Mynd: Everton FC
Það er frábært að fylgjast með frammistöðunni í deildinni hjá Everton liðinu þessa síðustu leiki og sjá hversu léttleikandi liðið er orðið. Og það er ekki bara Moyes sem er kátur með spilamennskuna (sjá 2ja mínútna viðtal) heldur heyrir maður frá öðrum stuðningsmönnum hér og blaðamönnum úti að þeir hafa hrifist af spilamennskunni undanfarið. Tímaritið Goal, til dæmis, hefur verið að velja stundum tvo til þrjá Everton leikmenn í liði vikunnar, eins og eftir þessa síðustu umferð en þá voru Baines, Jagielka og Jelavic allir valdir í lið vikunnar. Þetta lofar góðu en ég verð að viðurkenna að það er einfaldlega allt of langt til næsta leiks. 🙂
Það var sérstakt ánægjuefni að fylgjast með Coleman og Mirallas í leiknum gegn Southampton nýta sér það mjög vel að allt kapp mótherjanna er nú lagt á að reyna að stöðva Baines, Pienaar og Fellaini í að ná saman á vinstri kantinum. Þetta ætti að opna ýmsa möguleika fyrir Coleman sem getur vonandi með hjálp Mirallas blómstrað í hægri bakverðinum en hann hefur verið að koma sterkur inn. Mér finnst frábært að hægri kanturinn sé að lifna meira við og Everton komið með hægri bakvörð sem hefur spretthörkuna og kjarkinn til að smeygja sér framhjá varnarmönnum upp við teiginn og skapa færi eins og Coleman gerði svo vel gegn Southampton. Coleman hefur sett markið hátt, vonandi að hann haldi áfram á þessari braut.
Í öðrum fréttum er það helst að Everton U21 vann Bolton öruglega 5-2, eftir að hafa komist yfir 1-0 en lent svo 1-2 undir í leiknum. Mörk Everton skoruðu þeir Gueye, Pennington, Kennedy (nýi kantmaðurinn), McAleny og miðvörðurinn Duffy sem hefur nú skorað mark í síðustu þremur leikjum Everton í röð. Hægt er að sjá stuttan útdrátt úr leiknum hér. Ekki gekk þó jafn vel hjá U18 ára liði Everton en þeir töpuðu 4-2 gegn Bolton U18. Mörk Everton skoruðu Gethin Jones og Chris Long. Mögulega var það vegna þess að sóknarmaður okkar, Hallam Hope, var upptekinn að tryggja U19 ára liði Englands sæti í Elite Qualifying Round Evrópukeppni U19 ára liða næsta vor þegar hann jafnaði á lokamínútunum gegn Úkraínu. Markið tryggði Englandi efsta sætið í riðlinum á markatölu.
Og í lokin er hér viðtal sem Executioner’s Bong átti við Neville Southall, en sá liggur aldrei á skoðunum sínum.
Orðið er annars laust í kommentunum fyrir það sem ykkur liggur á Everton-hjartanu.
Minni líka þau ykkar sem hafa ekki enn svarað kallinu (http://everton.is/?p=2458) að hjálpa okkur að uppfæra (eða bæta við) félagatalið.
Sendið everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com eftirfarandi upplýsingar í tölvupósti:
Fullt nafn:
Heimilisfang:
Kennitala:
Skyrtustærð (medium, XL, o.s.frv):
Rétt rúmur fjórðungur félaga hafa sent okkur uppfærslu og hvetjum við ykkur hin til að gera svo einnig.
Ja há! Það er bara þannig… Pienaar hættur með landsliði sínu til að einbeita sér að Everton!
http://www.mbl.is/sport/enski/2012/10/02/pienaar_einbeitir_ser_ad_everton/
Þetta hentar klúbbnum okkar nú bara ágætlega vil ég meina.
Við erum algerlega á sömu línu varðandi Coleman. Hann var nokkuð magnaður í þessum leik og gaman að sjá hvað hann og Mirallas virðast vera að ná saman, amk svona í áttina að Baines og Pienaar sem væri náttúrulega alveg magnað að hafa báða kantana jafn sterka. Veit að það eru ekki allir þessu sammála en ég er sannfærður um að hann muni snúa efasemdarmönnum.
Wigan næstir úti, svo QPR úti og loks Liverpool heima (það væri nú í lagi að fara að vinna þá er það ekki?). Því miður eru þetta bara þrír leikir sem við eigum í Október, ekki alveg að gera sig þegar flugið er svo gott á okkar mönnum.
Ég er mjög ánægður að sjá að Pienaar hætti með landsliðinu til að einbeita sér að Everton því að ekki er bara leikjaálægið mæra hann kominn yfir þrítugt heldur líka þessi miklu ferðalög til Suður Afríku líka sem fylgja þessu hjá honum. Einnig verður fróðlegt að sjá hvernig liði breytist þegar Gibson verður orðinn heill
Gibson meiddist gegn West Brom þann 1. sept. og var fjarveran metin á ca. 4 vikur, sem myndi þýða að hann var orðinn góður um síðustu helgi. Vonandi er ekki langt í hann…
Það er sagt að Gibson komi til baka 21.okt. Gibson hefur komið mjög sterkur inn, er góður að verjast og er líka mjög ógnvekjandi í sókn.
Nú? Ég fór á Goal Injuries and Suspensions og jú, þar kemur það sama fram. Ég hef greinilega misst af þeim fréttum… Komu þær fréttir frá Everton upphaflega?
þessar fréttir eru á physioroom.com og hafa oftast staðist
en vonandi kemur hann fyrr.
Ég get ekki sagt að það sé sérlega gaman að horfa upp á Rodwell gera röð mistaka með City sem gefa andstæðingum mark… Maður hálf-vorkennir nú bara greyinu. Ég man ekki eftir að hann hafi verið svona mistækur hjá okkur, er það nokkuð?
Er hann ekki búinn að gefa mark í öllum leikjum sem hann hefur tekið þátt í fyrir city
Ég hef reyndar ekki fylgst með því en einhver kommentaði á vef BBC um að hann ætti að kvarta minna undan því að fá ekki að byrja leiki. Reyndar, það hlýtur að vera fjallað um þetta einhvers staðar…
Jú, það passar. Hér:
http://bleacherreport.com/articles/1357692-manchester-city-is-jack-rodwell-good-enough-for-the-premier-league-champions
Að sögn gerði hann svipuð mistök gegn Southampton sem kostaði City mark en þó ekki leikinn. Svo kom hann inn á gegn Liverpool og gaf aukaspyrnu sem óheiðarlegi oturinn skoraði úr í leik sem endaði með jafntefli. Rodwell var svo næstum búinn að skora sjálfsmark í leiknum gegn QPR. Held hann hafi svo misst af tveimur leikjum vegna meiðsla og nú gaf hann mark gegn Dortmund sem var næstum búið að kosta þá þrjú stig í Meistaradeildinni.
En, hann þarf tíma, strákgreyið… og leiki.
Jamm, ég fór á U21 leikinn við England og horfði á Rodwell og sagði við soninn, mikið hrikalega er hann góður. Er þetta ekki bara sjálfstraust hjá honum þessa dagana.
Ég vona það. Ef ég skil rétt þá getur Everton fengið 5M aukalega úr sölunni eftir árangri City. Það er um það bil einn Mirallas eða Jelavic þegar maður er með almennilegan stjóra sem kann að fara með peninga. 🙂 Það munar um minna.