Mynd: Everton FC.
Nú er hlé vegna landsleikja og ekki úr vegi að líta stuttlega yfir farinn veg, sem eiginlega lítur bara ágætlega út frá mínum bæjardyrum séð. Everton í sjötta sæti eftir þrjá deildarleiki og sigur á Man United að baki sem og Aston Villa á útivelli sem við höfum oft átt í erfiðleikum með. Ég ítreka enn og aftur það sem Moyes sagði að þó byrjun tímabilsins lofi góðu er ekki hægt að dæma um það í raun hvernig byrjun þetta er fyrr en 10 leikjum er lokið og ljóst hvernig taflan lítur út. Þó hjátrúin sé ekki mikil hjá mér finnst mér kannski ágætt að Everton vann ekki fyrstu þrjá í deild því síðast þegar það gerðist (93/94?) fór restin af tímabilinu í baráttu um að falla ekki niður um deild. Það er náttúrulega erfitt að setja samasem-merki milli þess liðs sem byrjaði tímabilið þá og nú en það verður samt líka að viðurkenna að ef einhver hefði fyrir tímabilið boðið okkur 3 sigurleiki af fjórum í upphafi tímabils þá hefðum við tekið því fegins hendi. Það helsta sem ég hef áhyggjur af eru meiðsli lykilmanna en bæði Gibson og nú Pienaar eru sagðir meiddir, þó líklega sé í báðum tilfellum ekki um langvinn meiðsli að ræða. Þeir hafa því gott af hvíldinni sem fer nú í hönd.
Það er nýbúið að auka breiddina í hópnum þannig að það eru margir að keppast um hverja stöðu í liðinu, sem hlýtur að setja pressu á alla að standa sig, eins og Graeme Sharp kom inn á. NSNO vefsíðan átti annars ágætan pistil um hversu langt Everton gæti náð á tímabilinu. Skemmtilegar pælingar, verð ég að viðurkenna.
Í lokin er svo rétt að minnast á það að staðfest hefur verið ný dagsetning á derby leikinn á Goodison Park við granna okkar, sem leikinn verður sunnudaginn 28. október kl. 12:30 að íslenskum tíma. Löngu er kominn tími til að hefna ófaranna frá því síðast á Goodison Park, þegar dómarinn lét blekkjast af fólskulegum leikaraskap Suarez, eins og svo oft áður þegar hann spilaði á síðasta tímabili. Ég horfði á þá tapa fyrir Arsenal á dögunum og það var greinilegt að dómararnir eru farnir að átta sig á hvers kyns leikmaður hér er á ferðinni.
Mér datt þessi leirburður í hug þegar ég las opið bréf John Henry í dag til Liverpool stuðningsmanna sinna í Skandinavíu…
Brendan nú veður í villu og svíma,
versna ört þrengslin í öndunarvegi,
Ráðsetti Kani, hann Rodgers þarf tíma,
því Róm ekki brennd var á einum degi.
Góður.
Kemur ekki á óvart að við erum með minnsta leikmannahópinn, þar sem hver klúbbur má skrá að hámarki 25 leikmenn yfir 21 árs (held að þetta séu reglurnar), þ.e. yfir leiktíðina.
Við erum eingöngu með 19 skráða, hmm.
Sjá nánar hér;
http://www.teamtalk.com/reading/8051722/Premier-League-25-man-squads?
The rules: Each club’s 25-man squad should have a minimum of eight homegrown players who – regardless of age or nationality – spent three years (or a total of 36 months) in the youth system of a club in England or Wales before they reached the age of 21.
frh.
A club can have fewer than eight homegrown players, but this would reduce the size of their senior squad. Only 17 ‘foreign’ players are permitted.
An Under-21 player is defined as being born on or after January 1, 1991. Clubs can use an unlimited number of Under-21 players in addition to their 25-man squad.
Clubs with fewer than 25 players in their squad are still permitted to sign free agents.
Þegar búið er að staðfesta Belgann okkar (Ofoe, sem mér skilst að sé ekki listaður þar sem beðið er eftir FIFA) þá verðum við með 20 leikmenn, eða sama fjölda og Chelsea, Wigan og Liverpúl (og kannski einhver önnur lið, fór ekki nákvæmlega út í það). Mér sýnist það vera nokkuð um að liðin séu að keyra á svona 20-21 leikmanni og þetta er bara næstu fjóra mánuðina eða svo þannig að þetta kemur mér svo sem ekki á óvart. Svo er ég ekki viss um að þetta segi alla söguna, því að Duffy, Barkley og McAleny eru ekki listaðir. Þarf ekki að lista ungliðana, veit það einhver?