Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Thomas Hitzlsperger skrifar undir - Everton.is

Thomas Hitzlsperger skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Thomas Hitzlsperger skrifaði undir 3 mánaða samning við Everton en þessi þrítugi miðjumaður og fyrrum þýski landsliðsmaður var með lausan samning og hefur verið á reynslu hjá Everton undanfarna mánuði til að reyna að sannfæra Moyes og Steve Round að hann sé búinn að jafna sig af meiðslum. Það virðist hafa tekist og er kærkomið þar sem Everton vantar einhvern til að leysa af á miðjunni á meðan Barkley er í láni og kannski ekki síður að bæði Gibson og Fellaini eru meiddir, eins og staðan er í dag. Everton má, formlega séð, hafa hann í hópnum sem mætir QPR á sunnudaginn en hann þarf að bíða leikheimildar til að fá að spila.

Hér má sjá stutt vídeó sem sýnir hvers „hamarinn“, eins og hann er stundum nefndur, er megnugur. Hann lék einnig 52 landsleiki með Þýskalandi og skoraði í þeim 6 mörk. Velkominn Thomas!

2 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Moyes lýsti því yfir að hann ætlaði sér að fara í engu óðslega með Hitzelsperger.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/10/19/moyes-cautious-with-hitz

  2. Elvar Örn skrifar:

    Góður leikmaður og hefði viljað festa hann út leiktíðina en ekki bara fram í Janúar.