þú myndir líklega enda á að borga mjög svipað verð (jafnvel meira) en restin og enda samt á að vera með *mun* verri flugtíma til baka.

  18. Þorgeir skrifar:

    Hrikalega væri gaman að skella sér með, en ég held ég verði að sitja hjá í þetta skiptið. En kem klárlega með í ekki of fjarlægri framtíð!

  19. Þorgeir skrifar:

    Og já – magnað verð sem þið eruð að redda, vel gert!

  20. Halli skrifar:

    Ari Sigurgeirsson ert þú ekki með

  21. Finnur skrifar:

    Það bókuðu sig tveir í viðbót í gærkvöldi þannig að talan er komin upp í 10 staðfesta gesti á Goodison Park (Halli, Baddi, Finnur, Jón, Hörður, Haddi, Hallur og svo þrír gestir með þeim tveimur síðastnefndu). En við getum betur. Hólmar — ert þú geim? Gunnþór? Ari? Ekki bíða of lengi með þetta.

  22. Holmar skrifar:

    Sælir félagar. Held að ég verði því miður að sitja hjá þetta skiptið. Verð á ráðstefnu í Tromsø dagana fyrir og flýg heim seint á föstudeginum.

    Mun hins vegar mæta í vor, eins og farfuglum sæmir.

  23. Finnur skrifar:

    Verðum ekki færri en 11 á pöllunum en skráningu lýkur nú á miðvikudaginn (2. október). Ekki missa af þessu tækifæri!

    • Eiríkur skrifar:

      Vorum tveir að bætast við. Vona að 13 sé ekki slæm tala
      ef að það er fjöldinn.

  24. Finnur skrifar:

    Við tökum öllum ferðalöngum fagnandi. Það verður sífellt erfiðara að finna öllum hópnum stað þar sem menn eru að detta inn á síðustu stundu og mér heyrist á klúbbnum sem það verði góð mæting á leikinn (og þar með erfitt að fá sæti), en við látum okkur bara hafa það og gerum gott úr þessu og skemmtum okkur saman.

  25. Finnur skrifar:

    PS. Mér sýnist sem þetta gæti endað þannig að við verðum 15 saman á pöllunum, ef þeir sem höfðu samband við ferðaskrifstofuna klára allir bókun sína.

  26. Finnur skrifar:

    Reyndar… nú þegar ég tel þetta saman þá eru 14 búnir að staðfesta og aðeins beðið eftir 15. manni. Þar sem 5 úr hópnum gista _ekki_ á Jury’s Inn þá eru 9 staðfestir á Jury’s Inn og vantar oddamanninn inn til að jafnt verði í herbergjum. Eftir því sem ég kemst næst vantar bara staðfestingu frá einum sem hafði samband við ferðaskrifstofuna til að jafnt verði í herbergjaskipan.