Mynd: Everton FC.
Það styttist í fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu (kl. 16:00, sjá hér) en leikmenn hafa verið á fullu við æfingar í Austurríki undanfarna daga, eins og fram hefur komið, og klúbburinn duglegur að uppfæra stöðuna. Hægt er að sjá vídeóyfirlit yfir dag þrjú, sem og myndasafn frá bæði degi þrjú, degi fjögur og degi fimm. Apostolos Vellios hefur sömuleiðis verið duglegur að blogga frá æfingabúðunum.
Auk þess ræddi Martinez stuttlega í vídeói um nýju mennina Joel Robles og Gerard Deulofeu og nýi markvarðarþjálfari Everton sagði jafnframt að Robles væri að hans mati einn besti ungi markvörðurinn sem völ væri á.
Heldur rólegt hefur verið í slúðurdeildinni, en eftirfarandi voru nefndir: Alessandro Matri, Jorghino, Mohamed Diame og James McCarty.
Svo rakst ég á athyglisverða grein á NSNO en þar segir að Martinez hafi fylgt innspýting af gleði og jákvæðni sem virtist undan lok stjórnartíðar Moyes-ar vera glötuð.
Comments are closed.