Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Aðalfundur og helstu fréttir - Everton.is

Aðalfundur og helstu fréttir

Mynd: Everton FC.

Það er ýmislegt sem hefur verið í fréttum undanfarna daga og ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. En fyrst er rétt að minna á að aðalfundur Everton félagsins á Íslandi verður haldinn á Ölveri á laugardaginn kl. 10:15 um morguninn (rúmum klukkutíma fyrir leikinn við Swansea). Við hvetjum alla Everton stuðnings-menn og konur til að mæta, spjalla saman yfir bjór og borgurum og horfa svo á Swansea leikinn með okkur.

Það er annars helst í fréttum að Fellaini var kjörinn Everton leikmaður ágústmánaðar eftir frábæra frammistöðu í leikjunum gegn Man United og Aston Villa en hann lagði grunninn að sigri í báðum leikjum og skoraði sigurmarkið í leiknum gegn United.

Og talandi um mörk þá tók ég að gamni saman hversu lengi það hefur tekið Anichebeast-ið okkar (eins og ég kalla hann) að skora mörk á tímabilinu en hann hefur leikið þrjá leiki: 93 mínútur gegn Orient og skoraði mark, 22 mínútur gegn West Brom og svo 53 mínútur gegn Newcastle og skoraði 2 mörk — ef bæði löglegu mörkin sem hann skoraði hefðu fengið að standa en ekki bara annað. Þetta eru samtals 168 mínútur eða um 56 mínútur á hvert mark en hann skoraði einnig á undirbúningstímabilinu.

Moyes staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn við Newcastle (sjá greiningu Executioner’s Bong á leiknum) að Gibson myndi líklega verða frá í 4-5 vikur samtals (og tvær voru búnar þegar hann sagði það) og eftir leikinn sagði hann að líklega yrði Jelavic frá í tvær vikur eftir að hafa rekið hnéð harkalega í markstöngina þegar hann skoraði mark (sem dæmt var af). Í fyrstu var talið að meiðslin væru alvarlegri en myndir sýndu að svo var ekki. Í öðrum leikmannamálum er það að frétta að Bryan Oviedo er loksins búinn að fá pappírana samþykkta og gat því byrjað að æfa með Everton í fyrsta skipti en Moyes sagði í viðtali fyrir Newcastle leikinn að hann hefði ekki einu sinni hitt hann ennþá þar sem hann fór beint í landsliðsverkefni með Kosta Ríka eftir að hann var keyptur.

Slúðurdeildin fór aftur af stað eftir að við misstum af Vadis Ofoe þegar glugginn lokaði og Gibson meiddist en Moyes er sagður vera að skoða miðjumennina Thomas Hitzlsperger (30 ára), Owen Hargreaves (31), Michael Ballack (35) og Guti (35) sem eru með lausa samninga sem og markvörðurinn Artur Boruc, en Mucha var sagður vera að hugsa sér til hreyfings. Hitzlsperger var sagður hafa æft með liðinu en Daily Mail vildi aftur á móti meina að Owen Hargreaves gæti mögulega fengið pay-as-you-play samning sem kveður á um 10þ pund í laun á viku. Það eina sem Moyes hefur staðfest, hins vegar, er að hann vildi síðasta sumar fá Demba Ba til félagsins en það gekk ekki upp þá. Ef Artur Boruc skrifar undir er Howard mögulega kominn með samkeppni um hvor skorar flest mörkin á tímabilinu, því Boruc hefur skorað fyrir Legia Warsaw, líkt og Howard á móti Bolton á síðasta tímabili. 🙂

Osman sagði að hann hefði ekki gefið upp á bátinn draum sinn um að leika fyrir enska landsliðið. Mér hefur alltaf fundist hann vera vanmetinn leikmaður en hann verður að sýna betri leik en hann sýndi á móti Newcastle til að eiga möguleika á því að vera valinn. Moyes var þó kátur með Anichebe og Mirallas eftir leikinn, enda báðir líflegir þó Mirallas viðurkenni að hann sé ekki í 100% leikformi.

U18 ára liðið lék við Reading (U18) fyrir um viku síðan og gerðu 0-0 jafntefli á heimavelli en U21 árs liðið okkar fékk aftur á móti sín fyrstu stig þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli á útivelli við Reading U21 en Duffy skoraði markið fyrir Everton. Stubbs var sáttur við stigið en fréttir bárust um svipað leyti að hann hefði verið dæmdur í tveggja leikja bann af hliðarlínunni og 500 punda sekt fyrir orðaskipti sem áttu sér stað í leik U21 árs liðsins við Tranmere. Til stendur að áfrýja banninu, að sögn félagsins.

1 athugasemd

  1. Haraldur Anton skrifar:

    Flottur, og hlakka til laugardags.