Mynd: Everton FC (frá því í fyrra líklega).
Nafn Ross nokkurs Barkley kom upp margoft í umræðunni eftir fyrstu umferðina en hann virðist hafa heillað marga hlutlausa með frammistöðu sinni síðustu daga. Við sem höfum fylgst með honum vitum að hann er afskaplega hæfileikaríkur og höfum beðið með eftirvæntingu að sjá hann blómstra. Hann skoraði á móti Skotum U21 í vináttuleik á dögunum (eins og fram hefur komið) og sagði í viðtali fyrir fyrstu umferðina í deild að Martinez hefði sett sér það markmið fyrir tímabilið að njóta leikjanna sem framundan eru, tjá sig með góðri frammistöðu og skora nokkur mörk. Hann gerði það með stæl í fyrstu umferðinni, kórónaði frábæra frammistöðu með marki og var að vonum kátur í viðtali eftir leikinn.
En það er ekki bara Barkley sem hefur vakið athygli því Everton liðið í heild sinni hefur einnig verið mikið í umræðunni eftir fyrstu umferðina, en frammistaðan náði að heilla marga og ekki bara þar ytra (sjá Messuna – þó ég verð reyndar að segja að Bjarni er svolítið fastur í gömlum klisjum í greiningu sinni). Executioner’s Bong birti líka bráðskemmtilega greiningu á leiknum sem og Ross Barkley (plús vídeó þar sem framlag Barkley sést vel). Liverpool Echo birti einnig grein þar sem einhver Jamie Carragher heldur því fram að Barkley sé eins og ungur Steven Gerrard og komi til með að taka við af honum í enska landsliðinu.
Það var frústrerandi að komast 2-1 yfir á útivelli, sérstaklega þar sem Everton var byrjað að dóminera leikinn þegar grísasending dauðans (eins og meistari Elvar orðaði það svo vel) leiddi til seinna marks andstæðinganna. En það þýðir lítið að kvarta yfir því — svo lengi sem Everton er betra/mun betra liðið er maður sáttur. Glaður ef sigur næst, en það fylgir ekki alltaf frammistöðunni. Og frammistaðan í Norwich leiknum var einfaldlega mjög góð. Nýja hugmyndafræðin að halda boltanum og láta hann ganga manna á milli er að síast inn. Tölfræðin sýnir að Everton sendu boltann næstmest allra liða í fyrstu umferð (aðeins City voru með fleiri sendingar í heildina — en þeir voru að spila manni fleiri við Newcastle). Hins vegar hefur verið bent á að Everton var með hæsta hlutfall sendinga sem tókust af öllum liðum (498 af 564 eða 88%!). Af þessu leiðir náttúrulega að Everton liðið hélt boltanum afar vel, best allra liða í umferðinni eða um 67.5% leiks (Arsenal 64%, City 63%, Tottenham 58%) og tölfræðin í heppnuðum sendingum hjá einstökum mönnum mjög góð: Fellaini var með 93.8% eftir 80 sendingar, Osman með 95.7% eftir 69 sendingar og Barkley einhvers staðar rétt undir 90%.
Sky kom inn á í ágætri grein sinni að svokallaðir spekúlantar voru mjög hissa á því hversu fljótt og vel hefði gengið hjá Martinez að fá Everton til að innleiða nýjan stíl (sem Osman kom inn á líka í viðtali), en bentu um leið á að uppstillingin hafi ekki breyst mikið frá síðasta tímabili (þeir setja reyndar Fellaini á myndinni of framarlega miðað við hversu djúpur hann var í leiknum gegn Norwich). Gaman að þessu.
Executioner’s Bong birtu einnig greiningu á stjóranum Roberto Martinez þar sem farið var yfir persónuleika hans og hvernig persónuleiki hans kemur til með að hafa áhrif á liðið í framtíðinni, til dæmis í stóru leikjunum þar sem Everton fraus oft undir David Moyes þegar á hólminn var komið.
Af meiðsladeildinni er það að frétta að Hibbert er farinn að æfa og Gibson er ekki langt undan. McGueye ætti einnig að fara að æfa á næstu dögum en Alcaraz einhvern tímann á næstu vikum.
Í öðrum fréttum er það helst að Everton U21 tapaði fyrir West Ham U21 1-2 á heimavelli en Luke Garbutt skoraði mark Everton sem var jöfnunarmark í seinni hálfleik. West Ham stálu sigrinum með marki á síðustu mínútu leiksins.
Og slúðurdeildin segir að Gareth Barry sé á leiðinni á láni en að það stoppi á launakröfum. #yppi öxlum#
Mikið hlakkar mig til að hitta ykkur um helgina fyrst að ég komst ekki á leikinn í fyrstu umferð