Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Moyes á förum? Ungliðarnir í 4ra liða úrslitum! - Everton.is

Moyes á förum? Ungliðarnir í 4ra liða úrslitum!

Mynd: Everton FC.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Sir Alex Ferguson tilkynnti í dag að hann ætlaði að stíga niður og eftirláta öðrum stjórn United. Breska pressan fór náttúrulega á fullt og tengdi hin og þessi nöfn við stjórastöðuna: Jose Mourinho, Jurgen Klopp, Ryan Giggs og svo náttúrulega David Moyes — sem er alltaf nefndur þegar toppstjóra-staða losnar, enda topp maður þar á ferð. Síðast var Moyes líklegastur til að taka við Tottenham og þar á undan Chelsea (eða var það öfugt?) — alltaf var David Moyes sagður alveg við það að taka við en svo gerðist ekkert (og Tottenham töluðu ekki einu sinni við hann). Sama sagan í raun og í hverjum leikmannaglugga: bara eftir að skrifa undir að Baines væri á leiðinni til Bayern Munchen eða United eða Fellaini til Chelsea. Og svo lokar glugginn og í ljós kemur að þetta voru bara sögusagnir. Verður samt svolítið þreytandi til lengdar. Ef Moyes fer þá fer hann — klúbburinn er stærri en einn maður — en ekki mikil ástæða til að eyða miklu púðri í að hugsa um það þangað til.

En þá að öllu skemmtilegri fréttum:

Everton U21 léku fyrsta leik sinn í úrslitakeppni um Englandsmeistaratitilinn þegar þeir tóku á móti Newcastle U21. Everton lentu undir á 66. mínútu en jöfnuðu strax aftur með marki frá Conor McAleny og Steven Naismith skoraði svo á 77. mínútu. Newcastle menn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu 2-2 aðeins 7 mínútum frá leikslokum. Í framlengingu komust þeir svo yfir (á 98. mínútu) en John Lundstram jafnaði á 115. mínútu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skilja liðin að. Lundstram er nýkominn aftur úr láni hjá Doncaster þar sem hann hjálpaði þeim á dögunum að vinna ensku C deildina.

Nýliði okkar, John Stones, skoraði úr sínu víti en Newcastle brenndi af og það reyndist þeim dýrkeypt þar sem Shane Duffy, Ross Barkley, Luke Garbutt og Brian Oviedo skoruðu allir úr sínum vítum. Sjá leikskýrslu. Everton mætir því Tottenham U21 á útivelli í fjögurra liða úrslitum þann 13. maí en Tottenham vann Elite-u grúppuna og því verður á brattann að sækja í þeim leik.

Everton U18 ára liðið lék sinn síðasta leik riðlakeppninni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þeir þurftu aðeins eitt stig til að tryggja sig áfram á kostnað Man Utd U18 og þeir komust tvisvar yfir í leiknum en Crystal Palace náði í bæði skiptin að jafna. Mörkin gerðu Gethin Jones og Ryan Ledson. Everton U18 lenti þar með í þriðja sæti efsta styrkleikariðils og mætir því Reading U18 á útivelli í fjögurra liða úrslitakeppni, en Reading lentu í öðru sæti sama riðils.

Glæsilegur árangur hjá báðum stigum unglingaliða Everton — bæði liðin að sýna það að þau eru allavega meðal fjögurra bestu liða Englands, ef ekki meira!

15 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Það verður erfitt að horfa á eftir Moyes. En það er enginn ómissandi og við finnum okkur nýja og kannski bara meira sóknarhugsandi stjóra, það verður að seigjast að Moyes er stundum alltof passífur.

    Ég held að ég væri til í að fá Neal Lennon frá Celtic.
    Eða einn mest spennandi ungi stjórinn í dag Eddie Howe frá Bornemouth

  2. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    vil ekki sjá Neil Lennon, hundleiðinlegur leikmaður og ábyggilega enn leiðinlegri stjóri, ég vil Martinez og hana nú, hins vegar held ég að þetta séu bara sögusagnir með Moyes, hann er einfaldlega ekki nógu kjarkmikill á ögurstundu og þess vegna horfa manutd ekki til hans í þessu dæmi, það er mín spá allavega,

  3. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    annars las ég póst í erlendu blaði í vetur um að stjórn Everton myndi reyna að fá annan svona leiðitaman jástjóra sem er ekki með neinn derring þó engir peningar séu til og nafn aumingjans Chris Hougton var nefnt til sögunnar. Það yrði algjört slys að mínu mati.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vil ekki Martinez honum er nú loksins að takast að fella Wigan í fjórðu tilraun. Þar að auki er hann ekki enn búinn að átta sig á að Gary Caldwell er eitthvað allt annað en knattspyrnumaður. Myndi vilja sjá Di Matteo, Laudrup, Bilic eða þennann Pereira frá Porto.

  5. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    það tók nú okkar mann Moyes 7 ár að átta sig á að Neville er eitthvað allt annað en knattspyrnumaður 🙂 það verður að henda inn smá sprengju hérna

  6. Finnur skrifar:

    Eins og ég sagði… það er ekki mikil ástæða til að eyða púðri í að hugsa um þetta þangað til eitthvað breytist. 🙂

    Eins og kom fram áðan hjá BBC:
    „… there has been no official approach to Everton“.

    Ég er enn að vona að einhver fræg persóna — einhver með proven track-record af sigrum í Champions League (Murinho?) láti sjá sig á flugvellinum í Manchester, svo að hjörð breskra blaðamanna geti sökkt tönnunum í alveg nýja sögu.

  7. Halli skrifar:

    Þá er búið að staðfesta þetta

    Diddi ég er sammála með Di Matteo

  8. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Ha, hvað sagði ég um Di Matteo Halli minn ?????

  9. Halli skrifar:

    Að fá hann

  10. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég vil Martinez Halli ekki einhvern ítalaskratta

  11. Ari G skrifar:

    Erfitt að finna réttan stjóra en ég mundi veðja á Martinez þótt Wigan sé alltaf ó fallbáráttu þá mundi hann henta Everton vel allavega í byrjun. Gera 2 ára samning við hann og leita að öðrum í rólegheitum ef það gengur ekki með hann. Þótt Moyes sé frábær stjóri er hann ekki ómissandi. Ég vill virkja meira ungu leikmennina meira t.d. Duffy og gera Barkley að leiðtoga á miðjunni hef mikla trú á honum gæti verið næsti ZINDANE mín skoðun eftir leikinn á móti Arsenal ótrúlegur leikur hjá honum þar. Kannski væri best að selja Fellaini á t.d 30 millur og kaupa aðra í staðinn mundi styrkja liðið t.d verður að kaupa markaskorara algjör forgangur.

  12. Georg skrifar:

    Það er alveg rétt að það er enginn stærri en félagið og það sama á við um Moyes, við munum halda áfram alveg sama hvað gerist.

    Moyes hefur gert frábæra hluti með okkar félag síðan hann tók við og færði liðið á hærra plan. Hinsvegar hefur hann aldrei fengið fjármagn til að bakka upp þennan árangur og til að taka næsta skref til að berjast að alvöru um meistaradeildarsæti. Það er því erfitt að vera sár við Moyes ef hann fer til Man Utd. Fjölmiðlar eru margir hverjir búnir að ákveða að hann verði næsti þjálfari Utd þó að aðrar fréttir benda til þess að það sé alls ekki frágengið. Mér finnst persónulega rangt ef hann fer að það verði staðfest áður en leiktíðin er búin því við viljum klára þessa leiktíð á góðum nótum og ekki missia litla liðið fram úr okkur.

  13. Georg skrifar:

    Þá er þetta nokkuð ljóst að Moyes er að fara til Utd. Þetta er komið á official síðuna að hann sé að hætta. http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/05/09/moyes-to-depart

  14. Finnur skrifar:

    Staðfest. :/
    http://everton.is/?p=4609