Mynd: Everton FC.
Everton staðfesti rétt í þessu að Arouna Kone hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Kaupupphæðin er ekki tilgreind en sagt var að hægt hafi verið að fá Kone lausan með því að nýta release-klausu upp á 5 milljónir punda í samningi hans við Wigan. Kone (29 ára) er þar með fyrstu leikmaður sem Roberto Martinez kaupir undir stjórn Everton og ætti stuðningsfólk Everton að þekkja hann vel en hann skoraði bæði heima og heiman í deildarleikjum gegn okkur á síðasta tímabili, var mjög erfiður viðureignar og gerði oft mikinn usla í vörn Everton. Newcastle vildi einnig fá Kone til sín en það var bara eitt lið sem Kone vildi fara til og það var Everton.
Ég athugaði tölfræðina á Arouna Kone á Wikipediu og sá að hann skorar að meðaltali mark í rúmlega þriðja hverjum leik með félagsliði (113 mörk í 323 leikjum) og 23% landsleikja (9 mörk í 39 leikjum). Það skekkir tölfræðina þó svolítið að hann átti mjög erfitt tímabil hjá Seville (lenti meðal annars í slæmum meiðslum, gekk í gegnum markaþurrð og átti almennt séð ekki góðan tíma þar) en ef það er dregið frá sést að hann skorar í 40% leikja. Tölfræðin í heild sinni lítur svona út:
Rio Sport, 17 mörk í 30 leikjum (57%)
Lierse, 11 mörk í 32 leikjum (34%)
Roda, 28 mörk í 63 leikjum (44%)
PSV, 21 mark í 53 leikjum (40%)
Sevilla, 1 mark í 40 leikjum (0,3%)
Hannover 96 (lán) 2 mörk í 8 leikjum (25%)
Levante (lán) 17 mörk í 39 leikjum (44%)*
Wigan, 11 mörk í 33 leikjum (33%)
*Þess má geta að Levante hvíldi Kone í síðustu þremur leikjum tímabilsins til að koma í veg fyrir að hann skoraði of mikið af mörkum (!) því ef hann hefði skorað eitt í viðbót fyrir þá hefði Seville getað rift kaup-leigu-samningnum við Levante en Seville máttu kalla Kone heim ef hann skoraði 18 mörk eða meira. Með landsliði Fílabeinsstrandar hefur hann auk þess skorað 9 mörk í 39 leikjum.
Það má vissulega benda á að hann er 29 ára gamall en á móti kemur að Martinez veit nákvæmlega hvað Kone getur og það er bráðnauðsynlegt að fá meiri samkeppni í sóknina. Sóknarmenn eru auk þess ekki á lausu fyrir lítinn pening þessa dagana þannig að ég held að þetta sé bara spennandi kostur.
Executioner’s Bong fjallaði um Kone á dögunum (áður en ljóst var að kaupin væru frágengin). Hægt er að lesa þá greiningu hér.
Velkominn Arouna Kone! Hlakka til að sjá þig raða inn mörkum.
Svona buðu þau hjá Wigan hann velkominn þegar hann kom þangað:
http://www.youtube.com/watch?v=ecMIliS-ga8
Og hér eru nokkur skemmtileg mörk líka:
http://www.youtube.com/watch?v=5-sNN0SPqAU
Grunar að hann eigi líka eftir að ná vel saman með Baines í aukaspyrnunum, miðað við skallana sem ég hef séð frá honum. 🙂
Þetta er bara besta mál tel ég.
Væri bara mjög gaman ef að það kæmu svona 4 stk í viðbót og missum bara 1-2 (nei ég er ekki að tala um Fellaini eða Baines) eða helst engann.
Ég held að Alcaras muni bætast í hópinn í dag einnig.
Væri líka gaman að fá einhvern spánverja í liðið, hmmm.
Einhver benti á að Kone, sem lék í treyju númer 2 hjá Wigan, þarf að finna sér nýtt númer þar sem við erum þegar með markaskorara í treyju númer 2 !!
Er hann ekki 9 sem okkur vantaði
Það gæti bara vel verið. Það númer er líka á lausu. 🙂
Fyrsta viðtalið við Kone:
http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/08/kone-hungry-for-goals